Fréttablaðið - 30.12.2019, Blaðsíða 33
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000
Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
Láru G.
Sigurðardóttur
BAKÞANKAR
FRÍTT KAFFI
Í DESEMBER
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og Glerártorgi Akureyri
Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is
Segðu bless við myndlykilinn og hæ við Jibbí!
Nova TV er ókeypis sjónvarpsveita á netinu þar sem
þú finnur allar helstu sjónvarpsstöðvar á Íslandi auk
spennandi áskriftaleiða!
Barnaefni
á íslensku á Nova TV!
890 kr./mán.
Prófaðu
frítt í
7 daga!
Sem lítill drengur ákvað ég að hafa gaman af lífinu og hef haft það að leiðarljósi, svaraði
kunningi minn þegar ég spurði
hvernig hann færi að því að koma
svo miklu í verk af mikilli yfir-
vegun.
Er þetta svona einfalt? Getum
við hreinlega ákveðið að hafa
gaman – bara sí svona?
Svo hnaut ég um orðið gaman
( 我慢) í bók sem ég er að lesa en það
ku vera dygð sem Japanir lifa eftir.
Frá unga aldri kenna foreldrar
börnum sínum gaman, sem er að
tileinka sér hæfni til að komast
í gegnum erfiðleika með því að
vera róleg, þolinmóð og óbugandi.
Til dæmis ef barn kvartar eða er
svangt þá svarar foreldri barninu,
„gaman“. Og Japanir gera ekki
aðstæður verri með því að upp-
hefja harmleik, heldur einblína
á að gera meira af því sem lætur
þeim líða vel.
Á okkar máli má heimfæra
gaman að einhverju leyti á seiglu,
sem er oft líkt við gorm. Við getum
togað hann og pressað en þegar
álaginu sleppir fer hann f ljótt
í fyrra horf. Við getum þjálfað
okkur í að vera eins og gormur.
Ameríska sálfræðifélagið ráð-
leggur okkur m.a. að styrkja tengsl
við fólk sem er annt um okkur og
bjóða öðrum hjálp okkar. Að líta
á þjáningar sem verkefni en ekki
óyfirstíganleg vandamál. Að hlúa
að eigin þörfum: slaka á, hreyfa sig
og gera það sem þér þykir gaman.
Til mikils er að vinna. Seigla er
dýrmætt tól, því þegar okkur
skortir hana verður streita okkur
ofviða. Við hættum að hafa gaman.
Gaman getur orðið að vana. Með
því að endurtaka þætti sem auka
seiglu hleypum við gamni inn í líf
okkar. Og þegar við tökum lífinu
með ró þá skapast meira pláss til
að hafa gaman af lífinu.
Ég óska öllum landsmönnum
friðar og megi gaman fylgja ykkur
inn í nýjan áratug.
Gaman