Fréttablaðið - 04.03.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 04.03.2020, Síða 24
heim. Samtök ferðaþjónustunnar hafa greint frá því að íslensk fyrir­ tæki hafi fengið fjölda fyrirspurna frá erlendum ferðamönnum sem eiga bókaðar ferðir til landsins. Þeir spyrji um afbókunarskilmála vegna veirufaraldursins. „Ástandið minnir óneitanlega á hvernig þetta var eftir hryðjuverka­ árásirnar kenndar við 11. septem­ ber þegar við stóðum frammi fyrir algjörri óvissu um hver áhrifin yrðu og hversu lengi þau myndu vara. Mun þetta styrkja eða veikja Ísland sem áfangastað og hversu langan tíma tekur að vinna traustið upp aftur?“ spyr Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar TLH, sem fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu. Arctic Adventures, sem er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, selur og sér um fram­ kvæmd ferða og af þreyingar um allt land, svo sem köfun, snjósleða­ ferðir, f lúðasiglingar, hvalaskoðun, ferðir í ísgöng og hellaferðir. Velta fyrirtækisins er um sjö milljarðar. Arctic Adventures sagði upp níu starfsmönnum, bæði á Íslandi og Vilníus, í lok febrúar og endurskoð­ aði framboð ferða næstu mánuði til að bregðast við væntum samdrætti í fjölda ferðamanna vegna kóróna­ veirunnar. „Bók unarst aðan hjá ok k u r er nokkuð góð en auðvitað veit maður ekki hvernig þetta spilast út með veiruna. Við áttum von á erfiðu ári og höfðum sett okkur í stellingar fyrir það, til dæmis með því að lækka rekstrarkostnað og safna lausafé. Síðasta ár var erfitt hjá mörgum fyrirtækjum og það er deginum ljósara að staðan hefur ekki batnað og mun ekki batna á þessu ári,“ segir Styrmir Þór. „Nýtingarhlutfall fastafjármuna, sem er einn helsti rekstrarmæli­ kvarðinn í ferðaþjónustu, liggur á bilinu 75­85 prósent hjá okkur en hjá flestum sem maður ræðir við er hlutfallið ekki nema 25 prósent. Það er alveg ljóst að ef f lugfélag væri að keyra á 25 prósenta nýtingarhlut­ falli væri það ekki lengi í rekstri. Dæmið gengur ekki upp til lengdar,“ bendir Styrmir á. Ingibjörg hjá Hótel Sögu segir að hótelið hafi ekki verið með margar bókanir frá Asíu þegar veiran fór að breiðast út og af bókanir hafi því verið fáar hingað til. Aftur á móti sé erfitt að átta sig á því hvernig staðan muni þróast. Þá nefnir hún að aukið framboð af hótelherbergjum og minni eftirspurn hafi valdið því að tekjur á hvert herbergi hafi lækkað um tæplega fjórðung á milli ára í janúar og febrúar. „Það er ógnvænlegt að sjá svona mikla lækkun,“ segir Ingibjörg og bætir við að hart sé í ári hjá mörgum hótelum og ferðaþjónustufyrir­ tækjum. „Það hjálpar svo ekki til að bank­ arnir halda að sér höndum. Þetta er sá tími þegar fyrirtæki í ferða­ þjónustu hafa þurft að fá smá fyrir­ greiðslu inn í sumarið og sérstak­ lega núna eftir erfitt rekstrarár. Síðan kemur kórónaveiran. Þetta er skrýtið ástand og óvíst hvernig fer,“ segir Ingibjörg. Ástandið minnir óneitanlega á hvernig þetta var eftir hryðjuverkaárásirnar kenndar við 11. september þegar við stóðum frammi fyrir algjörri óvissu. Hrönn Greipsdóttir, framkvæmda- stjóri Eldeyjar Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Ferðaþjónusta á Íslandi hefur orðið fyrir miklum höggum á síðasta eina og hálfa árinu. Kóróna­faraldurinn skekur nú heimshagkerfið og er byrjaður að hafa veruleg áhrif á ferðabókanir. Stoðir íslenskrar ferðaþjónustu voru orðnar veikar fyrir með fækkun ferðamanna og hækkun launakostnaðar. Stjórn­ endur í atvinnugreininni furða sig á því að stjórnvöld hafi ekki brugðist við stöðunni með afgerandi hætti enda eru miklir hagsmunir undir. „Það hefur verið doði hjá stjórn­ völdum gagnvart ferðaþjónustu þrátt fyrir að hún sé langstærsta atvinnugrein landsins, skapi lang­ mest af gjaldeyristekjum þjóðar­ innar og veiti gríðarlegum fjölda fólks vinnu. Ferðaþjónustan er sam­ félagslega mikilvæg atvinnugrein en það heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórnvöldum þegar kreppir að,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. „Það var að mínu mati hálfgert andvaraleysi þegar WOW fór, lík­ lega vegna þess að áhrifanna fór ekki að gæta strax. Það hefði þurft að grípa til einhverra aðgerða þá, en það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, fram­ kvæmdastjóri Hótel Sögu. „Núna er bókunartímabilið fyrir sumarið í fullum gangi og við fylgjumst með fréttum af veirunni vegna þess að hún getur haft miklar afleiðingar. Síðasta sumar var rólegt og við í ferðaþjónustunni megum alls ekki við slöku sumri í ár,“ bætir hún við. B j ö r n R a g n a r s s on , f r a m ­ kvæmdastjóri Kynnisferða, segir að staðan í ferðaþjónustunni hafi verið þung í töluverðan tíma. Ferðaþjónustan hafi kallað eftir aðkomu stjórnvalda eftir fall WOW air sem miðar að því að styðja við greinina og hvetja ferðamenn til að koma til landsins. „Einn þáttur í því er framboð flugsæta og hvernig við getum hvatt flugfélög til að auka framboðið. Það væri mögulega hægt með því að veita afslætti af lendingargjöldum í gegnum Isavia. Annar þáttur er öflugt markaðsstarf. Maður skilur ekki hvers vegna stjórnvöld voru ekki f ljótari að bregðast við. Ef við­ brögðin hefðu verið þau að setja strax meiri pening í markaðsstarf og búa til hvata fyrir f lugfélög til að koma til landsins hefðum við örugglega ekki séð jafn mikinn samdrátt,“ segir Björn sem bendir á að ferðamenn skili gríðarlegum fjármunum í ríkissjóð í gegnum virðisaukaskatt, áfengisgjöld og önnur opinber gjöld. „Það má velta því fyrir sér hversu miklum tekjum ríkið hefur tapað frá falli WOW air. Í okkar tilfelli dróst veltan saman um meira en 600 milljónir króna á milli áranna 2018 og 2019. Þetta þýðir töpuð störf og tapaðar skatttekjur,“ segir Björn. Styrmir hjá Arctic Adventures nefnir að ferðaþjónustan sé til­ tölulega óþroskuð atvinnugrein og kannski hafi hún þess vegna ekki náð að stimpla sig inn í stjórnkerfið með sama hætti og sjávarútvegur eða áliðnaður. „Það er mikilvægt að stjórnvöld kynni sér greinina og átti sig á því hversu miklir hags­ munir eru undir.“ Staðan mun ekki batna milli ára Kórónafaraldurinn bætist við erfið­ leikana sem ferðaþjónustan hefur glímt við í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningar Boeing MAX­ vélanna. Yfir þrjú þúsund manns hafa látist af völdum COVID­19 farald­ ursins, sem kórónaveiran veldur, á heimsvísu. Faraldurinn var í fyrstu bundinn við Kína en þegar ljóst var í síðustu viku að hann hefði borist til Evrópu greip um sig ótti á mörk­ uðum. Áhrifin eru nú þegar farin að segja til sín í bókunum á f lug­ ferðum og af þreyingu um allan Heyrist hvorki hósti né stuna nú þegar kreppir að Afbókanir og samdráttur vegna kórónaveirunnar vofa yfir ferðaþjónustunni. Mikil óvissa um hver áhrifin verða á fjölda ferðamanna í sumar. Ferðaþjónustan var í þröngri stöðu fyrir. Mörg fyrirtæki með slæma lausafjárstöðu tapa fyrirframgreiðslum. Stjórnendur furða sig á aðgerðaleysi stjórnvalda. Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, segir að nýtingarhlutfall fastafjármuna sé ekki nema um 25 prósent hjá mörgum félögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 . M A R S 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.