Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 7

Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 7
Feygingu lokið. Flörinn íþurrkun (Ijósm. Ingibjörg og Smári). Norrholm í Yttermark á Finnlandi, en hann er með stærstu hörrækt á Norður- löndum. Einnig skoðuðu þau vefnaðar- verksmiðjuna Jokipiin Pellava OY. Smári og Ingibjörg Styrgerður segja að mikil vinna liggi á bak við ræktun og vinnslu á líninu en þetta starf sé líka mjög ánægjulegt. Sjálf ræktunin er ekki mjög flókin en öll vinnsla og meðferð þráðaplöntunnar krefst mikillar ná- kvæmni og vandvirkni. Það er ýmislegt sem styður þá hug- mynd að hægt sé að stunda arðbæra hörrækt til iðnaðarframleiðslu á íslandi. Að vísu tekur það hörinn um fjóra mán- uði að vaxa hér en aðeins þrjá mánuði á meginlandi Evrópu. Á móti kemur að hörinn verður fínlegri og sterkari vegna lengri vaxtartíma. Hann getur verið mjúkur og nánast silkikenndur en með sérstakri verkun er einnig hægt að fá hann grófari, til dæmis með því að kemba hörinn ekki mjög mikið og jafnvel skilja eftir hrat í honum. Þá má benda á að best er að feygja hörinn í vatni, en það er ekki gert á meginland- inu vegna þörungamyndunar í vatninu. Það vandamál er ekki til staðar hér á landi vegna kaldara loftslags. Þetta er auðvitað þýðingarmikið atriði fyrir þá sem ætla að stunda hörrækt á íslandi. Þau hjónin hafa lengi unnið þetta svo til allt með höndunum en til eru tæki sem auðvelda vinnsluna á hörnum. Ingi- björg Styrgerður segist hafa til afnota handverkfæri Áslaugar Sverrisdóttur og nú hefur hún til viðbótar einnig eignast vandaðan rafmagnsrokk sem hefur verið henni notadrjúgur. Þau eru ákveðin í að halda hörrækt- inni áfram en hafa þó minnkað hörrækt- arreitinn um helming því birgðirnar sem þau eiga eru miklu meiri en svo að Ingibjörg ráði sjálf við að vinna úr þeim. Stuttar leiðbeiningar um ræktun á hör og vinnslu úr líni Gott er að sá í rakan jarðveg, helst á sléttu opnu svæði þar sem vindur nær að blása um plöntuna. Sáð er í byrjun maí, 1,2-1,4 kg af hörfræi í hundrað fermetra lands. Aburðarnotkun fer eftir gæðum jarðvegsins - en varast ber að nota of mikið af nítrati. Hörinn blómstrar í lok júlí. Eftir blómgun myndar plantan fræ- hús og verður 80-110 cm há. Þegar hör- stilkurinn fer að gulna að neðanverðu má rykkja plöntunni upp, það gerist í lok ágúst og fram í miðjan september. Agætt er að hnýta saman fjórar hand- fyllir við rótarendann (skrýfi) og hengja hörinn, með rótina upp, til þerris (á hesjur) á þurrum stað. Þegar þurrkun er lokið eru fræhúsin hreinsuð af með svonefndum frækambi og stilkarnir bundnir saman á tveim stöðum í knippi. Þar næst er hörinn lagður í bleyti í tunnu, í um það bil 30 gráðu heitt vatn í viku til 10 daga. I byrj- un er vatninu tappað af og bætt við fersku vatni en þegar frá líður kemur upp mjög vond lykt af hörnum. Þegar þráðurinn fer að losna frá stilknum er hörinn skolaður til að stöðva rotnunina og losna við lyktina. Síðan eru knippin hengd upp til þerris á heitum og þurrum stað. Feygður hör er tekinn og brákaður í bráku, þ.e. þráðurinn er skilinn frá stilknum. Síðan er hann sleginn með tréspaða til að hreinsa sem mest burt af hálminum, eftir það er þráðurinn kembdur í línkömbum og að því loknu er hann tilbúinn fyrir spuna. Þórir Sigurðsson HUGUROGHÖND 7

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.