Fréttablaðið - 23.12.2019, Síða 32
KRAKKAR ÞOLA
DÁGÓÐAN SKAMMT AF
HRYLLINGI, ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ
TIPLA Á TÁNUM Í KRINGUM ÞÁ Í
SAMBANDI VIÐ ÞAÐ.
BÆKUR
Leyniturninn á Skuggaskeri
Sigrún Eldjárn
Útgefandi: Mál og menning
Það er svo gaman að leika sér með fantasíur, segir Hilmar Örn Óskarsson og íhugar að skrifa fleiri hryllingssögur fyrir ungmenni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Húsið í september er hryllingssaga f y r i r u n g l i n g a eftir Hilmar Örn Óskarsson. „Þetta er myrk fantasía
sem gerist í landi sem í sögunni
er aldrei nefnt á nafn en veðrið og
náttúran minna á Ísland,“ segir
Hilmar. „Aðalsöguhetjan er Áróra,
sterk stelpa sem er einhent en
pabbi hennar hefur föndrað hlíf
sem kemur í staðinn fyrir hand-
legginn. Seinna í bókinni kemur
í ljós hvað er undir þessari hlíf.
Húsið í september vill svo fá þessa
aðalpersónu til sín. Það er mikill
hryllingur í sögunni, þar gerast
hræðilegir hlutir og sumir deyja.“
Sótti í kvikmyndahrylling
Hilmar segist snemma hafa orðið
hryllingsaðdáandi. „Við Ómar
vinur minn, kenndur við Quarashi
fórum sem krakkar og unglingar
í pílagrímsferðir frá Breiðholti
alla leið niður á Aðalvídeóleigu á
Klapparstíg til að ná í óklipptar
útgáfur af hryllingsmyndum á borð
við Dawn of the Dead og Basket
Case.“
Hann hefur skrifað fjórar barna-
bækur um Kamillu Vindmyllu og
bók fyrir enn yngri börn um Funa
og Öldu földu. „Núna leyfði ég mér
að búa til hryllingsveislu fyrir mig.
Í barnabókunum mínum er allt
sætt og skemmtilegt, þar má segja
að ég hafi of krúttað og núna lang-
aði mig í allt aðra átt.“
Ekki kemur á óvart að Hilmar
segist vera mikill Stephen King
aðdáandi. „Hann er algjörlega frá-
bær og sömuleiðis Clive Barker sem
ég hef lesið mikið. Ég fór að skoða
bækur hans eftir að King kallaði
hann hið nýja andlit hryllingsins.
Í þessari bók sótti ég mikið í kvik-
myndahryllinginn og reyndi að
færa hann inn í bókina.“
Myrk fantasía
Hilmar Örn Óskarsson sendir frá sér hryllingssögu fyrir unglinga.
Aðalpersónan er einhent stelpa. Mögulega fyrsta bók í seríu.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Hugsanleg sería
Hann segir börn og ungmenni
sækja í hrylling. „Ég vildi skrifa
bók sem mig hefði langað til að
lesa þegar ég var unglingur. Það er
of lítið af slíkum bókum á mark-
aðnum. Hildur Knútsdóttir er
aðeins í hryllingnum og nýja bókin
hennar er ofarlega á listanum yfir
það sem ég ætla að lesa um þessi
jól. Krakkar þola dágóðan skammt
af hryllingi, það þarf ekki að tipla
á tánum í kringum þá í sambandi
við það. En mér hefur ekki alltaf
tekist jafn vel upp þegar kemur að
því að færa hrylling til barna. Eitt
sinn keypti ég DVD-myndir fyrir
stráka systur minnar í jólagjöf. Þá
voru þeir um ellefu ára og mynd-
irnar sem ég keypti voru bannaðar
innan sextán. Þessar jólagjafir voru
snarlega gerðar upptækar og settar
upp í skáp. Það bjargaði málum að
ég átti einhver eintök af Kamillu
sem ég rétti þeim í staðinn.“
Hilmar segist alls ekki útilokað
að Húsið í september verði fyrsta
bók í seríu. „Hugsanlega koma
framhaldsbækur. Ég er að fikta
mig áfram með þennan heim. Mér
finnst hann spennandi. Það er svo
gaman að leika sér með fantasíur,
því þar getur maður gert allt sem
maður vill.“
BÆKUR
Jakobína saga skálds og konu
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Jakobína Sigurðardóttir var einn
merkasti íslenski rithöfundur tutt-
ugustu aldar og þótti bæði djörf og
framúrstefnuleg í skrifum sínum.
Hún ólst upp í sárri fátækt með
brennandi skáldadrauma á Horn-
ströndum, flutti til Reykjavíkur um
stutta hríð og varð síðan bónda-
kona í Mývatnssveit sem skrifaði á
nóttunni þegar loks gafst tími eftir
að hafa hugsað um skáldskap allan
daginn. Bókum hennar var vel tekið
og voru þrjár skáldsögur hennar
valdar sem framlag Íslands til bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs. Jakobína Sigurðardóttir hefur
verið afskaplega áhugaverð kona og
því fengur að bók um ævi hennar.
Dóttir Jakobínu tekst það á hend-
ur að skrá lífshlaup móður sinnar
sem er hægara sagt en gert þar
sem Jakobína hafði bundið svo um
hnúta að f lest bréf hennar
og dagbækur voru brennd
eftir hennar dag. Eitthvað
varðveittist þó sem hægt
er að púsla úr lífshlaupi og
líðan auk þess að Jakobína
skrifaði sjálf um æsku sína
í bókinni Í barndómi. Allt
bendir þó til þess að Jak-
obína hafi ekki viljað að
saga hennar yrði skrifuð
og því á ef laust ein-
hverjum eftir að finnast
sem Sigríður hefði átt
að láta kyrrt liggja. En
hún ávarpar þá spurn-
ingu strax í upphafi
og reglulega gegnum
bókina þar sem hluti hennar er
ímyndað samtal dóttur sem langar
að vita meira um fortíðina við látna
móður sem vill ekki láta neitt uppi.
Annar hluti bókarinnar segir af lífi
Jakobínu með vísunum í staðhætti
þar sem hún bjó og lifði, frásögnum
af fólki með ættfærslum og ártölum
en einnig hennar
innra lífi, baráttu
við þunglyndi,
„hið k a ld a og
dimma skamm-
degi lífsins“ eins
og það er kallað í
bókinni, leyndar-
dómsfulla æskuást í
meinum og þó fyrst
og fremst ástríðuna
fyrir skriftunum sem
skín gegnum bréf
sem hún sendir vin-
konum sínum. Og svo
eru í bókinni ljóð eftir
Jakobínu sem spanna
alla hennar skáld-
skapartíð, frá því hún fékk birt eftir
sig kvæði undir nafninu Kolbrún í
Heimilisblaðinu 1941.
Höfundur þessarar bókar er með
marga hatta. Hún er sagnfræðingur
sem skrifar af faglegri nákvæmni
um fólk og staðhætti en ekki síður
fagurbókmenntahöfundur sem
lætur eftir sér að beita stílbrögðum.
Og svo er hún auðvitað dóttir sem
skrifar um móður með öllum þeim
flóknu tilfinningablæbrigðum sem
slík sambönd búa yfir. Allir fara
þessir hattar henni vel og útkoman
er heilsteypt og forvitnileg ævisaga
sem segir bæði sögu einstaklings og
samtíma á fallegan og faglegan hátt,
skrifuð af virðingu og kærleika til
söguefnisins.
Lesendur verða margs vísari um
líf Jakobínu Sigurðardóttur, bæði
sem skálds og konu eftir lesturinn
og vita þó sem er að hvergi nærri er
öll sagan sögð.
Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Falleg mæðgna – og ævi-
saga, skrifuð af virðingu og kærleika.
Leyndarmál Jakobínu
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Mánudagur
hvar@frettabladid.is
23. DESEMBER 2019
Hvað? Friðarganga
Hvenær? 17.45
Hvar? Hlemmur
Vaxkyndlar og fjölnota friðar-
ljós seld í upphafi göngu á 500.
Hamrahlíðarkórinn og kór
Menntaskólans við Hamrahlíð
ganga fremst. Drífa Snædal ávarp-
ar fólk á Austurvelli og Eyrún Ósk
Jónsdóttir les friðarljóð. Friðar-
ganga er á Ísafirði á sama tíma en
á Akureyri kl. 20.
Hvað? Meistari Hilarion og Jesús
Hvenær? 21.00
Hvar? Iðnó
Sana Ba Lana er ný tegund af jóga
skapað af meistara Hilarion sem
hefur endurholdgast í listamann-
inum Snorra Ásmundssyni.
Hvað? Ganga í Jólaþorpið
Hvenær? 19.00
Hvar? Hörðuvellir í Hafnarfirði
Björgunarsveit
Hafnarfjarðar
selur kyndla
á staðnum.
Jólabjöll-
urnar taka
á móti
göngu-
fólki og leiða
samsöng, Jón
Jónsson lætur söng-
inn óma og og Guðrún Árný slær
botninn í dagskrá Jólaþorpsins
með hátíðlegum jólalögum.
Hvað? Hátíðleg ró
Hvenær? 21.00
Hvar Fríkirkjan Reykjavík
Tónlistarhópurinn Cauda
Collective: Sigrún Harðardóttir á
fiðlu, Þóra Margrét Sveinsdóttir á
víólu og Þórdís Gerður Jónsdóttir
á selló flytja tíðasöngva Þorláks
helga, einnig verk eftir Bach,
Kodaly og Fauré og íslensk þjóðlög
og jólasöngva.
2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING