Fréttablaðið - 30.12.2019, Qupperneq 13
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
En það hljóta
að vera
takmörk
fyrir hver
umsvif hins
opinbera eiga
að vera. Ef
ekki, gæti svo
farið að við
öll verðum
þar í vinnu
fyrr en varir.
Mér sýnist
þetta ekki
góð aðferð til
að bæta kjör
fólks, frekar
en svo margt
annað sem
bírókratar
búa til!
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Þú færð Víg Snorra á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
Samsett kaka sem skýtur upp
þyrpingu af 10 kúlum í einu
með gulllituðum hala. Kúlurnar
springa í rauðar, grænar og gular
stjörnur með brakandi leiftri.
skot
53
SEK
4
5
16
100
kg
Loðvík hét maður, franskur. Hann var sá fjórtándi með sama nafni til að að ríkja yfir Frakklandi og var uppi fyrir langa löngu. Hann lifði frá árinu 1638 til ársins 1715, og kom ýmsu í verk. Sögur segja að í hans valdatíð hafi orðið til veraldlegt einveldi
sem byggðist á guðlegri forsjón. Það er ekkert lítilræði.
Honum var greinilega ekki alls varnað.
Sennilega verður hans helst minnst fyrir að hafa
staðið fyrir byggingu hallarinnar í Versölum, utan
Parísar. Það er stórvirki og dylst engum sem þar koma
að þannig byggja bara menn sem skortir ekki fé.
Hins vegar liggur fyrir að Loðvík byggði ekki þær
byggingar allar úr eigin vasa. Nei, þær voru byggðar
með fé annarra manna, skattborgara. En það truflaði
ekki Loðvík. Honum var ekki alltaf ljóst hvar línan
lá milli hans og konungsríkisins. Honum eru enda
eignuð orðin: „Ríkið, það er ég.“
En þetta er sagnfræði frá löngu liðnum tíma. Löngu
liðnir atburðir sem við getum minnst – ef við nennum.
Eins og mál hafa æxlast er sumum verkefnum sam-
félagsins sinnt af hinu opinbera, ýmist að hluta eða
öllu leyti. Um þetta fyrirkomulag má endalaust deila.
En til þess að standa undir kostnaði við þessi verkefni
leggur hið opinbera á þegna sína gjöld í formi skatta í
ýmsum myndum.
Það er mikilvægt að þessum gjöldum sé haldið eins
lágum og kostur er svo þegnarnir sjálfir ákveði með-
ferð á sínu fé en ekki fulltrúar hins opinbera. Um þetta
hafa menn einnig getað deilt.
Á milli hátíðanna bárust fregnir af því að hið opin-
bera væri að breyta ýmsum gjöldum fyrir vöru og
þjónustu um áramótin. Þannig mun eldsneytisgjald
hækka um 2,5 prósent, bifreiðagjald um 2,5 prósent,
útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur,
áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 2,5 prósent og
þannig má áfram telja. Hið opinbera seilist dýpra ofan
í vasa þegnanna og engin merki eru um að til standi að
draga úr umsvifum þess. Öðru nær.
Eitt einkenna þess árs sem senn er liðið er umrót á
vinnumarkaði. Tíðar fréttir hafa borist af fjöldaupp-
sögnum og hagræðingu í starfsmannahaldi fyrir-
tækja, í fjölda atvinnugreina. Í nýlegri umfjöllun Hag-
stofunnar sem Fréttablaðið hefur greint frá, segir að
launþegum í landinu fækki nú í fyrsta sinn um langan
tíma og líklega muni þeim fækka áfram. Fækkun komi
fyrst og fremst fram í einkageiranum.
Á hinn bóginn fjölgi opinberum starfsmönnum. Til
dæmis hafi þeim sem starfa í fræðslugreinum og opin-
berri stjórnsýslu fjölgað um nærri 3.000 á einu ári,
eða um tæplega sjö prósent. Þá hafi fólki í heilbrigðis-
þjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða
rúmlega fjögur prósent.
Það er sannarlega ekki gert lítið út mikilvægi þess-
ara verkefna. En það hljóta að vera takmörk fyrir hver
umsvif hins opinbera eiga að vera. Ef ekki, gæti svo
farið að við öll verðum þar í vinnu fyrr en varir.
Þá verður stutt í að Loðvík rísi upp á ný, í einni eða
annarri mynd.
Seilst í vasana
Í„Lífskjarasamningnum“ svokallaða var ákveðið að desemberuppbót = lífskjarajólabónus launþega 2019 skyldi vera 92 þús. kr.
Fyrir fyrirtæki kostar þessi uppbót um 113 þús.
kr. á hvern starfsmann: 92 þús. + launatengd gjöld
(lífeyrissjóður + stéttarfélagsgjald + orlofssjóður +
sjúkrasjóður um 16,5%) og tryggingagjald 6,5% eða
samtals 23% ofan á 92 þús. kr. = rúmlega 113 þús. kr.
Af þessum 92 þús. kr. greiða starfsmenn 37% í skatt
(þeir sem eru í lægra skattþrepinu, þeir í hærra rúm
46%), 4 % í lífeyrrissjóð og 2% (f lestir) í séreignar-
sjóð = segjum að meðaltali 43% sem þýðir að þeir fá
útborgaðar rúmar 52 þús. kr. af þessum 92. þús. kr.
Síðan ráðstafa starfsmenn þessum rúmu 52 þús. kr. til
alls kyns útgjalda þar sem gera má ráð fyrir að meðal-
virðisaukaskattur sé um 20% (matur, önnur heimil-
isútgjöld, fjárfestingar, rekstur bifreiðar, jóladrykkir
o.f l.). Þá eru eftir tæplega 42 þús. kr. sem er það sem
starfsmaðurinn fær í raun til eigin ráðstöfunar.
Mismunurinn, þ.e. 113 þús. kr. sem fyrirtækin
greiða – 42 þús. kr. sem starfsmaðurinn fær, = 71 þús.
kr. fer annars vegar í lífeyrissjóði, stéttarfélög, orlofs-
og sjúkrasjóði um 21 þús. kr. og hins vegar til opin-
berra aðila = tekjuskattur, útsvar, tryggingagjald og
virðisaukaskattur um 50 þús. kr.
Niðurstaðan er sem sagt að fyrirtæki greiða 113
þús. kr. á starfsmann. Starfsmaðurinn fær af því um
42 þús. kr. eða rúm 37%. Lífeyris-, orlofs- og sjúkra-
sjóðir um 21 þús. eða tæp 19%. Opinberir aðilar um
50 þús. kr. eða rúm 44% af þeim 113 þús. kr. sem
„lífskjara-jólabónusinn“ kostar fyrirtækin á hvern
starfsmann!
Ég sé ekki betur en að fyrirtæki landsins séu
með þessum „lífskjara-jólabónus“ að senda sig sjálf
og starfsmenn sína beint í Jólaköttinn ógurlega =
opinberu gjaldahítina, þar sem hinn sjálfstæði,
framsækni, vinstramegin-græni Jólaköttur liggur á
meltunni og malar af gleði!
Mér sýnist þetta ekki góð aðferð til að bæta kjör
fólks, frekar en svo margt annað sem bírókratar búa
til! Gleðilega hátíð og góðar stundir.
Hvert fór jólabónusinn?
Páll Kr. Pálsson
framkvæmdastjóri
Bús 168% dýrara en í ESB
Góðtemplarar og áhugamenn
um ofsköttun ættu að gleðjast
þessi áramót því ríkisstjórnin
mun ganga á undan með góðu
fordæmi kostnaðarhækkana
þegar áfengis- og tóbaksgjaldið
rýkur upp um 2,5 prósent.Allt
svolítið sérstakt því Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra,
hefur sjálfur furðað sig á háu
verði bjórs á börum bæjarins.
Með þessu himinháa áfengis-
gjaldi er Ísland komið langt fram
úr þeim ríkjum sem leggja hvað
hæstu skattana á áfenga drykki
með lýðheilsu að markmiði.
Áfengisverð hér er nú að
meðaltali 168% hærra en í
ríkjum Evrópusambandsins.
Tilefni til að setja aðild að sam-
bandinu aftur á dagskrá?
Óskhyggja að handan
Miðlarnir Guðrún Kristín
Ívarsdóttir og Berglind Hilmars-
dóttir mættu á Útvarp Sögu til
að spá um komandi ár. Guðrún
sagði Guðna Th. Jóhannesson
munu tapa forsetakosningum „í
kjölfar máls“. Þjóðþekkt kona á
aldrinum 40-45 ára verði næsti
forseti. Berglind miðill var efins.
Guðni verði áfram en að kona
sem bjóði sig fram gegn honum
verði mjög nálægt í kjöri.
Þá sagðist Guðrún sjá að
Katrín Jakobsdóttir leiti á annan
starfsvettvang í vor. Hún fái litlu
ráðið innan ríkisstjórnarinnar.
Spurning hvort þurfi miðil til að
komast að því síðastnefnda.
gar@frettabladid.is
3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN