Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 28

Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 28
Fimmtekinn laufaviður og áttablaðarósir. sem helst má líkja við nútíma mynd- prjón. Hún vissi hve langur endi fór í hvert blað og haíði hvert blað sinn enda. Aðalliturinn var svo falinn með bak við rósina og eru engin laus bönd á röng- unni. Ekki var alltaf sami litur í öllum blöðum rósarinnar, það réðst af því efni sem til var. Rósina prjónaði hún einkum í fínni kvenvettlinga. Laufaviðarvettl- ingar með rós á handarbakinu eru senni- lega ekki þekktir nema á Hornströnd- um. Þeir virðast ekki þekktir á suður- hluta Vestfjarða. Þegar upp að úrtökunni kom var aftur prjónaður laufaviðarbekkur, oftast aðeins mjórri en í stofni, og smábekkj- unum raðað í kring. Oft var svo totan með öðrum lit dökkum, oftast svörtum. Þumallinn var tekinn upp og í hann prjónaðir annaðhvort lítill laufaviðar- bekkur eða einhverjir smábekkir. Laufaviðarvettlingar voru alltaf prjón- aðir í litum áður fyrr. Þeir urðu hinir skrautlegustu enda bekkirnir það litlir að ekki þurfti mikið band í hvern þeirra. Ekki skipti þá máli hvort sami liturinn kæmi fyrir oftar en einu sinni í hverjum vettlingum. Með þessu móti var hægt að nota upp allt band sem til féll og var það áreiðanlega vel notað. Amma mín, Matthildur Benedikts- dótdr í Reykjarfirði (1896-1989), átti ekki mikinn tíma til fínlegs prjónaskapar á meðan hún ói upp sín þrettán börn og stjórnaði stóru heimili en þegar hún á efri árum fluttist í kaupstaðinn fór hún að prjóna laufaviðarvettlinga. Hún gaf þá börnum sínum og barnabörnum við ýmis tækifæri. Þessir afkomendur hennar fóru víða með „ömmuvettlingana“ og vöktu þeir alls staðar athygli. Vettlingarnir hennar urðu mjög eftirsóttir og hún fór að prjóna fyrir fólk sem keypti þá af henni til að gefa út um allan heim sem hefðbundna íslenska prjónavöru. Um það leyti sem hún byrjar að selja vettlingana sína gengur „sauðalitaöldin“ í garð. Upp úr 1960 komast íslensku sauðalitirnir í tísku á öllum íslenskum prjónavörum. Hún prjónaði sína vettl- inga að mestu með sauðalitum en samt lúta þeir lögmálum gömlu hefðbundnu laufaviðarvettlinganna hvað varðar liti og lykkjufjölda. Laufaviðurinn er nú hafður ljósgrár á svörtum eða mjög dökk- gráum grunni. Aðalliturinn er dökkmó- rauður eða hvítur og einstaka sinnum mjög ljósgrár. Áttablaða rósina hefur hún í handar- bakinu á kvenvettlingunum og einstaka sinnum í karlmannsvettlingunum. Nú var ekki lengur heimaunnið þelband að fá svo að hún tvinnaði á snældu verk- smiðju-einbandið en fannst það aldrei nógu fínt. Tvinnaða bandið úr verk- smiðjunni fannst henni ekki með nógu góðum snúð og helst til of gróft. Hún notaði mjög fína prjóna nr. 1,5 eða 2. Dætur hennar Jóhanna, Sigríður og Guðrún fengust einnig allar við að prjóna laufaviðarvettlinga. Vettlingar eftir þessar konur þykja dýrgripir í dag. Þeim konum fer nú fækkandi sem prjóna hefðbundna vestfirska laufaviðar- vettlinga og búa yfir þeirri kunnáttu og tækni sem til þarf. Þó eru konur af fjórðu kynslóðinni sem kunna að prjóna laufaviðarvettlinga og hafa eitthvað fengist við það. T. d. Matthildur Guðmundsdótdr (1953) o.fl. Nokkrir hafa reynt að viðhalda hefð- inni með því að nota laufaviðarbekkinn í hönnun á nútíma prjónaflíkum og er það vel. Á þeim „laufaviðarvettlingum“ sem fást í dag eru aðeins notuð þau munstur sem áður fyrr voru prjónuð í laufaviðar- vettlingana, efnið og hönnun vettling- anna er önnur. Hætta er á að hugtakið „vestfirskir laufaviðarvettlingar“ og kunnáttan til að prjóna hefðbundna vestfirska laufaviðar- vettlinga týnist niður ef vitneskjunni um hefðina er ekki haldið á lofti. Að baki þessa erindis er ekki markviss heimildasöfnun heldur vitneskja sem safnast hefur í gegnum tíðina og það sem ég hef séð fyrir mér. Seinni hluti erindisins og myndirnar eru um laufaviðarprjón kvenna úr sömu fjölskyldu í fjórar kynslóðir. Sigrún Guðmundsdóttir 28 HUGUROGHÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.