Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 22

Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 22
vissi hvernig ástandið var í Þjóðskjala- safni og Landsbókasafni, við Vigdísi: „það er eins og þú sért að ausa úthafið með teskeið". Það var ekki fyrr en rýma þurfti fyrir viðgerðarstofu að stálskápar voru settir í geymslur Þjóðskjalasafns í Safnahúsinu, og byrjað var að setja skjöl í skjalakassa. I samráði við skjalaverði, sem þekktu safnið vel, var ákveðið að byrja viðgerðir í kirkjubókadeild. Þar var álagið langmest á prestþjónustubókum og húsvitjunar- bókum presta, en einnig manntölum. Margar af þessum elstu prestþjónustu- bókum hafa komið í sundurlausum blöð- um á safnið, fúnar og trosnaðar. Upphaf embættisfærslu í landinu eru skjöl miðaldakirkjunnar. Elstu skjöl í varðveislu Þjóðskjalasafns eru skjöl biskupsstólanna Skálholts og Hóla og skjöl klaustra. Reykholtsmáldagi frá 1185 er elsta skjal sem varðveist hefur. Þegar Reykholtsmáldaga sleppir hafa ekki varðveist eldri skjöl á skinni en frá um 1300. Fram á 15. öld voru skjöl eingöngu rituð á skinn hér á landi, en þá mun pappír hafa farið að berast til landsins. Ekki er þó til eldra pappírsbréf í Þjóðskjalasafni en frá 1540. I Þjóðskjalasafni munu vera til rúm- lega 1200 skinnbréf. Skjöl á pappír frá 1540 eru á handunnum pappír, þau hafa álíka endingu og skjöl á skinni og geymast og varðveitast vel, við góðar aðstæður. Frá fornum heimildum 12. aldar, má segja að liggi bein braut til tölvutækra gagna samtímans sem ber að varðveita. Skinnskjöl - sérsniðnar umbúðir - forvarsla Varðveist hafa 1226 skinnbréf, með um 1800 innsiglum og innsiglabrotum. Þessi skinnbréf eru úr ýmsum söfnum, en flest eru í safni A.M.(Arna Magnús- sonar) eða 666. Skinnbréf frá Skálholts- stól eru 292 og frá Hólastól 75, frá Þing- eyraklaustri 30. Nokkur skjöl eru úr Leyndarskjalasafni, einnig Jarðaskjöl og skjöl um eignir kirkna. 1 lok janúar 1999 var farið í mjög sérhæft verkefni á viðgerðarstofu, en það var að gera sérsniðnar umbúðir um skinnskjölin. Þetta eru sams konar um- búðir og gerðar voru úti í Kaupmanna- höfn hjá Det Arnamagnæanske Institut, um íslensku skinnbréfm áður en þau voru send til Islands og afhent Stofnun Arna Magnússonar. Fylgst haíði verið með þegar verið var að hanna og þróa þessar umbúðir, hjá sérfræðingum Det Arnamagnæanske Institut í samráði við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi og sérfræðinga í Bretlandi, en það mun hafa verið tveggja ára þróunar- og undir- búningsvinna. Forvarsla er tiltölulega nýleg grein, sem hefur þróast, einkum má nefna betri efni til viðgerða og tækjabúnað. Á fyrstu árum viðgerðarstofu var notaður handunninn pappír til viðgerða og linsupappír, sem er mjög þunnur japan- pappír og vel gegnsær. Linsupappír var festur á með heitum járnum og pressað á eftir í heitri pressu til að festa betur. Þessi aðferð var kölluð „Barrow aðferðin", eftir upphafsmanni þessarar aðferðar, Bandaríkjamanni, sem var efnafræðingur og rak efnafræði- og viðgerðastofu í Bandaríkjunum. Barrow aðferðin var mikið notuð á söfnum í Evrópu á þessum árum. Árið 1982 var fengin frá Danmörku „ífyllingarvél“; hún kemur að mestu gagni við viðgerðir á mjög mikið skemmdum skjölum og handritum, þegar mikið vantar í blöðin. Pappírs- massinn sem notaður er við viðgerðina sígur niður og fyllir upp í það sem glatast hefur úr blaðinu. Viðgerðir eru flokkaðar eftir skemmd- um og eftir pappírsgerð í skjölum og handritum. Frá árinu 1982 hefur ífyll- ingarvélin verið mest notuð við við- gerðir á mikið skemmdum skjölum. Japanpappír er notaður við viðgerðir á gömlum skjölum úr handunnum pappír, en linsupappír er notaður á rifur og minni skemmdir á yngri, vélunnum pappír. Þjóðskjalasafn Islands eða Lands- skjalasafn eins og það hét til ársins 1916, var formlega stofnað 1882. Þjóðskjala- safnið varðveitir frumgögn, sem hafa orðið til við opinbera stjórnsýslu í land- inu. Það er ríkisskjalasafn og er öllum stofnunum ríkisins, fyrirtækjum, félög- um sem njóta opinberra styrkja og öllum embættum skylt að skila til safnsins skjölum sínum sem orðin eru 30 ára. Á sama hátt er sveitarfélögum skylt að varðveita skjöl sín. Vöxtur Þjóðskjalasafnsins er háður breytingum í samfélaginu og safnið sem stofnun ræður ekki skjalaframleiðslunni. Um leið og ákveðið er að stofna nýtt embætti á vegum ríkisins er verið að ráð- stafa geymslum undir skjöl sömu stofn- unar í Þjóðskjalasafni 30 árum síðar. Þannig getur framkvæmdagleði dagsins í dag valdið þrengingum í skjalasöfnum löngu síðar. Þegar Landsskjalasafnið var stofnað var skjalamagnið talið í tugum hillu- metra, nú um aldamót er skjalaforði yfir 30 hillukílómetrar. Áslaug Jónsdóttir Ljósmyndir: Ljósmyndastofa Landsbókasafhs, ívar Brynjólfison ogfleiri. Heimildir: Aslaugjónsdóttir, skýrsla um viðgerðarstofu Þjóðskjalasafhs Islands í 35 dr. Reykjavík, 2000. Skjöl í 800 ár. Þjóðskjalasafn íslands. Sýningarskrá, Reykjavík [1990]. 22 HUGUR0GHÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.