Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2001, Side 47

Hugur og hönd - 01.06.2001, Side 47
Fréttír frá Heímííísiðnaðarféíagínu ♦ Sú nýlunda var tekin upp fyrir tveimur árum að halda gorblót á gormánuði í húsnæði félagsins. Þetta er í raun einskonar árshátið og mæta félagar með mat og drykk og skemmta sér og öðrum. Um þrjátíu manns hafa mætt á gorblót hverju sinni og mættu fleiri sýna sig á þessari hátíð og sjá aðra. Þetta blót er fyrir félaga og velunnara félagsins. ♦ Nú er rúmt ár liðið frá því að lokið var við að mála hús félagsins að utan. Var kominn tími til þeirrar framkvæmdar og óneitanlega er húsið virðulegra nú en undanfarin ár. ♦ Mikið og þarft verk var unnið í vor er nokkrir félagar réðust í það stórræði að taka til í skjalaeign félagsins og flokka pappíra. Stóð það starf í nokkrar vikur. Heiður Vigfúsdóttir fyrrum formaður stjórnaði því verki. Skjölin voru síðan afhent Handritadeild Háskóla- og landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu til varðveislu. ♦ Vorferð var farin suður/austur í Flóa. Heimsótt var Húsið á Eyrarbakka, etin humarsúpa á Stokkseyri og Rjómabúið á Baugsstöðum skoðað. Síðdegiskaffi var drukkið á Efri-Sýrlæk. Að lokum var Þingborg heimsótt. Veður var með besta móti og vorið var aldeilis komið í Flóann. Þótti þetta hin besta menningar- og skoðunarferð. Sérlega góðir leiðsögumenn stjórnuðu ferðinni, þær Margrét Valdimarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir, sem eiga sæti í Fræðslu- og fundanefnd. ♦ Sl. vortók ný stjórn við í félaginu. Ekki urðu miklar mannabreytingar en í núverandi stjórn sitja: Anna María Lind Geirsdóttir formaður Philippe Ricart varaformaður Ásdís Birgisdóttir ritari Stefán Ólafur Jónsson gjaldkeri Anna Lilja Jónsdóttir meðstjórnandi, í stað Karenar Tómasdóttur sem baðst lausnar frá störfum. Oddný Kristjánsdóttir varamaður. Danska blaðíð Nafn: Husflki Ucgcfandi: Ðansk Husílidsseískab. Kemur út 6 sínnum á ári. Áski'iftargjaJd: 230 DK. Heimilisíang: Husflid, Tyrebakkcn J1, 5300 Kcrteminde, Danmark. Netfan g: danski^ h nsil id.dk Norska blaðið Nafn: Norsk Husflid. Utgefmdi: Norges Husflidlag. Kemur lit 5 sinnum á át'i. Áskriftargjald: 255 Nkr. Heimi 1 isfang: Norsk Husflid, Kirkeget. 32 Pb 860 Sentrum, 0104 Oslo, Norge. Sænska blaðið Nafn: Hemslöjden. Utgefandi: Svenska Hemslöjdsföreningarnars Riksförbund, SHR. Kemur út 6 sinnum á ári. Áskriftargjald: 290 Skr. Heimilisfáng: Hemslöjden, Kungsgatan 5 .1 903 26 UmeS, Sverige Netfang: tidsknftenOliemsiojden. org Finnska blaðið Nafn: TAÍTO (Hemslöjd ocli konsthantverk med svensk bilaga). Utgefandi: Forbundet för Hemslöjd och Konsthantverk. Kemur úc 6 sinnum á ári. Áskriftargjaíd: 281 Fim. Heimilisíáng: iáito, PL 186, 00003 Helsinki, Finland.

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.