Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Side 29

Hugur og hönd - 01.06.2001, Side 29
/ w Peysan eins og hesturinn Margrét Linda Gunnlaugsdóttir Margrét Linda Gunnlaugsdóttir útskrif- aðist úr MHI, vefnaðarkennaradeild, rétt um tvítugt. Arin í myndlistaskól- anum voru sem opinberun fyrir hana, augun opnuðust fyrir litum og lita- samsetningum. Síðan þá hefur tilveran snúist um það að skapa og búa til. Framan af saumaði hún og prjónaði á börnin sín fjögur af mikilli ánægju. Smátt og smátt fann hún sinn eigin stíl. Sem dæmi um aðferðir hennar hannaði hún peysur með háralit og litaraft not- andans í huga. I framhaldi af þessari heimilisframleiðslu fór hún að hanna fyrir prjónablaðið Lopi og band sem hún síðar ritsfyrði. Grd. Rauð glófext. Þegar krakkarnir hennar Lindu stækkuðu gafst henni tækifæri til að sinna hestamennsku. Strax í byrjun vöktu litir hestanna meiri athygli hjá henni en almennt hjá hestamönnum. Varla er hægt að hugsa sér áhugamál á Islandi sem er tengdara náttúrunni á allan hátt en hestamennskan og hvergi á lopapeysan betur við og ætíð verið í hávegum höfð. Linda vill leggja sitt af mörkum til að ýta undir notkun hennar í samkeppni við flíkur unnar úr endur- unnu rusli. Þar sem hestamennskan og íslenska ullin eru samofin fremur en í öðru sporti, þá spratt upp sú hugmynd að hanna peysur með lit hestanna sem fyrirmynd og nota sauðalitina sem mest. En vegna fjölbreytni í litum hestanna var nauðsynlegt að nota litaðan lopa líka, sem Istex voru svo hjálplegir að lita sérstaklega eftir óskum höfundarins. I hönnuninni reynir Linda að ná fram HUGUROGHÖND 29

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.