Hugur og hönd - 01.06.2001, Page 43
ð lesa í skóg og tálga í tré
Það eru aðeins rúm hundrað ár síðan
fyrsta skipulagða gróðursetningin fór
fram á íslandi. Það var á Þingvöllum, að
frumkvæði Dana, sumarið 1899.
Markmið þeirra var að fá almenning
til að taka virkan þátt í skógrækt.
Síðan hefur margt breyst á sviði skóg-
ræktar. Framan af 20. öldinni börðust
skógræktarmenn fyrir friðun birkiskóga
og nýskógarækt. Baráttan fór hægt af
stað, en fyrir þrotlaust starf frumherja
skógræktar hér miðaði örugglega þó fjár-
munir væru litlir. A seinni hluta aldar-
innar dró úr skógaeyðingunni. Innflutn-
ingur valinna trjátegunda hófst og óx
hröðum skrefum. Það markmið að
virkja almenning til skógræktar hefur nú
náðst. Aldrei hefur skógrækt hérlendis
verið öflugri en í dag. Árlega eru nú
gróðursettar milljónir skógarplantna.
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki,
stofnanir og vaxandi fjöldi bænda hafa
tekið skógræktarstarfið föstum tökum.
Helstu tegundir skógræktar nú eru land-
græðsluskógrækt, útivistarskógar, yndis-
skógrækt, jólatrjáarækt, skjólbeltarækt
og viðarskógrækt. Fjölnytjaskógrækt er
algeng í dag, m.a. í skipulagi bænda-
skógræktar.
Mikið er framleitt af viði til margs
konar nytja og fer sú framleiðsla sívax-
andi. Yrði of langr upp að telja hér alla
þá möguleika sem þar eru í boði. Margt
handverksfólk notar íslenskan við, t.d.
trérennismiðir, útskurðarfólk, smíða-
kennarar og smiðir.
Grisjunarviður fellur til í vaxandi
mæli í skógum og görðum landsmanna.
I raun hefur árangur í trjárækt orðið
hraðari og meiri en menn trúðu og því
er víða þörf á öflugu grisjunarstarfi.
Þessi árangur hefur komið skógræktar-
fólki í opna skjöldu og það því ekki
búið undir þá grisjun og nýtingu
viðarafurða sem nú er að stóraukast með
ári hverju.
Á skógardegi sem haldinn var í
Haukadalsskógi 1998 var gestum sýnd
grisjun og viðurinn renndur blautur,
beint úr skógi.
I framhaldi af því ræddu þeir Guð-
mundur Magnússon smíðakennari á
Flúðum og Ólafur Oddsson upplýs-
ingafulltrúi Skógræktar ríkisins um að
áhugavert væri að koma á fót nám-
skeiðum fyrir almenning um fjölþættar
nytjar skóga og skógrækt almennt. Hug-
mynd þeirra þróaðist þannig að best
væri að hafa hluta fræðslunnar verklegan
og hinn hlutinn yrði fræðsla um grund-
vallaratriði skógræktar og vistfræði skóg-
lendis ásamt ýmsu skemmtilegu ívafi.
Hugmyndin þótti álitleg og fyrsta nám-
skeiðið var haldið í Haukadalsskógi í
byrjun árs 1999. Nefndu þeir það að
,Atð lesa í skóg og tálga í tré.“ Það kom
strax í ljós að þátttakendur voru mjög
ánægðir með innihald, skipulag og fram-
kvæmd námskeiðanna, hafa þau verið
haldin víða um land og eru nú orðin yfir
tuttugu talsins.
Það skiptir mestu máli á námskeiðum
sem þessum að kennararnir kunni vel til
verka og þá list að vekja áhuga hjá nem-
endum, efla sjálfstraust þeirra, veita
þeim fræðslu um undirstöðuatriði og
rétta verkþjálfun. Guðmundur er reynd-
ur framúrskarandi kennari sem hefur
alltaf lagt sig fram við að afla sér meiri
þekkingar, reynslu og þjálfunar. Fyrir
HUGUROGHÖND 43