Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 21

Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 21
Þessi skinnblöð hafa varðveist, vegna þess að þau hafa verið notuð sem kdpa utan um bœkur eða skjöl. Viðgerðarstofa handrita sett á stofn í apríl 1964 fékk Vigdís bréf frá Mennta- málaráðuneytinu, um staðfestingu á stofnun „handritaviðgerðastofu" í sam- ráði við þjóðskjalavörð og landsbóka- vörð. Stofan fékk inni í húsakynnum Þjóðskjalasafnsins á fyrstu hæð í suð- vesturhorni Safnahússins. Þetta var skjala- geymsla sem þurfti að rýma en húsnæði Þjóðskjalasafns var löngu fullnýtt. Meðan Vigdís var við nám í Eng- landi, velti hún fyrir sér innréttingum og fyrirkomulagi á væntanlegri vinnustofu. Hún fór yfir þessar skissur með kenn- urum sínum Powell og Waters, og í sam- einingu gerðu þau drög að innréttingum á vinnustofu. Arkitekt var fenginn til að útfæra þessar hugmyndir og teikna hús- gögn og innréttingar. Vélsmiðjan Héð- inn smíðaði heita pressu. Annað var pantað að utan, t.d. tvöfaldur vaskur, þar sem hægt var að halda vatni heitu á ákveðnu hitastigi, pH mælir, sérsmíðuð hitajárn, bókapressa og ýmis smærri verkfæri. Allt viðgerðaefni var pantað að utan, mest frá Englandi, handunninn pappír, linsupappír, styrkingarefni, af- sýringarefni og fleira. Viðgerðastofan var tilbúin í árslok 1964 og vinna hófst í byrjun árs 1965. Það hafði tekist mjög vel með allan búnað stofunnar, húsgögn og innrétt- ingar voru vönduð og falleg. Vigdís setti persónulegan biæ á stofuna, hún lét sauma gardínur fyrir gluggana, sem var sjaldgæft á þessum árum. Allar stofnanir og fyrirtæki voru með „hansagardínur“ eða rúllugardínur og var það í Safna- húsinu eins og annars staðar. Einnig kom hún með 3 tréristur eftir Elías B. Hall- dórsson og þóttu þær mjög táknrænar. Ein var af konum að helga sér land og kom landsbókavörður oft með gesti gagngert til að sýna þessa mynd og um leið hvernig viðgerðastofan hefði brotist inn í vígi karlmanna. Það höfðu margir á orði hvað væri „heimilislegt" og nota- legt að koma á vinnustofuna, en það var ekki síst Vigdís sem skapaði góðan vinnuanda á stofunni. Vigdís hafði ódrepandi áhuga á starf- inu, hún fræddi samstarfsfólk, skjala- og bókaverði um lélegan pappír og nauðsyn þess að í ráðuneytum og stofnunum ríkisins væri notaður endingargóður og sýrufrír pappír og notað væri skjalablek sem þyldi birtu og vatn. Hún benti á nauðsyn þess að koma öllum skjölum í öskjur, til að koma í veg fyrir frekari skemmdir og var þá að tala bæði um Þjóðskjalasafn og stofnanir ríkisins. Hún lagði mikla áherslu á að geymslur væru góðar og með rétt hita- og rakastig og fór oft í geymslur og lækk- aði á ofnum og dró fyrir glugga þar sem hægt var. Vigdís sat í nokkrum samnorrænum nefndum og var t.d. í undirbúnings- nefnd fyrir Konservatorskolen, Det Kongelige Danske Kunstakademi í Kaupmannahöfn, og nefnd sem fjallaði um stöðuveitingar við skólann. Vigdís er heiðursfélagi í Félagi nor- rænna forvarða, Islandsdeild og var fyrsti forvörðurinn á Islandi. Vigdís lét af störfum á viðgerðarstofu Þjóðskjalasafns árið 1979. „Að ausa úthafið með teskeið" Þegar viðgerðarstofa Þjóðskjalasafns tekur til starfa árið 1965, var ástand skjala- safna ekki árennilegt. Flest skjöl voru í krossbandi, þ.e.a.s. pökkuð inn í mask- ínupappír og bundið með snæri utan um. Stundum var pappaspjald brotið utan um skjölin að hálfu og bundið þar um með snæri, skjölin voru þá óvarin að hluta til fyrir ryki og óhreinindum. Það segir sig sjálft að þetta var ekki góð geymsluaðferð. I hvert skipti sem pakki var opnaður og bundinn aftur voru skjöl að skemmast, enda ekki óalgengt að sjá snærið skerast inn í skjalabunkann. Bækur voru óvarðar í hillum og höfðu safnað ryki og óhreinindum svo áratug- um skipti. Mikið af skjölum var fúið og myglað, stundum vart læsileg og sum jafnvel í sneplum. Frágangur á skjölum var nánast óbreyttur frá því Landsskjala- safnið var stofnað 1882, með fáum undantekningum. Þetta var mikið verkefni fyrir eina manneskju að byrja á, enda sagði einn bókavörður (Haraldur Sigurðsson), sem HUGUROGHÖND 21

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.