Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 31

Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 31
Hin heita jörð við úfinn íshafssæ Um Benedikt Hermannsson og Ketilríði Jóhannesdóttur frá Reykjarfirði Jakob Kristjánsson og Ketilríður Jóhannesdóttir við rennibekk Benedikts Hermannssonar í Reykjarfirði. Var hann smíðaður með gamla laginu, sem Kristján Eldjárn telur í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1953 vera a.m.k.frá miðöldum, jajhvel landnámsöld. Þurjiu tveir að vinna við bekkinn, annar renndi en hinn dró, sem kallað var. Myndin er birt með leyfi Hamburgisches Museum fiir Völkerkunde. Fyrirsögn þessi er tekin úr ljóði séra Jónmundar Halldórssonar, prests á Stað í Grunnavík, en svo orti hann um jörð- ina Reykjarfjörð í Grunnavíkurhreppi árið 1940. Reykjarfjörður, sú heita jörð, snýr ásjónu sinni mót norðaustri, mót sól- setrinu og sólaruppkomunni í senn. A þeim harðbýla stað Hornströndum þar sem norðangarðurinn er algengur, eyð- andi og gjöfull í senn, bjó langafi minn Benedikt Hermannsson, bóndi og hag- leiksmaður, ásamt konu sinni Ketilríði Jóhannesdóttur langömmu minni. Því tel ég við hæfi að minnast þeirra, að líf þeirra sem alþýðufólks á seinni hluta 19. aldar og upphafi þeirrar 20. var í megindráttum samofið handverki og smíðum ýmiss konar, fyrir sig og sitt bú auk þess sem Benedikt smíðaði íyrir sveitunga sína flesta smíðisgripi sem þeir töldu sig þarfnast, hvort sem var úr tré, járni eða kopar. Benedikt fæddist í Reykjarfirði 20. nóvember 1845, sonur Hermanns Ás- grímssonar og Valgerðar Sigmundsdótt- ur fyrri konu hans. Allan sinn aldur ól Benedikt í Reykjarfirði að undanskild- um nokkrum árum í æsku. Var hann þá í Furufirði í sama hreppi hjá föður sínum og seinni konu hans Helgu Hannes- dóttur. Fluttu þau síðan aftur í Reykjarfjörð þegar Benedikt var á ellefta ári. Á fermingarárinu var honum komið fyrir hjá frænda sínum á Horni, Stígi Stígssyni. „Stígur fékk mikið dálæti á Benedikt og fljótlega fór hann að hafa Benedikt með sér í smiðju og við aðrar smíðar. Þeir frændur þóttu mjög lag- tækir og smíðaði Benedikt með Stíg alla þá hluti, sem þá voru nauðsynlegir taldir, úr tré, járni og kopar.“ (Reykjarfjarðarætt bls. 8) Þegar Benedikt er enn á Horni giftist hann systurdóttur Stígs, Matthildi Gídeonsdóttur. Árið 1876 byrja þau búskap í Reykjarfirði. Þar hefur hann smíðar á eigin vegum, kemur sér m.a. upp smiðju og gerir til kola úr rekaviði. Hann smíðar sér rennibekk og þau áhöld og verkfæri sem til þurfti, svo sem tengur, hefla og fleira. Kristján Eldjárn hefur lýst gerð og notkun gamla íslenska rennibekkjarins í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1953. Með þessum áhöld- um smíðaði Benedikt báta og búsáhöld, kistur og keröld, skrár, lamir og lykla, beislisstengur, ístöð, lýsislampa og fleira. Benedikt bjó sér til mót úr leir sem hann tók úr lækjar- eða laugarbakka og hellti þar í bráðnum koparnum. Einnig smíð- HUGUROGHÖND 31

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.