Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 27

Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 27
hvað varðar liti og uppröðun bekkjanna og gætir þar nokkurs blæbrigðamunar á milli byggðarlaga á Vestfjörðum. I kvenvettlingum var oftast fimm- eða sextekinn laufaviður í stofni en minni í úrtöku. I karlmannavettlingum var oft sjötekinn laufaviður. Stundum var sjötekinn laufaviður prjónaður í stofn sprökuvettlinga, en það voru sérstakir sjóvettlingar sem sennilega eru sér-vestfirskir. Laufin á sjötekna laufaviðnum mynda krossa í munstrinu og einu sinni heyrði ég gamla konu segja að laufaviðurinn með krossunum hefði alltaf verið prjón- aður í sjóvettlinga. Sennilega hefur það verið gert sjó- mönnunum til heilla. Aður fyrr þótti sjálfsagt og ekkert sérlega merkilegt að eiga laufaviðar- vettlinga til spari. Við systurnar höfum alltaf átt laufaviðarvettlinga sem spari- vettlinga frá því við munum eftir okkur. Fyrstu vettlingana okkar prjónaði móðir okkar Sigríður Jakobsdóttir frá Reykjarfirði(1919-1997). Þeir voru úr keyptu fínu ullargarni, ljósbrúnir að lit með ýmsum litum í bekkjunum. Hún hafði þó alltaf laufaviðinn gulan eða grænan á svörtum grunni. I barnavettl- ingunum var fjórtekinn laufaviður því þeir voru svo litlir. Laufaviðarvettlinga lærði hún að prjóna af ömmu sinni Ketilríði Jóhannes- dóttur (1868-1948). Hún var fædd í Veiðileysufirði og uppalin í Jökulfjörð- um en fluttist ung kona í Reykjarfjörð í Grunnavíkurhreppi og gerðist húsfreyja þar. Hún prjónaði mikið því þar var stór barnahópur sem hún prjónaði öll plögg á. Laufaviðarvettlinga prjónaði hún bara á sunnudögum eftir hádegi. Hún notaði alltaf litað band í munstrin, ýmist litaði hún sjálf eða fékk frá öðrum litaða garn- afganga til að prjóna úr. Það besta sem hún fékk var ef einhver gaf henni litað hnykilsauga. Þessi hnykilsaugu geymdi hún í eltri kýrblöðru í rúmshorninu sínu og notaði hvern enda í laufaviðarvettl- ingana. Minnstu endarnir voru notaðir í fit- ina. Fitjaði hún upp með tveimur litum, litaði endinn var fitin en hún prjónaði svo áfram með aðallitnum brugðningu nokkrar umferðir. Síðan byrjaði hún á stofni vettlingsins og raðaði smábekkj- unum kringum laufaviðarbekkinn. Laufa- viðinn hafði hún ýmist gulan eða græn- an á svörtum grunni. Fimm- eða sextek- inn í kvenvettlinga en sex- eða sjötekinn í karlmannsvettlinga. Þegar stofninn var orðinn nógu langur var prjónað í fyrir þumli og gripinn prjónaður með aðal- litnum. Gripinn nær fram að úrtöku. Á handarbakið prjónaði hún áttablaða rós. Rósina prjónaði hún á sérstakan hátt HUGUROGHÖND 27

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.