Fréttablaðið - 04.03.2020, Page 9

Fréttablaðið - 04.03.2020, Page 9
Mannkynið þarf að takast á við vanda sem karlar hafa skapað. Suðurlandsbraut 6, Rvk. | Sími 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VA N TA R Þ I G STA R FS F Ó L K Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Kynbundið misrétti er mesta óréttlæti okkar tíma og stærsta mannréttindamál sem við glímum við. En jafnrétti kynjanna býður líka upp á lausnir á sumum af torleystustu vanda- málum samtímans. Hvarvetna eru konur verr settar en karlar, einfaldlega af því að þær eru konur. Enn syrtir í álinn ef þær eru úr minnihlutahópi, eru aldr- aðar, fatlaðar eða í hópi farand- eða flóttafólks. Undanfarna áratugi hafa orðið miklar framfarir í réttindamálum kvenna, hvort heldur sem er við afnám mismununar úr lögum eða fjölgun kvenna á skólabekk, en nú stöndum við andspænis öf lugum andróðri. Lagaleg vernd gegn nauðg- un og heimilisof beldi hefur verið útvötnuð í sumum ríkjum. Annars staðar verða konur fyrir barðinu á stefnumótun þar sem hallar á þær; allt frá niðurskurði til þvingaðra barneigna. Sótt er að kynferðis- og frjósemis- réttindum kvenna úr öllum áttum. Allt á þetta rætur að rekja til þess að jafnrétti kynjanna snýst fyrst og fremst um vald. Aldagömul mis- munun og djúpstætt feðraveldi hafa skapað breitt bil á milli kynjanna í efnahagslífinu, stjórnmálakerfinu og fyrirtækjunum. Dæmin eru hvar- vetna. Konum er meinað að sitja í önd- vegi hvort heldur sem er í ríkis- stjórnum eða fyrirtækjastjórnum eða við útdeilingu eftirsóttra verð- launa. Kvenkynsleiðtogar og opin- berar persónur sæta ofsóknum, hótunum og svívirðingum í net- heimum sem annars staðar. Launa- bil kynjanna er aðeins birtingar- form valdaójafnvægis. Tölfræði sem ákvarðanir byggja á frá borgarskipulagi til lyfjaprófa er oftast talin hlutlaus. Þegar grannt er skoðað byggir hún oft á því að karlar séu regla og konur frávik. Konur og stúlkur verða oft að sætta sig við aldagamla kven- fyrirlitningu og að afrek þeirra séu hunsuð. Hæðst er að konum og þær sagðar láta stjórnast af móðursýki eða hormónaflóði og þurfa að sæta endalausum uppspuna og bann- helgi vegna náttúrulegrar líkams- starfsemi. Þær eru oft og tíðum dæmdar út frá útliti og líða fyrir hversdagslega karlrembu og hrút- skýringar. Allt þetta hefur áhrif á okkur öll og er þrándur í götu þess að finna lausnir á mörgum helstu vanda- málum og vá sem við er að glíma. Tökum ójöfnuð sem dæmi. Konur hafa 77 aura í tekjur fyrir hverja krónu sem karlar þéna. Síðasta rannsókn Alheims efnahagsvett- vangsins (World Economic Forum) bendir til að það taki 257 ár að brúa þetta bil. Enn vinna konur og stúlk- ur í heiminum 12 milljón milljónir ógreiddra vinnustunda á heimilum á degi hverjum. Þessa sjást hvergi merki í efnahagslegum ákvörð- unum. Ef við viljum stefna að rétt- látari hnattvæðingu í þágu allra ber okkur að miða stefnumótun okkar á tölfræði sem tekur tillit til raunveru- legs framlags kvenna. Stafræn tækni er annað dæmi. Það er áhyggjuefni hve mikið ójafnvægi á milli kynjanna ríkir í háskólum, sprotafyrirtækjum og kísildölum þessa heims. Þessi tæknisetur móta samfélög og hagkerfi framtíðarinn- ar og það er ólíðandi að þar skjóti drottnun karla enn dýpri rótum. Lítum á styrjaldir sem skaða heiminn. Það er bein lína á milli ofbeldis gegn konum, kúgun borg- ara og átaka. Framkoma hvers sam- félags við þann helming sem tilheyr- ir kvenkyninu er ávísun á hvernig farið er með alla aðra þegna. Jafnvel í friðsömum samfélögum eru konur í lífshættu á sínum eigin heimilum. Það er líka kynjamunur í við- brögðum okkar við loftslagsvánni. Í markaðssetningu vara sem miða að endurnýtingu og neysluminnkun er höfðað til kvenna, en karlar eru líklegri til að treysta á óreyndar tæknilausnir. Og konur í hópi hag- fræðinga og þingmanna eru líklegri en karlar til að styðja umhverfis- væna stefnumótun. Loks er hlutur kvenna í stjórn- málum skýrt dæmi um valda- ójafnvægið. Karlar eru að meðal- tali þrisvar sinnum fleiri en konur á þjóðþingum heimsins en þar sem þær eru fjölmennar fylgir oft nýsköpun og fjárfestingar í heil- brigðis- og menntamálum. Það er engin tilviljun að það eru ríkis- stjórnir undir forystu kvenna sem endurmeta árangur í efnahagsmál- um með því að taka tillit til velferðar og sjálfbærni. Þetta eru ástæður þess að eitt af forgangsmálum mínum hjá Samein- uðu þjóðunum hefur verið að auka hlut kvenna í forystunni. Við höfum náð kynjajafnvægi í æðstu stjórn, tveimur árum á undan áætlun og höfum samið vegvísi til að ná jafn- stöðu á öllum sviðum á næstu árum. Við lifum á viðsjárverðum tímum. Jafnrétti kynjanna er þýðingarmik- ill hluti af lausn mála. Mannkynið þarf að takast á við vanda sem karlar hafa skapað. Jafnrétti kynjanna er leið til að endurskilgreina og umbreyta valdi í allra þágu. Tuttugasta og fyrsta öldin verður að vera öld jafnréttis kvenna í friðar- viðræðum og viðskiptasamningum, í stjórnarherbergjum og kennslu- stofum, á vettvangi 20 helstu iðn- ríkja heims og hjá Sameinuðu þjóð- unum. Tími er kominn til að hætt sé að reyna að breyta konum og breyta þess í stað kerfum sem hindra þær í að njóta að fullu hæfileika sinna. Valdaójafnvægi á milli kynjanna António Guterres aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Hornsófi Chicago 2 horn 3, hægt að panta sem tungusófa, U sófa eða bara eins og hentar. Í heimi tækni og fjarskipta ríkir ekki kyrrstaða. Nýsköpunin er hröð og tækniframfarirnar mikl- ar. Samfélög sem eru ekki á tánum dragast aftur úr. Hér á Íslandi búum við vel og tæknilegir innviðir okkar eru með því besta sem þekkist. En kerfin sem við höldum úti, í stóra landinu okkar við heimskauts- baug, eru ekki án veikleika. Raf- magnsleysið fyrir jól og í kjölfarið afleitt sambandsleysi dögum saman sýndi það glöggt. Þess utan stöndum við á þröskuldi umfangsmikilla uppfærslna á tækni innviðum. Nýt- ing bæði ljósleiðara og farsímakerfa mun breytast, aukast og breikka, fólki til hagsbóta. Til að mynda munu framfarir í heilbrigðislausnum, menntatækni og öryggisþjónustu fyrirsjáanlega auka lífsgæði fólks um allt land. Slík þróun verður markviss og fumlaus einungis ef stjórnvöld taka höndum saman með einkafyrirtækjum. Þannig má einfalda uppbyggingu nýrra fjarskiptakerfa og tryggja sanngjarna dreifingu um landið. Umfang þessa verkefnis til næsta áratugar er slíkt, að ekkert eitt fyrir- tæki mun ráða við það. Óleyst í áratug Grundvöllur komandi framfara er að sem víðast um land verði aðgengi að ljósleiðara, grunnnetinu fyrir háhraða gagnaflutninginn sem int- ernet hlutanna og nýjar kynslóðir farsímaneta hvíla á. Á höfuðborgar- svæðinu hefur náðst sá góði árangur að nánast öll heimili og fyrirtæki eru tengd ljósleiðara. Standa víða til boða tvær ljósleiðaratengingar, önnur frá Gagnaveitu Reykjavíkur og hin frá Mílu. Staðan er allt önnur á þéttbýlis- svæðum úti á landi. Í fjölmörgum bæjum og þorpum er enn ekki í sjónmáli að ljósleiðari verði lagður heim í hús. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu um stefnu í fjarskiptum 2019-2033, þar sem segir m.a.: „Endamarkið í þráð- bundnum netaðgangi á landsvísu verður að öllum líkindum ljósleið- arasamband. Þar er þó óleyst ljós- leiðaravæðing þéttbýlisstaða utan suðvesturhornsins, Eyjafjarðar- svæðisins og fáeinna annarra þétt- býlisstaða.“ Nánast samhljóða texta var að finna í þeirri stefnu sem var sam- þykkt árið 2014, þannig að þetta vandamál hefur lengi legið óleyst. Störf án staðsetningar Við hjá Símanum höfum um langt skeið ítrekað bent á í umsögnum til Alþingis, aðsendum greinum í fjölmiðlum og víðar, að ríkið þarf að beita sér fyrir hagkvæmari nýtingu fjármagns markaðsaðila og opinberra aðila við uppbygg- ingu fjarskiptainnviða, ekki síst með hagsmuni landsbyggðarinnar að sjónarmiði. Sú áhersla á einn- ig við um öryggi og uppitíma fjar- skipta, en þar hefur reynt verulega á undanfarið. Tilkoma nýrrar tækni, svo sem fimmtu kynslóðar farsíma (5G), getur dýpkað enn frekar þá gjá sem hefur myndast milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar vegna mismunar á aðgengi að ljós- leiðara. Sveitarfélögin eru mjög með- vituð um þessa hættu. Þannig hafa Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til dæmis nýlega kallað eftir því að stjórnvöld taki á þessari stöðu „til að bæta búsetuskilyrði í þéttbýli á landsbyggðinni og auka möguleika á atvinnuuppbyggingu og störfum án staðsetningar í sam- ræmi við byggðaáætlun“. Höggvum á hnútinn Stjórnvöld hafa tekið vel í nýlega viðleitni þriggja einkarekinna þjónustuaðila í fjarskiptum, Sýnar, Nova og Símans, til að skoða í sameining u ý mis innviðamál fjarskipta og mögulegt framtíðar- samstarf á því sviði, neytendum til hagsbóta. Slíkt samtal er rétt að hefjast og alls óvíst hver niður- staðan verður. Nauðsynlegt er að hafa í huga að þótt vel muni ganga í að sameina grunnkrafta, eiga þessi þrjú fyrir- tæki enga möguleika á að vinda ofan af öllum muninum á suð- vesturhorninu og öðrum hlutum landsins. Hið opinbera hefur sjálft fjárfest fyrir tugi milljarða í fjarskiptum, sérstaklega á suðvesturhorninu, og heldur því á stærstu spilunum. Stærsta einstaka skref ið sem Alþingi og ríkisstjórn gætu stigið væri að ný Evrópulöggjöf um fjar- skipti, sem leiða á í íslensk lög á næstu mánuðum, væri nýtt til fulls í þágu landsbyggðarinnar og fram- tíðar uppbyggingar. Grunn innviðir í opinberri eigu verði þannig opn- aðir til samnýtingar og beinnar óvirkrar leigu, þannig að ekki þurfi að tvífjárfesta meira hér syðra heldur beina kröftum þangað sem þeirra er þörf. Ein ljósleiðaraheim- taug inn í hvert hús dugar til allra háhraðaf lutninga um fyrirsjáan- lega framtíð. Samkeppnin um hylli neytenda liggur í þjónustuframboðinu og nýsköpun í tæknihlutanum en ekki í greftri strengja, sem liggja dauðir í rörum þar til kveikt er á þeim. Brúum gjána Orri Hauksson forstjóri Símans S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 4 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.