Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 25

Hugur og hönd - 01.06.2001, Síða 25
Um laufavið og vestfirska laufaviðarvettlinga af Hornströndum Erindi flutt á málþingi „ Um sérkenni Vestfirðinga “ í Bolungarvík 27. maí 2000. Laufaviðarmunstur er ekki nýtt í skreytilistinni. Viðarteinungurinn sem vefur sig í gegnum skreytið með laufum á er tákn um lífið og er kominn af lífs- trénu sem vex bæði í aldingarðinum Eden og goðheimum. A tímum Býzana sem bjuggu á mót- um Evrópu og Asíu á fyrstu öldum kristninnar og fram á fýrstu aldir múhameðstrúarinnar var laufaviðurinn stílfærður og bundinn í ákveðið form. Hann verður smáger og nosturslegur þannig að hann kemst fyrir á öllum smærri hlutum og fer að koma fram í verkum vefara, gullsmiða og fleiri fínni handíðum. Laufaviðurinn vefur sig svo norður Evrópu og á miðöldum er hann kominn í íslenska textíla sem eru með býzönskum hringjum eða sexhyrningum utan um hverja mynd þar sem í er laufaviðarbekkur eða laufaviðarbekkur afmarkar allt myndefnið. Laufaviðurinn er einnig í tréskurðarlist og öðru skreyti, s.s. á reiðtygjum og málmsmíði. Laufaviðarbekkurinn var mikið not- aður í útsaumi hér á landi og hefur t.d. varðveist á rúmábreiðum og rekkju- reflum saumuðum með gamla íslenska krosssaumnum eða glitsaumi. Laufa- viðarbekkurinn er einnig í glitofnum og krossofnum ábreiðum og í smærri hlut- um eins og spjaldofnum taumum og böndum. Laufaviður er einnig á íslensk- um tréskurði frá miðöldum og allt fram á þennan dag. Prjónið berst til Islands á fyrri hluta sextándu aldar og eftir að Islendingar byrjuðu að prjóna varð það fljótlega mjög útbreitt. Prjónaskapur var auðvelt verk sem allir gátu unnið hvar sem var og þurfti ekki flókinn tækjabúnað til. Prjónles varð ein helsta útflutnings- vara íslendinga allt fram á nítjándu öldina, aðallega sokkar og vettlingar. Flestar hversdagsflíkur voru prjónaðar úr íslenskri ull og í þeim litum sem á henni eru. Mjög lítið hefur varðveist af prjónaflíkum frá fyrri tímum. Hvers- dagslegar flíkur eins og vettlingar geym- ast illa. Þeir vilja týnast og slitna út og er þá ekki haldið til haga. I Þjóðminjasafni Islands eru helst varðveittar stærri flíkur, s.s. peysur og vesti. Þar eru þó vettlingar frá Vestfjörðum með laufaviðarbekkjum sem taldir eru vera frá miðri nítjándu öld. Laufaviðarvettlingar kenndir við Vestfirði eru staðbundið handverk og þeir taldir hluti af hefðbundnum ís- lenskum prjónaflíkum. Ljósmynd tekin af vettlingum fiögurra kynslóða, talið frá vinstri: Vettlingar úr norsku ullargarni efiir Matthildi Guðmundsdóttur, þá eru vettlingar Sigríðar Jakobsdóttur móður hennar, síðan vettlingar Matthildar Benediktsdóttur frá Reykjarfirði, móður Sigríðar, og loks sparivettlingar Jakobs Kristjánssonar, manns Matthildar, efiir Ketilríði Jóhannesdóttur, móður Matthildar Benediktsdóttur. Gulbrúna bandið í vettlingum Matthildar Benediktsdóttur er litað úr rauðviðarsagi. HUGUROGHÖND 25

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.