Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 36
innar hafði Rússakeisari einnig lagt
Finnland undir sig og voru Finnar nú í
persónusambandi við keisarann, sem
kallaði sig nú stórfursta Finnlands. Þetta
opnaði nýjar leiðir fyrir framagjarna en
félitla finnska aðalsmenn og þeir réðust í
þjónustu keisarans. Tveir þeirra þjón-
uðu sem landstjórar í Sitka og er þeim
að þakka, að menningarverðmætum
þessara þjóða var bjargað til seinni tíma.
Báðir þessir menn, Etholén og Furu-
hjelm, voru miklir áhugamenn um þjóð-
hætti og menningu frumþjóða, eins og
var í tísku meðal menntamanna þessa
tímabils rómantíkur og þjóðræktar, en
þeir voru samtímamenn Jónasar Hall-
grímssonar. Þeir Etholén og Furuhjelm
söfnuðu kerfisbundið, ekki bara handa-
vinnu, heldur einnig dýrum, sem þeir
Smdhlutir úr rostungstönn: Sœotur og refur. Frá Aleútum. létu uppstoppa, plöntum, sem voru
þurrkaðar, og steinum. Allt þetta sendu
Trommuleikarí úr rostungstönn. Smástytta. Frá Aleútum.
Kínverja. Langeftirsóttastur var sæotur,
enda var honum næstum útrýmt, en
einnig fór öðrum loðdýrum ört fækk-
andi áður en veldi Rússa lauk árið 1867.
Gömul menning líður undir lok
Upp úr miðri 19. öld fór tískan að breyt-
ast og um leið dró úr skinnaverslun. Þá
fannst Rússum óhagstætt að eiga Alaska,
og þeir seldu Bandaríkjamönnum þetta
mikla landsvæði fyrir litlar 7,2 milljónir
dala. Þá voru þeir búnir að halda land-
inu í 126 ár. En á þessum tíma hafði
hvíta manninum tekist að eyðileggja
gamla menningu frumbyggjanna, bæði
efnislega og andlega. Gömul handbrögð
gleymdust, þar sem hægt var að fá flíkur
og verkfæri frá kaupmönnum, en einnig
varð upplausn í trúarlegum og siðferðis-
legum málum. Má þar m.a. nefna að
rétttrúnaðarkirkjan, sem upphóf stöðu
fjölskyldufeðra, gekk í berhögg við siði
frumbyggjanna, en hjá þeim töldust ætt-
artengslin gegnum móður og tilheyrðu
börnin fjölskyldu móðurinnar.
Orlög frumbyggja urðu hér, eins og
víða annars staðar, að glata sinni eigin
menningu, án þess þó að tileinka sér
menningu og hætti herraþjóðarinnar að
fullu. Alhliða hnignun átti sér stað, bæði
líkamleg og siðferðisleg. Frumbyggjar
höfðu ekki ónæmi fyrir mörgum sjúk-
dómum sem bárust með hvíta mann-
inum og þeir stráféllu í farsóttum. Hér
má nefna sem dæmi að í lok rússneska
tímabilsins voru Aleútar ekki nema um
fimmtungur af því sem þeir höfðu verið
fyrir komu Rússa.
Ungir aðalsmenn bjarga
menningarverðmætum
Ef til vill hefðum við aldrei fengið vitn-
eskju um sérstæða menningu frum-
byggja Alaska og vinnubrögð þeirra, ef
ekki hefðu verið nokkrir Finnar, sem
tóku sig til og söfnuðu munum úr eigu
frumbyggjanna.
Fyrir rússneska aðalsmenn 19. aldar
þótti Sitka nokkurn veginn jafn langt í
burtu og Mars er fyrir okkur nútíma-
menn og fáa í þeirra röðum langaði til
að skipta á lystisemdum hirðarinnar í
Sankti Pétursborg og fjarlægri verslunar-
stöð á hjara veraldar. En í byrjun aldar-
þeir heim til Finnlands og eru nú plönt-
urnar og dýrin geymd í Náttúrugripa-
safni Helsinkiháskólans, en allt sem teng-
ist menningararfi frumbyggjanna er í
Þjóðminjasafni Finna og er það kennt við
annan landstjóranna tveggja, Etholén.
Allt geymt í kössum
Etholén-safnið er samtals um 700 munir
og það á sér engan líka í heiminum, því
að þegar Bandaríkjamenn komu til
Alaska, var gamla menningin liðin undir
lok. Af þessum sökum hafa Bandaríkja-
menn oft falast eftir því að kaupa
Etholén-safnið eða að minnsta kosti
36 HUGUROGHÖND