Fréttablaðið - 30.12.2019, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 0 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9
OPIÐ ALLAN
SÓLARHRINGINN
YFIR ÁRAMÓTIN
Í ENGIHJALLA OG
STAÐARBERGI
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
SAMGÖNGUR Vegagerðin tekur
við öllum landsbyggðarleiðum
Strætó. Sveitarfélögin vildu ekki
halda rekstrinum áfram því tap er
á þessum leiðum.
Fram til þessa hafa landshluta
samtök sveitarfélaganna séð um
strætóleiðirnar, greitt verktökum
fyrir og Strætó bs. þjónustaði þau.
Þetta eru leiðir frá Reykjavík til
Hafnar í Hornafirði, Akureyrar,
Egilsstaða, Snæfellsness og Hólma
víkur. Vagnarnir eru oft mjög illa
nýttir.
Óvíst er hvort Vegagerðin heldur
áfram samstarfinu við Strætó sem
innheimtir um 100 milljónir árlega
fyrir þjónustuna.
Óánægja er á landsbyggðinni
með skiptimiðakerfið sem sagt er
óhagstætt fyrir fólkið sem þar býr.
– khg / sjá síðu 6
Vegagerðin með
strætó út á land
KVIKMYNDIR „Við erum þegar með
hug myndir fyrir seríu tvö,“ segir
Þórður Pálsson sem fékk hugmynd
ina að spennuþáttunum Brot eftir
útskrift úr kvikmyndaskóla árið
2015.
„Ég kom til Ís lands sumarið
eftir út skrift og fór á fund hjá
f ram leiðslu f y r ir t æk inu Tr u e
north og kynnti þeim
h u g m y n d i n a , “
s e g i r Þ ó r ð u r .
„Mig langar helst til
að hefja strax tökur
á annarri seríu, þótt
ekki væri til annars
en að hitta
þetta fólk
aftur.“
– ilk /
sjá síðu
24
Með hugmynd
fyrir seríu tvö
Helena Eliasson og systir hennar, Andrea Eliasson, sýndu í gær listsund í innilauginni í Laugar-
dal. Þjálfarinn er móðir þeirra, Miwako Eliasson. Helena mun verða fulltrúi Íslands á Heims-
meistaramóti ungmenna og Andrea, sem hér sést, varð í fimmta sæti í hópballett á síðasta aldurs-
meistaramóti í Japan. Eftir sýninguna máttu gestir taka þátt í æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
+PLÚS
DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður
lands hefur úrskurðað embætti
Lögreglustjórans á Suðurlandi van
hæft til þess að fara með mál gegn
Hreggviði Hermannssyni, bónda í
Flóahreppi. Embættið gaf í mars á
þessu ári út ákæru í fjórum liðum á
hendur Hreggviði fyrir eignaspjöll
og brot á vega og umferðarlögum.
Hreggviður var sakaður um að
hafa eyðilagt girðingarstaura og
ídráttarrör fyrir raf lagnir í eigu
nágranna sinna. Þá á hann að hafa
ítrekað hamlað för hjónanna um
vegslóða með því að strengja vír yfir
veginn auk þess að hunsa skipanir
lögreglu um að stöðva akstur bíls.
Málið er angi af svæsnum ná
grannaerjum Hreggviðs annars
vegar og Ragnars Vals Björgvins
sonar og Fríðar Sólveigar Hannes
dóttur hins vegar. Þær hafa staðið í
tæp fimmtán ár. Taldi héraðsdómur
tengsl starfsmanna embættisins við
Ragnar Val og Fríði þess valdandi að
draga mætti óhlutdrægni í efa.
Tveir af þremur starfsmönnum
á ákærusviði embættisins tengjast
hjónunum. Dóttir Fríðar er lög
lærður fulltrúi á sviðinu og kollegi
hennar tók að sér verkefni sem
tengdust erjunum fyrir Ragnar Val
er hann starfaði sjálfstætt.
Héraðsdómur vísaði málinu frá
dómi og ákvað embættið að áfrýja
þeim úrskurði til Landsréttar.
Í harðorðri greinargerð verjanda
Hreggviðs, Einar Gauts Steingríms
sonar, til Landsréttar ber hann emb
ætti Lögreglustjórans á Suðurlandi
þungum sökum. Segir hann Hregg
við hafa verið lagðan í einelti af lög
reglunni vegna þessara tengsla svo
árum skipti og að áhugi embættis
ins á honum jaðri við þráhyggju.
Til að styðja þá fullyrðingu hafi
Einar Gautur óskað eftir yfirliti um
öll atvik sem tengjast Hreggviði hjá
lögreglustjóraembættinu en gripið
í tómt. Við munnlegan málflutning
í héraði hafi skýringin verið sú að
skráningin væri þúsundir síðna.
Þá segir Einar Gautur lögregluna
hafa beitt Hreggvið ónauðsynlegu
valdi. Hann hafi meðal annars verið
handjárnaður á heimili sínu eftir
kvörtun nágrannanna. Hreggviður
sé að bugast vegna eineltis lögreglu
og nágranna sinna.
„Meðvirkni með lögreglu í sam
skiptum hennar við borgarana má
aldrei vera,“ segir Einar Gautur.
Erjur Hreggviðs og Ragnars Vals
og Fríðar hafa oft ratað í fjölmiðla.
Hreggviður er fæddur að Lang
holti 1 í Flóahreppi en Ragnar og
Fríður f luttu þangað 1990. Fyrstu
fimmtán árin voru ekki árekstrar
milli nágrannanna en þá fóru hjón
in í mál við Hreggvið út af veiðirétt
indum í Hvítá. Hafði Hreggviður
betur. Í kjölfarið hefur stríðsástand
ríkt og kærur gengið á víxl.
Segja má að hápunktur deiln
anna hafi verið er Ragnar Valur var
fundinn sekur um að hafa keyrt
á Hreggvið 2017. Hlaut hann sex
mánaða skilorðsbundinn fangelsis
dóm og þurfti að greiða Hreggviði
700 þúsund krónur í bætur. Ragnar
Valur áfrýjaði til Landsréttar sem
tekur málið fyrir á næsta ári. – bþ
Lögreglustjóri
vanhæfur í
nágrannastríði
Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði Lögreglu-
stjórann á Suðurlandi vanhæfan í máli um erjur
nágranna í Flóahreppi. Tveir starfsmenn hans
tengjast öðrum deiluaðilanum nánum böndum.
Meðvirkni með
lögreglu í sam-
skiptum hennar við borgar-
ana má aldrei vera.
Einar Gautur
Steingrímsson