Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 14
Hulda flutti til Íslands í ágúst í fyrra eftir að hafa búið í Frakklandi, Spáni og Kaup- mannahöfn. Hún fór í BA-nám í Frakklandi og tók svo tvær mast- ersgráður í faginu, eina á Spáni og aðra í Kaupmannahöfn. „Ég vissi alltaf að ég vildi vera í skapandi starfi, en ég var ekkert endilega viss um að ég myndi enda sem arkitekt. Ég var mikið að skoða fatahönnun og graf- íska hönnun og alls konar. En ég leiddist út í arkitektúr til að byrja með því mér fannst það praktískt. En svo þegar ég byrjaði í náminu þá kolféll ég fyrir því. Það heillaði mig hvað arkitektúr getur haft mikil áhrif á líf fólks og hvað hann er mikið í kringum okkur og í öllu sem við gerum á heimili okkar, á vinnustaðnum og í umhverfinu,“ útskýrir Hulda. „Ég útskrifaðist úr náminu í Kaupmannahöfn árið 2015 en flutti bara heim til Íslands síðasta haust og ákvað þá að láta á það reyna að vera sjálfstætt starfandi. Þegar ég vann í Kaupmannahöfn vann ég í alls kyns stórum verk- efnum, skólum, íþróttahúsum og fjölbýlishúsum, en ég vann meðal Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Hulda teiknaði nýlega þetta einbýlishús í Úlfarsársdal en það er enn í byggingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Þetta ein- býlishús í Mos- fellsbæ fellur vel að nátt- úrunni. Horngluggi í húsinu í Mos- fellsbænum rammar vel inn náttúruna fyrir utan. Hér sést hvernig birtan frá gluggunum í Úlfarsárdalnum lýsir fallega upp borðstofuna. Lágur gluggi gefur fallega birtu inn í eldhúsið. annars um tíma hjá BIG arki- tektum í Kaupmannahöfn. En eftir að ég fór að vinna sjálfstætt hef ég aðallega verið að teikna einbýlis- hús,“ útskýrir Hulda. Hún var nýlega í viðtali við franska innanhússstílistann Caroline Cheron, en hún er með hlaðvarp um innanhússhönnun á síðunni Bonjour.is. Þar sagði Hulda að hún hefði fengið símtal frá vinum á Íslandi sem spurðu hana hvort hún vildi hanna húsið þeirra. Þetta var á meðan hún bjó í Kaupmannahöfn og var í fæðingar- orlofi. Hulda segir að það verkefni hafi verið eins konar stökkpallur fyrir hana í að fara að vinna sjálf- stætt. Hún hafi lært helling á því og fengið aukið sjálfstraust í faginu. Vill ekki troða sínum stíl að „Mér finnst þetta mjög skemmti- legt starf. Þetta er draumastarfið mitt en það er mjög krefjandi. Ég gæti trúað að það sé á margan hátt vanmetið. Það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir vinnunni sem liggur bak við hverja teikningu. Maður verður að hafa ástríðu fyrir þessu og finnast þetta skemmtilegt ef maður ætlar að vinna við þetta,“ segir hún. Hulda segir að sér finnist skemmtilegast að teikna heimili og skóla. „Ég teiknaði tvo skóla þegar ég vann í Kaupmannahöfn. Ég á börn sjálf svo ég fann tengingu þar. Ég held mér finnist skemmtilegast að teikna eitthvað sem ég tengi við sjálf. Það sem tengist börnum og daglegu lífi, eins og skólar og heimili fólks gera. Staði þar sem maður getur ímyndað sér að fólk sé að fara að vera í sínu daglega lífi.“ Hulda segir mikilvægt þegar teiknað er fyrir fólk að hlusta á hugmyndir þess. „Það eru þau sem koma til með að búa í húsinu en ekki ég. En ég kem samt alltaf með ólíkar tillögur líka svo fólk sjái f leiri möguleika. Þegar hús eru teiknuð er mikilvægt að hugsa um birtuna. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hvar sólin kemur upp og hvar hún mun lýsa og skína innanhúss. Það er gott að reyna að sjá það fyrir sér og passa líka að gluggarnir séu í þeirri hæð að þeir rammi inn náttúruna og lands- lagið.“ Hulda hannaði nýlega hús í Úlfarsárdal sem er enn í byggingu en hún segir að það hafi verið gott samstarf milli hennar og eigand- ans. „Það er sambland af hans hugmyndum og hugmyndum frá mér sem hann hefur samþykkt. Kúnninn kemur alltaf með loka- svarið. Ég er ekki að reyna að troða mínum stíl upp á neinn svo húsin sem ég hanna eru oft ólík. Ég aðlaga húsin að landinu í kring með tilliti til stíl kúnnans. Mér finnst það mjög mikilvægt.“ Hulda er með vefsíðuna hulda- jons.com fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða verkin hennar. Maður verður að hafa ástríðu fyrir þessu og finnast þetta skemmtilegt ef maður ætlar að vinna við þetta. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . M A R S 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.