Fréttablaðið - 30.12.2019, Síða 21

Fréttablaðið - 30.12.2019, Síða 21
Þó að ég hafi verið talsvert hér fyrir norðan sem barn og unglingur, þá ólst ég upp á Seltjarnarnesi, segir Akur-eyringurinn Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður. Hann er heima hjá sér í jólafríi þegar ég heyri í honum í tilefni fimmtugsafmælis hans á gamlársdag.  Njáll Trausti hefur setið á þingi í þrjú ár og segir það áhugavert. Þar hafi hann fengið að sinna ýmsum verkefnum sem honum séu kær, eins og f lugmál. Flug- umferðarstjórn sé nefnilega ævistarfið. Kveðst hafa útskrifast úr MR vorið 1990 og byrjað að læra f lugumferðarstjórn um haustið, ætlað svo rétt að skreppa norður til dvalar í nokkur ár, en ílengst. Grunur minn um að hann hafi kynnst konu þar reynist réttur. „Já, það er nú smá saga,“ segir Njáll Trausti glaðlega. Konan mín, Guðrún Gyða, ólst upp á Akureyri og var í MA en fór suður að læra hjúkrun í Háskóla Íslands. Tók svo starfsþjálfun í hjúkrun á barnadeildinni á Akureyri í eitt ár og við kynntumst í Sjallanum ein- mitt þegar hún var á förum suður aftur. Hún  sagði f ljótlega upp þar og f lutti norður – þökk sé Sjallanum! Síðan eru liðin nokkur ár og við eigum 20 ára brúðkaupsafmæli núna á gamlársdag, á afmælisdaginn minn, þannig að þetta eru mikil tímamót. Við giftum okkur sem sagt 31. desember 1999, um mið- nætti átti svo heimurinn að hrynja því tvöþúsundvandinn átti að grýta allt niður.“ Njáll Trausti tilkynnir að þau hjón muni f lýja land áður en þessi tvöfaldi afmælisdagur renni upp. „Synirnir og tengdadæturnar ákváðu það í ágúst að við færum út um áramótin. Það verður í fyrsta skipti sem við  heimsækjum Tenerife.“ Áhugi Njáls Trausta liggur ekki bara í f luginu heldur ferðaþjónustu almennt, því tók hann viðskiptafræði við Háskól- ann á Akureyri með áherslu á ferðaþjón- ustu og hagræna þætti hennar. „Þetta var árið 2004 og það var enginn að pæla í þessu þá. Samt eru ekki nema fimmtán ár síðan,“ bendir hann á. „Hagstofan og Seðlabankinn unnu þó fyrir mig gögn vegna lokaverkefnisins því þeim fannst þetta áhugavert.“ Spurður hvort hann hafi starfað við ferðaþjónustu, fyrir utan að stjórna flugumferð fyrir norðan, svarar hann: „Ja, við bræður byggðum upp gistingu hér á Akureyri sem heit- ir Sæluhús.“ Njáll Trausti var skiptinemi í Banda- ríkjunum 1987 til 1988 og kveðst hafa verið svo heppinn að systir konunnar sem hann bjó hjá hafi verið aðstoðar- maður Joes Biden, sem síðar varð vara- forseti í tíð Obama og stefnir nú á að verða forseti Bandaríkjanna. Hann hafi því fengið grand túr um Hvíta húsið. „Ég var einmitt í heimsókn í Hvíta húsinu daginn áður en Gorbatsjov og Reagan skrifuðu undir samning um meðal- dræg kjarnavopn og eldflaugar sem var að renna út núna um daginn. Ég fékk líka tvö bréf frá Joe Biden, annað vegna þess að ég var markahæstur í fylkinu í menntaskólaboltanum og fékk ham- ingjuóskabréf frá honum. Svo var blað sem valdi mig íþróttamann fylkisins og ég fékk annað bréf frá Biden upp á það!“ Ýmislegt er tilviljanakennt í líf i Njáls Trausta að hans eigin sögn. Sem dæmi nefnir hann að í Bandaríkjunum hafi hann  búið  við hliðina á f lugher- stöð og  kynnst svolítið lífinu þar því um fjórðungur samnemenda hans hafi búið í herstöðinni. Einnig að í Faunu,  grínbók um stúdenta Menntaskólans í Reykjavík, standi að hann hafi sagt að NATO væri friðarbandalag.  „Einn daginn er ég svo allt í einu orðinn for- maður Íslandsdeildar NATO-þingsins,“ segir hann. „Það er margt skondið þegar maður horfir til baka, stundum lítur út fyrir að leiðin hafi verið vörðuð.“ gun@frettabladid.is Við giftum okkur sem sagt 31. desember 1999, um mið- nætti átti svo heimurinn að hrynja því tvöþúsundvandinn átti að grýta allt niður Ástkær móðir okkar, dóttir, systir, tengdamóðir og amma, Þóranna Haraldsdóttir lést sunnudaginn 15. desember. Útförin fer fram í Fríkirkju Reykjavíkur 3. janúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Edda Tegeder Edda Tegeder Óskarsdóttir Ragnar Berg Elvarsson Haraldur Ingi Shoshan Ingunn S.U. Kristensen Mikael Artúr Ingunnarson Shoshan Haraldur Haraldsson Sæunn Helena Guðmundsdóttir Hermann Haraldsson Brynhildur Jakobsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurþór Hjartarson rafvirki, lést á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ, föstudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13. Okkar innilegustu þakkir til starfsfólksins á Nesvöllum fyrir frábæra umönnun og hlýju. Bergljót Hulda Sigurvinsdóttir Júlíus Sigurþórsson Justyna Kłosińska Hulda Sigurþórsdóttir Guðjón Örn Emilsson og barnabörn. Þennan dag árið 1924 tilkynnti banda- ríski stjörnufræðingurinn Edwin Hubble að hann hefði uppgötvað aðrar stjörnuþokur en Vetrarbrautina sem Jörðin okkar er hluti af. Stjörnuþoka, sem er stundum kölluð vetrarbraut, er þyrping fjölmargra stjarna og annarra stjarnfræðilegra fyrirbæra sem haldast í nágrenni hvert við annað vegna sameiginlegs þyngd- arsviðs stjörnuþokunnar. Dæmigerðar stjörnuþokur geta verið frá þúsundum til hundraða þúsunda ljósára í þvermál. Í einni stjörnuþoku er talið að séu um 100-400 milljarðar stjarna, stundum miklu fleiri. Í flestum til- vikum er vegalengdin á milli stjörnu- þoka talin í milljörðum ljósára en þó eru til stjörnuþokur sem eru mun nær hver annarri og jafnvel dæmi þess að tvær rekist saman. Í dag telja menn að í alheiminum séu um 100-400 milljarðar stjörnu- þoka. Talið er að svarthol sé í miðju þeirra allra. Þ E T TA G E R Ð I S T: 3 0 . D E S E M B E R 19 24 Hubble uppgötvar stjörnuþokur 1703 Jarðskjálfti skekur Tókýóborg með þeim afleiðingum að 35 þúsund manns farast. 1809 Lög í Boston, sem banna fólki að vera grímuklætt á böllum, eru innleidd. 1880 Svo hörð og langvarandi frost eru að gengið er á ís frá Reykja- vík og upp á Kjalarnes. 1883 Fyrstu kirkjuhljómleikar á Íslandi eru haldnir í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. 1911 Sun Yat-sen er kosinn fyrsti forseti Kína. 1922 Rússland, Hvíta-Rúss- land, Úkraína og Suður-Kákasus mynda Sovétríkin. 1935 Ítalskar sprengjuvélar rústa sænskum Rauðakross- skrifstofum í Eþíópíu. 1938 V.K. Zworykin fær einkaleyfi á sjónvarpinu. 1940 Arroyo Seco Parkway, fyrsta hraðbrautin í Kaliforníu, er opnuð. 1947 Rúmenska þjóðin lýsir yfir sjálfstæði. 1970 Paul McCartney fer í mál við aðra hljómsveitarmeðlimi í Bítlunum. 1975 Golfstjarnan Tiger Woods fæðist. 1980 Patrick Gervasoni, frönskum manni sem sagður var land- flótta, er vísað af landi brott eftir miklar deilur. 2006 Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, er tekinn af lífi. Merkisatburðir Gamlársdagur heilagur „Stundum lítur út fyrir að leiðin hafi verið vörðuð,“ segir Njáll. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Njáll Trausti Friðberts- son alþingismaður verður fimmtugur á morgun og hann og frúin, Guðrún Gyða Hauksdóttir, eiga brúðkaupsafmæli. Þau fagna deginum fjarri ættjörðinni. Edwin Hubble stjörnufræðingur. 3 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.