Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 9
Hvítt prédikunarstólklœði úr Akureyrarkirkju 1960.
Klœðiðfylgir hökli þar sem grunnur er lagður að mynstrinu sem byggist á frœðilegri flatarskipan.
Aðaltákn myndarinnar er engill jólaguðspjalls Lúkasar sem boðar mönnum mikinn fógnuð.
Útsaumurinn eins og á höklinum er í grunninn botnsaumur sem er att-vandasamur.
inga og hlotið margháttaða viðurkenn-
ingu fyrir list sína.
Það var mitt í öllu þessu annríki, sem
ég hafði samband við Sigránu til að
fræðast um störf hennar og listviðburði,
en okkur reyndist ekki auðvelt að finna
stund eða stað, því hver stund var harla
ásetin og eins og allt þyrfti að gerast í
senn, sem er e.t.v. dæmigert fyrir líf
hennar. Okkur kom saman um að láta
þetta líða hjá og finna okkur tíma á nýju
ári.
Bolludagur rann upp, sem var undur-
fagur vetrardagur eins og þeir gerast
tilkomumestir, það var dagurinn sem við
Sigrún höfðum mælt okkur mót og við
ákveðið að taka okkur ferð á hendur,
austur í Vík í Mýrdal. Sigrún er afar
tilfmninganæm og segir þegar við heils-
umst: „Eg fylltist svo miklum fögnuði í
morgun og fann að þetta yrði stórkost-
legur dagur“. Með það í huga líðum við
út úr hringiðu borgarlífsins, austur í Vík
í Mýrdal á bernskuslóðir hennar, þangað
sem hún sækir kraft úr fjöllum, sjó,
náttúru og fuglalífi. A leiðinni spjöllum
við saman um allt milli himins og jarðar
oft orðlausar yfir fegurð vetrarins, sem
heillar „Islendinginn“, sem hefur verið
Grœnn sumarhökull með stólu úr Akureyrarkirkju 1997.
Hökullinn er samsettur úr samsteeðum efnum ígnenum og hvítum lit með iofnum gullþrœði. Táknin ent bróderuð Kriststákn og tákn vaxtar. A bakhlið
erfangamark Krists og omega, tákn endurkomunnar, yfir með íslenskum steini í miðju. Undir eru tveir fiskar sem í senn eru tákn Urisveinanna og
tákn bjargrœðis íslendinga. Kornöxin ogfrain á stólunni eru almennt skilin á sama veg, bjargrœði og vöxtur. Hökullinn er með gotnesku lagi eins og
nœr allir höklar Sigrúnar. Myndatexti: Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson. Ljósm.: Kristín Schmidhauser Jónsdóttir.
HUGUROGHÖND 9