Fréttablaðið - 30.12.2019, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 30.12.2019, Blaðsíða 7
Þú færð Köku ársins á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Flugeldaveisla í einum kassa! skot 21 SEK 4 5 13 80 kg ✿ Magn kókaíns og amfetamíns sem hald var lagt á 2008-2019 60 kg 50 40 30 20 10 2010 2012 20152014 2017 20192011 2013 2016 2018 n Amfetamín n Kókaín LÖGREGLUMÁL Aukin neysla, aukið aðgengi efna í Evrópu og gott starf lögreglu og tollgæslu eru ástæður þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur í haldlagningu harðra fíkni- efna á undanförum misserum að mati Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. „Ég vil meina að þetta sé blanda; annars vegar er greinilega aukin neysla. Hún fylgir að einhverju leyti efnahagsástandinu og vel- meguninni. Aðgengi að kókaíni í Evrópu hefur aukist vegna mikils magns sem f lutt er frá Suður- Ameríku og það er að skila sér til Íslands líka,“ segir Karl Steinar. Hann nefnir dæmi um haldlagn- ingu efna í tonnatali sem tekin hafi verið úr kaf bátum og skútum þar syðra. Aðferðirnar og magnið sýni mikil fjárráð þeirra sem standi að f lutningi þessara efna. „Það sem við erum að sjá hér er algjörlega í takt við það sem er að gerast í Evrópu.“ Karl Steinar segir að hins vegar verði ekki horft fram hjá auknum árangri löggæsluyfirvalda sem hafi einnig áhrif á hve mikið er haldlagt af sterkum efnum hér. „Ég vil meina að lögregla og tollgæsla séu með puttann betur á púlsinum núna en verið hefur í talsvert langan tíma. Við þökkum það meðal annars aukinni sam- vinnu við erlend lögregluyf ir- völd sem byggð hefur verið upp á undanförnum árum,“ segir Karl Steinar. Hann segir hluta af þessum haldlögðu efnum hafa verið tekinn erlendis og f lutt hingað til hald- lagningar. Að auki hafi verið hald- lögð erlendis efni sem komi aldrei hingað en hafi íslenska tengingu. Landslagið í þessari brotastarf- semi hefur breyst mikið hér á landi frá því sem áður þekktist. Bæði eru mun f leiri í innf lutningi en áður þegar um fámennan hóp var að ræða. Þjóðerni brotamanna er einnig fjölbreyttara en áður. „Við höfum þó verið að vekja athygli á því að íslensku hóparnir eru mest áberandi,“ segir Karl Steinar. Aðspurður segir hann hluta þessara hópa skipuleggja alla leið- ina sjálfa. Þeir hafi þann möguleika að geta keypt efni beint frá Suður- Ameríku, meðan aðrir útvega efnin frá Evrópu; mest frá Hollandi, Spáni og Portúgal, eftir að þau eru þangað komin. Kannabisræktun hefur verið með miklum blóma hér á landi og einnig einhver framleiðsla á amfetamíni. Þótt orðrómur hafi verið um útflutning efna frá Íslandi segir Karl Steinar lögregluna ekki hafa orðið vara við skipulagðan útf lutning héðan. „Við vitum af áformum manna um þennan útf lutning en það er ekki verið að haldleggja efni erlendis sem rakin eru hingað.“ Kannabisræktun sé víðtæk og mikil í f lestum Evrópu- löndum og markaðurinn líklega mettaður. Karl Steinar lætur þess þó getið að Ísland hafi verið stoppistöð fyrir efni sem fara til Grænlands og að einhverju leyti til Færeyja. Það skila sér þó ekki öll Evrópu- trend til Íslands. Auk kókaíns hefur f lutningur heróíns frá Suður Amer- íku til ríkja Suður-Evrópu einnig aukist mikið. Þótt hörðu efnin, sem hingað eru f lutt komi sömu leið, er heróín ekki þar á meðal. Karl Steinar telur ástæðuna vera að ekki hafi verið eftirspurn eftir því. „Ég hugsa að neytendahópur- inn á Íslandi hafi greiðari aðgang að öðrum efnum þannig að menn hafa ekki talið að það væri mark- aður fyrir það.“ adalheidur@frettabladid.is Neysla heróíns í Evrópu ekki að skila sér hingað til Íslands Grímur Grímsson gegnir nú stöðu hjá Europol á vegum íslensku lögreglunnar. Karl Steinar Valsson gegndi þeirri stöðu áður en fer nú fyrir miðlægu deildinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mikið magn harðra fíkniefna er flutt til Evr- ópu frá Suður-Ameríku. Framboð kókaíns í Evr- ópu skilar sér til Íslands og neysla þess eykst í góðærinu. Heróín nær ekki fótfestu vegna framboðs annarra efna. Margir hópar standa að innflutningi. Íslenskir hópar eru mest áber- andi segir lögreglan. DÓMSTÓLAR Ingveldur Einarsdóttir fékk í gær af hent skipunarbréf í embætti hæstaréttardómara. Skipunarbréfið var afhent eftir að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannes- son, féllst á tillögu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráð- herra um skipan Ingveldar í dóm- araembættið að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. „Dómnefnd um hæfni umsækj- enda mat þrjá umsækjendur hæf- asta til embættisins og var Ingveld- ur einn þeirra,“ segir í tilkynningu. – gar Dómara afhent skipunarbréf Nýr hæstaréttardómari ásamt dómsmálaráðherra. MYND/STJR.IS MENNING Kórinn Kliður mun í kvöld taka upp fyrstu hljómplötu sína á tónleikum í Fríkirkjunni. „Markmiðið er að fanga ekki bara söng kórsins, heldur ekki síður andrúmsloft áramótanna þar sem einu ári lýkur og annað hefst,“ segir í tilkynningu frá Klið sem býður fólki að  mæta og  taka þátt í gerð plötunnar „Kórinn er skipaður vinum og kunningjum, tónlistarmönnum, rithöfundum, myndlistarfólki úr Reykjavík og hefur þá sérstöðu að efnisskráin samanstendur ein- vörðungu af nýrri, frumsaminni kórtónlist eftir kórmeðlimi sjálfa,“ segir í tilkynningunni. „Á tónleik- unum verður efnisskrá síðustu tveggja ára kvödd til að rýma fyrir nýjum vörum, nýjum lögum, nýjum tímum.“ – gar Hljóðritun í Fríkirkjunni Kórinn Kliður. Á línuritið vantar gögn um amfetamínbasa en rúmlega 8 lítrar af efninu voru haldlagðir fyrr á árinu. UMFERÐ Um áramótin verða miklar hækkanir á sektum vegna um- ferðar lagabrota og viðurlög hert. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu á veg stjórnarráðsins hækkar sekt fyrir að aka gegn rauðu ljósi úr þrjátíu þúsund krónum í fimmtíu þúsund. Mælist vínandamagn í blóði á bil- inu 1,20-1,50‰, eða 0,60-0,75 mg/l útöndunarlofti, verður viðkom- andi sviptur ökuréttindum í átján mánuði í stað eins árs áður. Sektin fyrir slíkt brot verður óbreytt 180 þúsund krónur. Þá er nýtt þrep í töf lunni sem miðar við að vín- andamagn í blóði sé 2,01-2,50‰ eða útöndunarlofti 1,01 -1,25 mg/l. Fyrir þetta kemur svipting ökuréttinda í þrjú ár og 240 þúsund króna sekt. Efsta þrep hefur verið 2,01‰ eða meira og svipting ökuréttinda fyrir það var tvö ár og sektin 210 þúsund krónur. En nýtt efsta þrep miðar við að vínandamagn í blóði sé 2,51‰ eða meira eða 1,26 mg/l eða meira í útöndunarlofti. Fyrir það verða menn sviptir ökuréttindum í þrjú og hálft ár og krafðir um 270 þúsund krónur í sekt. Metamfetamíni hefur verið bætt við töflu fyrir viðurlög vegna aksturs undir áhrifum fíkni- efna. Þá er ýmsar breytingar vegna brota á aksturs- og hvíldartíma. Til dæmis hækka sektir fyrir að van- rækja  að tryggja varðveislu upp- lýsinga úr ökurita og af ökumanns- korti úr 20 þúsund til 50 þúsund krónum í 80 til 300 þúsund krónur. Verða sektir fyrir slík brot því allt að sexfalt hærri en nú er. – gar Hert viðurlög og hærri sektir á nýju ári Með nýrri reglugerð hækka sektir fyrir ýmis brot. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.