Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 41
Trend Les Copains.
Haust/vetur 2001/02.
Bls. 121, Collezioni.
ímyndir og þarfir er markaðssetning
dagsins!
Rei Kawakubo, japanskur fatahönn-
uður, eigandi fyrirtækisins Comme des
Gar^ons byrjar undirbúningsvinnu sína
fyrir hverja tískulínu á hreinu blaði.
Engin utanaðkomandi áhrif varðandi
spár og mótaðar stefnur. Heldur leitast
hún við að brjótast út úr hinu hefð-
bundna formi tískunnar og hannar á
óhefðbundinn, tímalausan hátt og byggir
mikið á nýjungum í tækni sem hún
vinnur statt og stöðugt við að þróa og
leggur áherslu á að efnisgæði fái notið
sín. Hönnun hennar hefur verið talin
byggð á viðhorfum hennar til sjálf-
stæðisbaráttu konunnar og er fyrst og
fremst þekkt fyrir að vera tímalaus og
hæfa öllum aldurshópum.
„Konur ættu að hafa það að takmarki
að skapa sér sitt eigið umhverfi, klæða
sig á þann hátt að það styðji og styrki
persónuleika þeirra og að þær verði
sjálfum sér nógar“.
(The Fashion Conspiracy, Coleridge
Nicholas.)
Nám í fatahönnun á íslandi
Menntun hönnuða er orðin mjög svo
umfangsmikil og flókin. Það þarf að
mennta einstaklinga sem öðlast skilning
og hæfni til að berjast á móti yfir-
borðslegum, skammvinnum hugmynd-
HUGUROGHÖND 41