Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2019, Blaðsíða 3

Læknablaðið - maí 2019, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1850 Prentun, bókband og pökkun á Íslandi Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 16.900,- m. vsk. Lausasala 1690,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2019/105 207 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is „Mér finnst við illa stödd á 21. öldinni að sé ekki hægt að fá ódýr sýklalyf á landinu. Við getum heldur ekki notað þær getnaðarvarnir sem hafa verið á boðstólum í 40 ár,“ sagði Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður Læknaráðs, í inngangi sínum um lyfjaskort á landinu á opnum fundi Læknaráðs. „Mér skilst á barnalæknum, inn­ kirtlasérfræðingum, jafnvel krabbameinslæknum að þetta sé meiriháttar vandamál. Ekki aðeins fyrir sjúklinginn heldur tefur líka vinnu lækna,“ sagði hún. Spurt var hvað Lyfjastofnun ætlaði að gera í lyfjaskorti á landinu. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfja­ stofnunar, benti á að búist væri við að stofnunin reddaði málunum en það væri í raun ekki hennar hlutverk. „Lyfjastofnun er ekki falið að hafa eft­ irlit með lyfjaskorti, heldur að hafa umsjón með fyrirtækjunum sem flytja inn lyf.“ Lyfjastofnun hafi þó gripið til ýmissa ráða. Hjalti Kristinsson, deildarstjóri lyfjaöryggis­ deildar Lyfjastofnunar, benti á að 40 sinnum hafi verið tilkynnt sérstaklega um lyfjaskort á vef stofnunarinnar. Sett hafi verið upp lyfjaskorts­ síða þar sem um 30 tilkynningar komi á mánuði. Unnið sé að því að tilkynningarnar verði rafræn­ ar, með lista yfir lyfin sem skorti og ráð í slíkum vanda. Farið sé að norskri og sænskri fyrirmynd. Rúna benti á að lyfjaskortur væri ekki sér­ íslenskt fyrirbæri. „Lyfjaskortur er vaxandi alls staðar,“ sagði hún. Í fyrra hafi til að mynda kom­ ið upp að allar getnaðarvarnarpillur vantaði í Hollandi. „Hollenski heilbrigðisráðherrann varð að standa í sjónvarpinu og bera ábyrgð á börnun­ um sem myndu fæðast,“ sagði hún. „Stundum er gott að vera lítil, stundum er það slæmt. Stundum getum við reddað lyfjum fyrir lítinn markað en stundum sitjum við algerlega afskipt.“ Helst sé skortur á sýklalyfjum, getnað­ arvörum og öðrum gamalreyndum lyfjum. Rúna sagði öll lönd vinna ötullega að mál­ inu en staðan sé sú að flest lyfin sem framleidd eru fyrir Evrópu eru framleidd á sama stað í Kína. Vandi þar hafi því víðtæk áhrif. Þá hafi breytingar innan lyfjaiðnaðarins áhrif, sem og að samheitalyf eru ekki nógu mörg. Þá hafi pakka­ stærð lyfja áhrif og einnig eftirspurn. Samningar við Landspítalann geti einnig valdið lyfjaskorti hér á landi. „Landspítalinn gerir samning og fær ágætis verð fyrir eitthvert lyf. Komi sú staða upp að viðkomandi aðilar geta ekki afhent er Landspítali tryggður en þarf að kaupa frá hinum sem gerðu ekki ráð fyrir að selja. Þá kemur upp lyfjaskortur,“ lýsti hún. Rúna benti á að settar séu skyldur í lyfjalög­ um á heildsala og apótek að tilkynna komi upp skortur. Sama skylda hvíli á markaðsleyfishöfum. Þeim beri að útvega ófáanleg lyf sem sé þó erfitt nái skorturinn út fyrir landsteinana. Lyfjastofnun geti veitt undanþágu frá fylgiseðlum, áletrunum og slíku í skorti. Hún sagði að heimildin hafi verið nýtt í aukn­ um mæli, en á því hafi verið vandkvæði, því þá þurfi í flestum tilvikum nýjan lyfseðil frá lækni. Gera þurfi reglugerðarbreytingar til að einfalda ferlið. „En þá skiptir máli að upplýsa lækninn,“ sagði Rúna og benti á að þar mætti fylgja fordæmi Norðmanna. Lyfjaskortur alþjóðlegur vaxandi vandi Yfir 100 tilkynningar um yfirvofandi lyfjaskort höfðu borist Lyfjastofnun í aprílbyrjun. Lyf skorti í 45 skipti. Lyfjaskortur er ekki einsdæmi á Íslandi og telur forstjóri stofnunarinnar að meðal lykilatriða til að draga úr hættunni sé að ávísa minna af lyfjum. Stofnunin hefur sent brýningu til apótekanna um málið. Gripið hefur verið til fjölmargra úrræða. Ebba Margrét Magnúsdóttir, Rúna Hauksdóttir Hvannberg, Hjalti Kristinsson og Alma Möller ræða lyfjaskort á fundi Læknaráðs. Mynd/gag ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.