Fréttablaðið - 30.12.2019, Blaðsíða 17
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Ingibjörg er söngkona og Siggi, eins og hann er alltaf kallaður, trommuleikari. Þau hafa verið
saman í bráðum 10 ár en segjast
ekki hafa spilað mikið saman til
að byrja með.
„Við vorum í svo ólíkum stílum.
Ég var mikið að syngja djass, þjóð
lagatónlist og klassík en Siggi var í
rokksenunni,“ segir Ingibjörg. „En
þar sem Siggi er þeim hæfileikum
gæddur að geta spilað á mörg
hljóðfæri þá höfum við spilað
mikið saman undanfarið. Fólk var
kannski að biðja mig að syngja
eitt til tvö lög í brúðkaupi og þá
bað ég hann bara að koma með
mér. Það er svo þægilegt og við
getum bara æft heima í stofu.“
„Ég spila yfirleitt á gítar með
henni, en ég er bara sjálf lærður á
gítar. Ég er þeim kostum gæddur
að geta sungið líka svo ég get
raddað hana. Þannig finnst mér
ég bæta fyrir það að vera ekki
alveg nógu góður gítarleikari.
Ég tromma stundum líka með,
er með eitthvert smá slagverk,“
segir Siggi. „Þetta er náttúrulega
praktískt fyrir heimilið, en getur
verið þreytandi. Strákurinn er
kannski sofnaður og okkur langar
bara að horfa á Netf lix eða eitt
hvað en við þurfum að æfa. Þar
skarast svolítið persónulega lífið
og vinnan.“
Syngja og spila fyrir ferða-
menn til að auka upplifun
Þau Ingibjörg og Siggi hafa undan
farið verið að f lytja stutt tón
listarprógramm fyrir ferðamenn
í Hörpu. „Ég var að vinna sem leið
sögumaður í Hörpu og þá tók ég
oft sérhópa í skoðunarferð. Af því
að ég er starfandi söngkona líka
þá báðu yfirmenn mínir mig einu
sinni að halda litla tónleika fyrir
hópinn. Þetta átti bara að vera
greiði við þá, að enda skoðunar
ferðina á smá tónleikum til að
auka upplifunina fyrir gestina,“
útskýrir Ingibjörg.
„Ég sagði ekkert mál og fékk
Sigga til að koma með mér. Ég
vissi ekki alveg hvernig tónlist ég
átti að velja fyrir þau. Þetta var
stjórn erlends fótboltasambands
svo það eina sem mér datt í hug
var Ég er kominn heim og eitthvað
svona sem allir þekkja. Þetta sló
svo í gegn að við vorum beðin að
búa til sama prógramm fyrir hinn
almenna ferðamann. Þannig að
hver sem er gæti upplifað þetta.
Að fá skoðunarferð og enda á tón
leikum,“ segir Ingibjörg.
Úr varð lítið prógramm til að
kynna íslenska tónlist. Allt frá
íslenskum tvísöng, þjóðlagatón
list og klassík upp í nútíma popp
og rokk
„Tónleikarnir eru í Austur
hliðinni á Hörpu, sem snýr út að
sjónum og í átt að Sæbrautinni.
Þetta er rými sem fæstir ferða
menn hafa færi á að sjá. Það er
með risagluggum og fólk tekur
andköf þegar það kemur þarna
inn. Það er alveg epískt að hlusta
á Ísland farsælda frón og horfa
á Esjuna út um gluggann. Þetta
verður miklu f lottara út af því,“
segir Siggi.
Hjálpa krökkum að sleppa
sér og búa til tónlist
Siggi og Ingibjörg eru bæði
útskrifuð úr skapandi tónlistar
miðlun frá Listaháskóla Íslands.
Frá útskrift hafa þau haldið mikið
af tónlistarsmiðjum fyrir börn og
unglinga og fullorðna.
„Árlega erum við með okkar
eigin tónlistarvinnusmiðju sem
heitir Spunavélin. Þá erum við
svolítið að vinna með frjálsan
spuna og alls konar leiki sem
hjálpa krökkum að sleppa sér og
búa til alls konar músík,“ segir
Ingibjörg.
„Þetta er vikulangt námskeið
fyrir börn. En við getum útfært
það á ýmsan hátt. Ef til dæmis
einhver hátíð spyr hvort við
getum komið í tvo klukkutíma þá
búum við bara til minni útgáfu
af námskeiðinu. Við höfum farið
með námskeiðið á Þjóðlagahátíð
á Siglufirði, Sönghátíð í Hafnar
borg í Hafnarfirði og Listahátíð í
Reykjavík og f leiri hátíðir,“ segir
Siggi.
„Í fyrrasumar vorum við á Kátt
á Klambra, þá héldum við þetta
úti. Við erum mjög sveigjanleg og
aðlögum þetta bara að aðstæðum.
Fólki er velkomið að hafa sam
band við okkur á Facebook
síðunni okkar Siggi & Ingibjörg
ef það vill fá okkur til að halda
smiðju,“ segir Ingibjörg.
Gaman að hrærast í tónlist
Auk þess að halda saman vinnu
smiðjur, spila í Hörpu og spila í
brúðkaupum, afmælum og árs
hátíðum hér og þar, eru þau Siggi
og Ingibjörg líka að sinna tónlist
hvort í sínu lagi.
„Ég syng í kór og syng mikið við
jarðarfarir. Ég er líka með fasta
kennslu eins og svo margir tón
listarmenn og er líka í hlutastarfi
hjá KrakkaRÚV,“ segir Ingibjörg.
„Ég vinn líka í miðasölunni í
Hörpu,“ segir Siggi. „Það er bara
þannig að maður þarf að hafa eitt
hvað með, þú getur ekkert bara
verið að spila.“
„Það er samt misjafnt milli ára,“
skýtur Ingibjörg inn. „Sum ár
eru betri en önnur. Ég fékk lista
mannalaun í þrjá mánuði á þessu
ári sem gerði ótrúlega mikið. Ég
var að vinna að nýrri tónlist með
vinkonu minni sem er tónskáld
en hún heitir líka Ingibjörg (Ýr
Skarphéðinsdóttir) en við köllum
okkur Ingibjargir. Það eru alls
konar tækifæri út um allt.“
„Það er gaman að hrærast í
þessu,“ segir Siggi, en hann er í
mörgum hljómsveitum og vinnur
einnig að því að gefa út tónlist
í eigin nafni. „Ég er í hljómsveit
sem heitir Brött Brekka og við
vorum að gefa út okkur fyrstu
stóru plötu. Vínylplötu sem er til
sölu í f lestum plötubúðum. Svo er
ég í hljómsveit sem heitir VAR, við
vorum líka að gefa út á þessu ári,
við erum svona post rokk band
og erum búnir að spila út um allar
trissur. Við fórum til Bandaríkj
anna í sumar og líka í Evróputúr.“
„Þetta er svona nútíma sjó
mennska. Ég var grasekkja með
þennan í svona mánuð samtals
eftir að hann fæddist,“ skýtur
Ingibjörg inn í og bendir á son
þeirra sem situr í fanginu á henni.
„Ég er líka í hljómsveit sem
heitir Man Kind. Maður er svo
lítið í underground rokksenunni
hérna heima. Það getur verið
svolítið fyndið að fara í brúðkaup
og syngja eitthvað fallegt, rólegt
lag og bruna svo beint á Gaukinn
að spila þungarokk,“ segir Siggi
og hlær.
Enginn gat passað barnið
nema nágranni þeirra
Þau Ingibjörg og Siggi segja að
þótt það sé mjög þægilegt að
vinna mikið saman hafi það
orðið f lóknara eftir að sonurinn
fæddist.
„Það segir sig sjálft að þegar við
erum að spila svona mikið saman
þá þurfum við alltaf að redda
pössun og það getur verið ógeðs
lega erfitt. Um daginn vorum við
að fara að spila á jólahlaðborði og
allir í fjölskyldunum okkar voru á
jólatónleikum í Hörpu svo enginn
gat passað. Það endaði með því að
við töluðum við nágrannann fyrir
ofan okkur og sem betur fer var
það ekkert mál.“
Sonurinn hefur hlustað mikið
á foreldra sína æfa og þegar Ingi
björg gekk með hann var hann oft
með henni á sviði á tónleikum.
„Við erum strax farin að hugsa
um hvaða hljóðfæri væri prakt
ískast fyrir hann að læra á svo
það passi við fjölskylduna,“ segir
Ingibjörg hlæjandi og lítur á son
sinn. „Þú átt engan séns, elsku litla
barn.“
„Nei þetta er búið fyrir þig,“
segir Siggi brosandi en bætir svo
við: „Hann fær örugglega ógeð á
tónlist þegar hann verður svona
10 ára og fer að gera eitthvað allt
annað.“
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Það er svo þægilegt fyrir okkur að æfa fyrir tónleikana heima í stofu þegar sonurinn er sofnaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Framhald af forsíðu ➛ Ég var að vinna
sem leiðsögu-
maður í Hörpu og þá tók
ég oft sérhópa í skoð-
unarferð. Af því að ég er
starfandi söngkona líka
þá báðu yfirmenn mínir
mig einu sinni að halda
litla tónleika fyrir
hópinn.
Ingibjörg Fríða Helgadóttir
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R