Hugur og hönd - 01.06.2001, Blaðsíða 50
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
LÆRIÐ ÞJÓÐLEGT HANDVERK HJÁ SÉRHÆFÐUM KENNURUM
Þjóðbúningasaumur: saumið upphlut eða peysuföt undir handleiðslu viðurkenndra
kennara. 10 vikur auk máltökutíma. Námskeið hefjast í byrjun janúar. Sendum kennara út á
landsbyggðina ef næg þátttaka fæst.
Almennur vefnaður: hér gefst almenningi kostur á að læra undirstöðuatriði vefnaðar og
uppsetningu vefstóla, 36 kennslustundir. Nýjung í vefnaði: námskeið fyrir þá sem eiga vefstól
heima og þurfa aðstoð með að setja upp í þá. 1-2 skipti, 2-3 klst. í senn og möguleiki á að
fá kennara heim t.d. til að yfirfara vefstól, eitt skipti.
Önnur námskeið sem fyrirhuguð eru á þessu skólaári: spjaldvefnaður, tóvinna,
möttulsaumur, baldýring, silkibaldýring, knipl, útsaumur, perlusaumur, jurtalitun, útskurður,
skautbúningasaumur, kyrtilssaumur.
Stutt námskeið verða í boði: sauðskinnskógerð, leppaprjón, að sauma brjóst, að gera
knipling á upphlut, skyrtu og svuntusaumur og margt fleira.
Innritun og upplýsingar um námskeið skólans eru í síma 551-7800, mánudaga, þriðjudaga
og miðvikudaga frá kl. 10-13 og í síma 551-5500, mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-18.
Bréfsími skólans er 551-5532 og tölvupóstfang skólans er hfi@islandia.is.
Þjóðbúningastofan
Saumum allar gerðir íslenskra búninga.
Mátum, breytum og metum eldri búninga.
Tökum í umboðssölu búningasilfur og gamla búninga.
Þjóðbúningastofan
Hafnarstræti 18
101 Reykjavík
Sími : 5518987 / 8984331
netfang : upphlutur@torg.is
50 HUGUR0GHÖND