Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2019, Blaðsíða 44

Læknablaðið - maí 2019, Blaðsíða 44
248 LÆKNAblaðið 2019/105 Hömlur vantar á ávísanir ávanabindandi lyfja Þótt ókostir ávanabindandi lyfja séu miklir og andlát tíð fá þau að vera óáreitt á markaði. Skortur á reglum um lyfin er helsta ástæðan. Þetta kom fram í máli Andrésar Magnússonar yfirlæknis sem hefur eftirlit með lyfjaávísunum hjá Embætti landlæknis í erindi sem hann flutti hjá Læknaráði nú á vordögum. Fram kom í máli Andrésar að hátt í 40 manns hafi fengið 10 eða fleiri ráðlagða dagsskammta ávísaða á dag af ávanabind­ andi lyfjum í fyrra. 1730 einstaklingar hafi fengið meira en þrjá dagsskammta. Hann sagði að hægt væri að áætla að þeir sem tækju reglulega þrjá eða fleiri ráðlagða dagsskammta af ávanabindandi lyfjum væru háðir þeim. Mikið álag væri á heil­ brigðiskerfið vegna notkunar þessara lyfja. „Fyrir utan tíð andlát voru fjölmargar komur á bráðamóttökuna á síðasta ári vegna lyfjaeitrunar,“ sagði Andrés. Þær hafi verið 450 vegna lyfja almennt en vegna ávanabindandi lyfja hafi margar innlagnir verið á gjörgæslu, aragrúi inn­ lagna vegna lyfjafíknar á Vog, fíknigeð­ deild Landspítala, geðdeildir og almennar deildir. Til ávanabindandi lyfja teljist sterk verkastillandi lyf, svokallaðir ópíóíðar, og benzódíazepín­geðlyf. Andrés seg­ ir einnig mikinn vanda vegna örvandi metýlfenídat­lyfja sem komist í hendur þeirra sem sprauta sig með þessum lyfj­ um. Andrés benti á að ópíóíðar og benzó­ díazepín ættu oft rétt á sér í skammtíma­ og lífslokameðferð en fjölmargar rann­ sóknir hafi sýnt að notkun þeirra vegna langvinna verkja eða kvíða eigi ekki rétt á sér og að almennt sé lagst gegn slíkri notk­ un í klínískum leiðbeiningum. „Þrátt fyrir hinar alvarlegu afleiðingar við langtímatöku þessara lyfja, og lítinn ávinning, eru litlar skorður settar við ávísanir á þau. Það er ólíkt öðrum lyfjum,“ sagði hann og tók sem dæmi tvö geðlyf; þunglyndislyfið nefazódón og geðrofslyfið clozapin. Ólíku saman að jafna „Það þurfti allt að 250.000 sjúklingaár til að framkalla eina lifrarbilun, sem þótti nóg til þess að nefazódón hvarf af mark­ aði,“ sagði hann. Samt hafi lyfið haft ákveðna kosti framyfir algengustu þung­ lyndislyfin á markaðinum. Hann benti á annað dæmi. „Clozapin er langöflugasta geðrofslyf sem til er og gerbreytir lífi geðklofasjúk­ linga. Hins vegar kom í ljós að það olli hvítkornafæð. Það var þá tekið af markaði í fjöldamörg ár,“ sagði hann. Samt sé vitað að lyfið lengir líf geðklofasjúklinga. „Meiri líkur eru á að geðklofasjúklingar sem taka clozapin deyi í umferðarslysi en af aukaverkunum við lyfinu.“ Lyfið hafi fengið markaðsleyfi aftur gegn því skil­ yrði að teknar yrðu reglulegar blóðprufur þann tíma sem sjúklingurinn tekur lyfið. „En þegar við tölum um ávanabindandi lyf snýst þetta við; þótt gagnsemin við langtímanotkunina sé lítil sem engin, og ókostirnir miklir og alvarlegri, eru sáralitl­ ar skorður settar við ávísun á þessi lyf. “ Skýrari reglur vantar Í samtali við Læknablaðið segir Andrés að hann sé ekki að leggja til að taka ávana­ bindandi lyf af markaði, en þörf sé á skýr­ ari reglum. Læknar kalli einnig eftir því til að fá stuðning við að setja mörk. „Margir þeirra vilja geta sagt að reglurnar bjóði ekki upp á að viðkomandi læknir skrifi upp á meiri ávanabindandi lyf.“ Andrés bendir á að ópíóíðar séu mik­ ilvægir við krabbameinslækningar, upp­ skurði og slys, en að fara þurfi að leiðbein­ ingum. Í flestum tilvikum eigi aðeins að nota þau í þrjá til fimm daga eftir útskrift af sjúkrahúsi eftir slys og aðgerðir. Benzó­ díazepín eigi að hámarki að nota í fjórar vikur, nema sérhæft teymi ákveði annað eða krabbameinslæknar. „Rannsóknir sýna að sáralítið gagn er að þessum lyfjum til lengri tíma, jafnvel Tekið á sjálfs- ávísunum lækna Fimm læknar ávísuðu tvöföldum ráðlögðum dagsskammti eða meira af ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Það kom fram í hluta Ólafs B. Einarssonar, verkefnastjóra lyfjamála hjá Embætti landlæknis í erindinu um ávanabindandi lyf hjá Læknaráði. Misjafnt væri til hvaða úrræða væri gripið vegna málanna. Alma Möller landlæknir sagði þau almennt vera símtöl eða bréf og í alvarlegri tilvikum væru læknar sviptir ávísanarétti og loks lækna­ leyfi. „Hvert tilvik er skoðað,“ sagði hún. Ólafur lýsti þessum 5 atvikum. „Í mörgum tilfellum var það þannig að læknar hættu störfum og höfðu átt við erfið veikindi að stríða, þannig að við erum í samskiptum við þá og reynum að fá þá til þess að fá ávísað frá öðrum læknum.“ Alls ávísaði 441 læknir lyfi á sjálfan sig í fyrra og 102 tannlæknar. Þá kom fram að 12 af 20 þeirra sem ávísuðu oftast eru starfandi læknar. Embætti landlæknis á ekki tölur um ávísanir lækna á nákomna. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.