Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 5
við Smára og Ingibjörgu Styrgerði og
bauð þeim liðsinni sitt. Einar tók jarð-
vegssýni og ákvað áburðargjöf. Síðan
hefur hann séð um girðingar í kringum
reitinn og á hverju vori hefur hann sent
tæki til að herfa jarðveginn. Þau Smári
og Ingibjörg Styrgerður hafa lagt áherslu
á að sá í byrjun maí og hafa tekið upp
eða rykkt hörinn um miðjan september.
Það hefur verið tveggja daga verk fyrir
fjórar manneskjur.
Á hverju sumri hafa þau sáð 2-4
tegundum af fræi sem bæði var frá
Svíþjóð og Finnlandi. I þrjú sumur hafa
þau að hluta til sáð fræi sem náð hefur
Hugað að hörnum. Raufarfell í baksýn (Ijósm. Ingibjörg og Smári).
tilraun á Bessastöðum á árunum 1945-
1947 og dr. Sturla Friðriksson erfða-
fræðingur gerði tilraunir með hörrækt á
árunum 1952-1955. Sjálf byrjaði Áslaug
Sverrisdóttir ræktunartilraunir með hör
á árunum eftir 1978. Frásagnir af öllum
þessum tilraunum eru jákvæðar og sýna
að árangursrík hörrækt er vel möguleg á
Islandi ef rétt er að staðið.
En hér verður aðeins fjallað um
hörrækt hjónanna Smára Ólasonar og
Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur sem
í nær 10 samfelld ár hafa ræktað hör og
unnið lín úr honum. Þau hafa nú aflað
sér mikilsverðrar vitneskju um ræktun,
verkunaraðferðir og annars sem tengist
þessu merkilega starfi. Hugur og hönd
sendi tíðindamann blaðsins á fund þeirra
og bað þau að greina lesendum frá reynslu
sinni á þessu sviði.
Hjónin Smári Ólason tónlistarkennari
og fræðimaður og Ingibjörg Styrgerður
Haraldsdóttir veflistakona dvöldu árið
1992 um nokkurra mánaða skeið í
Lundi í Svíþjóð. Þar komust þau í kynni
við fólk sem stundar hörrækt. Hjá þessu
fólki lærðu þau allt sem það kunni í
tengslum við hörrækt og línverkun.
Þegar þau komu heim til Islands næsta
haust hófust þau strax handa við undir-
búning á hörrækt á Helgubökkum undir
Austur- Eyjafjöllum. Þar byrjuðu þau á
að torfrista um 200 fermetra reit og
undirbjuggu hann íyrir hörræktina. Um
veturinn hafði Einar Þorsteinsson, bóndi
og ræktunarráðunautur í Sólheimahjá-
leigu í Vestur-Skaftafellssýslu, samband
að þroskast af þeirra eigin plöntum. Og
á síðastliðnu sumri sáðu þau annarri
kynslóð af eigin fræi.
Fyrir uppskeru af 200 fermetra reit
þarf um 30 fermetra rými til að geyma
og verka hörinn. Fyrstu árin sem þau
voru með hörræktina voru þau á hrak-
hólum með uppskeruna en nú hefur
ræst úr húsnæðishrakinu, a.m.k. til
bráðabirgða.
Til að feygja hörinn í vatni þarf mjög
sérstaka aðstöðu. Fyrstu tvær tilrauna-
feygingarnar fóru fram á Þorvaldseyri
hjá Ólafi Eggertssyni en seinna fengu
þau mjög góða aðstöðu hjá Hitaveitu
Reykjavíkur í Mosfellsbæ.
Fyrstu fjögur árin, þ.e. frá 1993-96,
notuðu þau sama jarðarskikann tii hör-
ræktunarinnar og fengu alltaf góða upp-
skeru nema síðasta árið, þá var búið að
ofnota jarðveginn. Það ár fengu þau
mjög gott fræ- en lélegustu uppskeruna.
Þá færðu þau hörræktina í annan reit og
svo síðastliðið sumar í þriðja reitinn.
Þau Smári og Ingibjörg Styrgerður
hafa frá upphafi lagt sig fram um að
kynna sér sem best hörrækt og lín-
vinnslu. Vorið 1992 fóru þau til Póllands
og heimsóttu Institution of National
Fibres í Potsdam. I íjölda ára hafa þar
farið fram tilraunir með ræktun og
vinnslu á líni, m.a. með blöndun þess
við önnur vefjarefni.
Árið 1995 heimsóttu þau minjasafn
um hörrækt og línvinnslu í Kortrijk í
Belgíu. Ári síðar heimsóttu þau hörbónda
og spuna- og vefnaðarverksmiðjuna Váxbo
Lin í Mið-Svíþjóð. I þeirri sömu ferð
heimsóttu þau einnig bóndann Hans
Hörinn að Ijúka blómgun. Blómin eru hvít eða blá, þaðfer eftir tegundum.
HUGUROGHÖND 5