Fréttablaðið - 23.12.2019, Síða 36
Á þessu m f immt án árum okkar höfum við ferðast til þriggja heimsálfa og heim-sótt börn í hinum ýmsu löndum. Öll
eiga börnin það sameiginlegt, sama
hvaða tungumál þau tala, að vilja
kærleik og umhyggju og þyrstir í
töfra og kátínu. Það er það sem við
reynum að gera í öllu okkar efni, að
veita þeim jákvæða upplifun – að
birta þeim eins jákvæða mynd af
heiminum og hægt er. Fylla hjörtun
þeirra af öllu því góða sem til er svo
þau eigi nóg af góðri næringu inn í
lífið, segir Hrefna Hallgrímsdóttir
leikkona, sem hefur túlkað Skrítlu
í fimmtán ár.
Í gær hófust nýir þættir um þær
Skoppu og Skrítlu á Stöð 2. Þar
ferðast þær á póstkorti um ævin-
týraeyjuna Ísland með það fyrir
augum að fræðast skoða og upplifa
allt það skemmtilega sem Ísland
hefur upp á að bjóða fyrir ferða-
glaðar fjölskyldur. Í fyrsta þætti
upplifðu þær aðventuna í höfuð-
borginni Reykjavík og svo halda
þær áfram og fylgjast til dæmis með
Allir þurfa smá
töfra og kátínu
Skoppa og Skrítla fóru af stað í gær með nýja þáttaröð á Stöð 2.
Þær segja að á sínum ferli hafi þær lært að börn um allan heim eigi
það sameiginlegt að vilja finna kærleika, umhyggju og kátínu.
Danspartý-námskeiðin hefjast aftur í janúar. Þar fá litlu vinir þeirra Skoppu og Skrítlu frá eins
til níu ára að eiga góða stund með þeim einu sinni í viku við að syngja dansa og leika.
Vinkonurnar
Skoppa og
Skrítla frum-
sýna nýja þátta-
röð á Stöð 2.
Skoppa og Skrítla voru heppnar með veður á flakki sínu um landið. Á aðventunni skein sólin.
Stórsýningin
Skoppa og
Skrítla í Hörpu
gekk svo vel nú
í haust að settar
voru inn auka-
sýningar 28.
desember.
sauðfjárréttum, býf lugum, hitta
hvali, plokka rusl, rækta grænmeti,
skoða vita, syngja og dansa með
stórum sem smáum vinum eins
og þeim einum er lagið. Þættirnir
verða átta talsins.
„Um síðustu jól var sería eitt
frumsýnd og hún sló svo rækilega
í gegn að ráðist var í seríu 2. Það var
svo margt sem ekki náðist að skoða
og upplifa svo það varð eiginlega að
gera aðra seríu. Samt er enn af heil-
miklu að taka svo það er spurning
hvort sería 3 verði til. Kemur í ljós,“
segir hún.
Hún segir að þær vinkonur
hafi verið ótrúlega veðurheppnar
á f lakki sínu og að á öllum við-
komustöðum hafi veðrið reynst
dýrðlegt, hvort sem það hafi verið
vetur, sumar vor eða haust. „Við
settum til dæmis niður grænmeti og
sumarblóm snemma í vor í þvílíkri
rjómablíðu og áttum nú frekar von á
rigningarsudda þegar við mættum í
haust að taka upp en þá birtist bara
sama blíðan aftur. Og þannig var
þetta gegnumgangandi. Meira að
segja aðventuþátturinn, sem tek-
inn var upp fimmta desember í ein-
stakri stillu og flennisól. Við segjum
að þetta sé gulu búningunum að
þakka.
Við fórum víða fyrir þessa þátta-
röð og það er svo dásamlegt að sjá
og upplifa hvað Skoppa og Skrítla
eiga marga góða að um allt land.
Alltaf jákvætt og kærleiksríkt við-
mót. Fyrir það erum við mjög þakk-
látar.“
Ein aukajólasýning
Þær vinkonurnar settu upp stór-
sýningu í Hörpu í haust en Hrefna
segir að nándin í leikhúsi sé alltaf
skemmtileg. Þar komi viðbrögðin
strax. Þáttagerðin sé öðruvísi. „Stór-
sýningin okkar í Hörpu gekk svo vel
nú í haust að settar voru inn auka-
sýningar 28. desember. Við fögnum
því að hafa aukatækifæri til að hitta
litlu vinina og vinkonurnar því
þetta verður okkar síðasta leikhús-
uppsetning svo við ætlum að njóta
í botn.
Mér skilst að það séu ennþá
nokkur sæti laus ef einhvern vantar
sniðuga hugmynd að kærkominni
jólagjöf.“
benediktboas@frettabladid.is
2 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ