Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.03.2020, Blaðsíða 25
Stærsta hindrunin er sú að margir fyrirtækjaeigendur eru að láta egóin sín þvælast fyrir sameiningum svo að hægt sé að búa til rekstrarhæf og burðug fyrirtæki í ferða- þjónustu. Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures Tapa fyrirframgreiðslum Hrönn segir að árið 2019 hafi verið hagræðingarár hjá mörgum fyrir­ tækjum en hún tekur fram að hag­ ræðing kosti sitt. „Mörg fyrirtæki sem hafa ráðist í hagræðingar eru því í þröngri lausa­ fjárstöðu og það getur skilið á milli feigs og ófeigs í ár, það er að segja, hverjir hafa aðgang að fjármagni til þess að geta f leytt sér í gegnum erfiða tíma. Hins vegar standa þau fyrirtæki betur að vígi og fókusinn er skýrari sem vissulega hjálpar,“ segir Hrönn. Þá segir hún að ferðaþjónustu­ fyrirtæki séu dæmigerð rekstrar­ félög sem eigi erfitt með að fjár­ magna sig hjá lánastofnunum þar sem eignir til veðsetningar séu oft litlar sem engar. „Þegar betur áraði f leyttu mörg fyrirtæki sér áfram á fyrirfram­ greiðslum. Fyrir framgreiðslur gerðu ferðaþjónustunni kleift að vera heilsársatvinnugrein. Þær eru ódýr fjármögnun sem hægt er að nota í þeim mánuðum þegar sjóð­ streymið náði ekki að mæta gjöld­ um,“ segir Hrönn og bætir við að nú þegar óvissan vegna kórónaveir­ unnar er mikil séu ferðamenn ekki endilega tilbúnir að fullgreiða ferðir með löngum fyrirvara á meðan þeir vita ekki hvernig heimsmálin þróast. „Bæði tapast fyrirframgreiðslur vegna minni eftirspurnar en áður og ekki síður vegna þess að fólk er ekki eins viljugt að borga fyrir þjónustu sem það er ekki visst um að geta nýtt sér. Með fækkun ferða­ manna er einfaldlega ekki eins brýnt og áður að tryggja sér gistingu eða pláss í af þreyingu. Nú er bara vonandi að fjármögnunaraðilar hafi skilning á þessu ástandi, sem ég trúi að sé tímabundið, rétt eins og við höfum komist í gegnum aðrar dýfur í gegnum tíðina. Ástandið í dag undirstrikar enn og aftur hvað ferðaþjónustan er útsett fyrir ytri aðstæðum ekki síður en sjávarút­ vegurinn ef því er að skipta. Við erum að upplifa ákveðinn af la­ brest í dag en ferðamenn eru ekki eins og síldin. Þeir koma aftur,“ segir Hrönn. Fáir samrunar gengið í gegn Í apríl 2018 fækkaði ferðamönnum milli ára í fyrsta skiptið í átta ár og um það leyti fór að bera á orðræðu um að atvinnugreinin þyrfti á sam­ þjöppun að halda. Fyrirtæki þyrftu að sameinast til að ná stærðarhag­ kvæmni. Styrmir Þór segir að lítið hafi gerst í þeim efnum nema hjá Arctic Adventures sem festi til að mynda kaup á hlutum framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa, í fimm ferða­ þjónustufyrirtækjum í lok síðasta árs. „Það hefur lítið sem ekkert gerst í sameiningum ferðaþjónustu­ fyrirtækja nema hjá okkur. Frá því í haust hefur legið fyrir að ferða­ þjónustan þurfi að hagræða í ljósi Lífskjarasamningsins og mikilla launahækkana sem honum fylgja. Það er fyrst og fremst gert með því að stækka einingarnar,“ segir Stymir. „Stærsta hindrunin,“ bætir hann við, „er sú að margir fyrirtækjaeig­ endur eru að láta egóin sín þvælast fyrir sameiningum svo að hægt sé að búa til rekstrarhæf og burðug fyrirtæki í ferðaþjónustu. Rekstr­ arumhverfi fyrirtækja er að taka sífelldum breytingum og þeir sem ekki bregðast við breyttum aðstæð­ um og þróast munu verða undir.“ Rútufyrirtækin Gray Line og Reykjavík Sightseeing tilkynntu Samkeppniseftirlitinu um fyrirhug­ aða sameiningu fyrirtækjanna um mitt síðasta ár. Rétt fyrir jól, ríf lega hálfu ári síðar, fékkst samþykki frá Samkeppniseftirlitinu. Samruninn hefur enn ekki gengið í gegn. Eftirlitið er steinn í götu Hrönn segir að innan ferðaþjón­ ustunnar sé mikið um viðræður og þreifingar um samruna en Sam­ keppniseftirlitið geti hins vegar verið þrándur í götu slíkra áforma. „Í þessu sambandi er sérkenni­ legt hvernig Samkeppniseftirlitið hefur litið á ferðaþjónustu. Í mínum huga er ferðaþjónustan fyrst og fremst útf lutningsgrein í alþjóð­ legri samkeppni en þegar kemur að því að sameina fyrirtæki hefur Samkeppniseftirlitið verið býsna strangt í skilgreiningum sínum á markaðinum og jafnvel skilgreint samkeppni innan landsfjórðunga,“ segir Hrönn og bætir við að samrun­ um í greininni hafi fylgt íþyngjandi skilyrði sem fæli aðra fyrirtækjaeig­ endur frá því að ríða á vaðið. „Tíminn sem eftirlitið tekur sér í skoðun sína nær líka engri átt. Fyrirtækjunum blæðir á meðan þau bíða vegna þess að í samruna­ ferli stöðvast margt í rekstrinum. Margir leggja ekki í samruna vegna þess að þeir búast fyrirfram við löngu ferli, og að niðurstaða Sam­ keppniseftirlitsins verði neikvæð og dragi jafnvel úr ætluðum sam­ legðaráhrifum,“ segir Hrönn. Þá spyr hún hvaða sjónarmið liggi á bak við íþyngjandi skilyrði eftir­ litsins og langt samrunaferli. „Er markmiðið að ferðamaðurinn John Smith greiði sem lægst verð fyrir af þreyingu á Íslandi? Sam­ keppniseftirlitið þarf að taka mið af því að Ísland er í samkeppni við önnur lönd svo að hér sé hægt að byggja upp stöndug fyrirtæki. Á sama tíma maka erlend bókunar­ fyrirtæki hér krókinn og stór hluti framlegðar ferðaþjónustunnar kemur aldrei til landsins. Það er sorglegt að vita til þess að fyrirtæk­ in eru að greiða erlendum bókunar­ þjónustum allt upp í 25­30 prósenta þóknanir,“ segir Hrönn. Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framlög til Íslandsstofu Stjórnvöld undirrituðu í síðustu viku nýjan þjónustusamning um starfsemi Íslandsstofu. Grunnurinn í fjármögnun Íslandsstofu er markaðsgjald sem fyrirtækin í landinu greiða auk framlags atvinnu- og nýsköpunarráðu- neytis sem samkvæmt samningnum verður 1.575 milljónir króna á árunum 2020-2024, eða 300 til 375 milljónir króna á ári. „Íslandsstofa er nú betur í stakk búin en nokkru sinni áður til að leiða markvissa sókn á erlenda markaði,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við tilefnið. „Samningurinn felur í sér að unnið verður að því að efla samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum, sem og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins, sem styrkir stoðir efnahagslífsins. Því er mikilvægt að hann skuli vera í höfn,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra. Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýndu samninginn og sögðu mikil vonbrigði að framlög ríkisins til markaðssetningar fyrir íslenska ferðaþjónustu skuli lækka á næstu árum. Bentu samtökin á að til samanburðar jafngildi heildarframlögin til fimm ára aðeins eins og hálfs árs fjármagni sem samkeppnis- löndin Noregur og Finnland verja hvort um sig til sams konar markaðssetningar miðað við hverjar 2 milljónir ferðamanna. „Nú þegar íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir sífellt erfiðara rekstrarumhverfi, minnkandi eftirspurn og ýmsum neikvæðum ytri áhrifum er bráðnauðsynlegt að ríkið auki við fjárfestingu sína í markaðssetningu á verðmætum mörkuðum ferðaþjónustunnar. Slík fjárfesting er ein besta leiðin til að örva atvinnulíf og hagkerfi í niðursveiflu og myndi skila óumdeilanlegum árangri í formi gjald- eyristekna fyrir þjóðarbúið, skatttekna fyrir ríki og sveitarfélög, sterkari rekstri fyrirtækja og minna atvinnuleysi og þar með styðja við betri almenn lífsgæði fólks í landinu,“ sögðu samtökin á Facebook-síðu sinni en þau skora á stjórnvöld að bæta myndarlega við fjár- magn til markaðssetningar fyrir ferðaþjón- ustu í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Við erum þekkt fyrir að það að bregðast of oft við eftir á og það vantar meiri snerpu í stjórnkerfið,“ segir Hrönn hjá Eldey. „Núna skiptir höfuðmáli að koma markaðssetning- unni í gang og stuðla að auknu flugframboði. Þetta helst í hendur og þarf að vera samstillt átak. Framboð af flugi til landsins og sterkir áfangastaðir skipta öllu máli og eru mikilvæg- asti grunnur íslenskrar ferðaþjónustu.“ Hrönn bendir á að fækkun ferðamanna á síðasta ári hafi falið í sér tvöfalt högg vegna þess að Bandaríkjamönnum hafi fækkað mest. „Þetta eru okkar verðmætustu kúnnar. Þeir kaupa afþreyingu, stoppa lengi og auglýsa okkur vel. Ég held að átak í því að ná Banda- ríkjamönnum aftur til landsins myndi skila sér margfalt.“ Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, segir að nýtingarhlutfall fastafjármuna sé ekki nema um 25 prósent hjá mörgum félögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MARKAÐURINN 11M I Ð V I K U D A G U R 4 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.