Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 8
bundinnsaman í hespunniá nokkrum stöðum. Litarefnið nær því misvel til garnsins og verður þá flikrótt. Sýning hennar Rýmisþræðir sem var í sýningarsal Listasafnsins á Akureyri, Ketilhúsinu, er dæmi um mikilvægi þess að hafa handverkið á valdi sínu og haldgóða þekkingu á miðlinum sem er vaiinn til myndsköpunar og er hér undirstaða frumiegrar sköp- unar. Verkin á sýningunni eru í raun gott andsvar við þeirri orðræðu sem er æði oft mjög uppáþrengjandi; það er að haldgóð þekking og handverks- kunnátta skipti ekki máli í myndlist eða sé jafnvel til trafaia í frumlegri listsköpun. Er þetta oft sagt í þeim misskilningi að handverkið sé óæðra og hefti jafnvel frjáisa iistsköpun, sem ervíðsfjarri sannleikanum. Þetta tvennt, handverk og hugmynd, verður ekki aðskiiið. Sá sem ekki þekkir miðil sinn vel, sér síður þá möguleika sem í honum búa til listsköpunar. Þráðurinn í sýningunni Þráðurinn er eins og taug sem Ragn- heiður tengir við iífið, uppsprettuna og upprunann. Sá þráður vefur sig í gegnum sýninguna þar sem hefð- bundið mynstur í vefnaði, mynstruð efni í teppi eða til klæðagerðar, sýnir okkur nytjahluti sem eru hluti af lífi okkar ailra. Einnig birtast okkur hér dæmi um upprunann, röggvafeid og séríslenska útgáfu glitvefnaðar.1 Einn veggur var þakinn litlum myndvefn- aði þarsem Ragnheiðurtókstá við að túlka tilfinningar sínar gagnvart bar- áttu við illvígan sjúkdóm sem varð um tíma stór þáttur í lífi hennar. Þessar myndirvoru einsogskrásetningá ferl- inu og því að takast á við þjáninguna. Þrjár gerðir vefstaða á sýningunni sýna þörf Ragnheiðar tii að fræða og sýna okkur vefinn sem myndmiðii tii listsköpunar. Fróðlegt var að skoða kijásteinavefstaðinn þar sem staðið er við vefnaðinn og þráðurinn sleginn upp með skeið og uppistöðuþræð- inum haldið strekktum með því að hengja steina, kijásteina í lóðréttan uppistöðuþráðinn. Það kallaðist að kljá vefinn. 1 Á íslandi var ofinn með sérstökum hætti glitvefnaður þar sem réttan snéri upp í stólnum, auðveldaði það vefaranum að fylgja mynstrinu við vefnaðinn. íslenskurglitvefnaður var því einungis unninn hér á landi en mynsturþráðurinn lá einungis á réttunni ogvið þaðsparaðistdýrmætt.jurtalitað band. Niðurlag Rýmisþræðir Ragnheiðar hafa án efa og vonandi veitt fólki meiri innsýn í þennan áhugaverða þátt myndlistar. Verkin eru til marks um að vegferðin sem hófst með hinu töfrum slegna andrúmi sem myndaðist í vefstofu Kvennaskólans á Blönduósi hefur skilað mögnuðum árangri. Á tímum hraðans og endalausra nýrra tækja til að auka sífellt afköstin er gott til þess að vita að til eru listamenn sem skapa verk sem þurfa sinn tíma og hafa beina snertingu við efnið. Þar er áherslan fremur á gæði en magn. Þar er efnið snortið höndum og hugsun sem breyta því með töframætti list- miðilsins í tímalaust verk. Gögn: • Ragnheiður Þórsdóttir (2015). Rýmisþræðir, heimasíða Listasafnsins á Akureyri 2015. • Fagleg orðtök og skrif um sögulegt efni varðandi textíl, er fengið úr samtali við lista- konuna. Uppspuni (hluti afverkinu), ár: 2015 - Einskeftuvefnaður úr bómull og plasti. Uppistaðan ámáluð með bómullarlitum.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.