Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 39

Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 39
með vorum við komnar með ákveðinn ramma til að vinna með. Sigríður skrifaði textann í bókinni um þessar konur og þegar hann er lesinn sést hve íslenskar konureru og hafa verið sterkir persónuleikar. Mér finnst saga þessara kvenna ekki síður mikilvæg en það listahandverksem eftirþærliggur. Að gefa út bók er ekki hrist fram úr erm- inni. Ég sóttist eftir því að fá styrki til að geta gefið bókina út. Ég leitaði til fyr- irtækja, stofnana og félagasamtaka í Skagafirði og var mér alls staðar vel tekið. Þegar ég útskýrði fyrir mönnum að égværi að gefa út bók um skagfirska rósavettlinga kom oft skrýtinn svipur á fólkogþásérstaklegakarlmennogégvar spurð „er hægt að skrifa bók um það?“ Já það er hægt að skrifa bók um vettlinga eins og dæmin sanna. Ég er afskaplega stolt af því að hafa með útgáfu þessarar bókar náð að varðveita handverk sem afskaplega fáir kunnu. Ég veit að tvær kynslóðir til viðbótar af afkomendum Ragnheiðar hafa lært þetta handverk og halda merkjum formæðra sinna á lofti. Þá er takmarkinu náð. Einnig var það alltaf markmið mitt með útgáfu þessarar bókar að hún væri sjálf skag- firskt handverk en bókin er að öllu leyti unnin í Skagafirði. Það var prentsmiðjan Nýprent á Sauðárkróki sem sá um prentun bókarinnar. Ég er að vinna að þýðingu bókarinnará ensku ogvonasttil þess að hún komi út nú í vor. Skagfirskir rósavettlingar sem hér um ræðir eru slík listasmíð að mér fannst ófært annað en að fleiri fengju að njóta þess að sjá svo fallegt handverk. Greinilegt er að þær konur sem unnu þessa vettlinga hafa verið snillingar í tóvinnu. Vinnubrögð sem þessi eru hverfandi og því við hæfi að grípa tæki- færið og vekja athygli á sérstöðu þessa handverks og reyna að fanga tíma sem erað líða. Ég á mikið að þakka þeim sem hjálp- uðu mér við útgáfu bókarinnar og þá sérstaklega Sigríði Sigurðardóttur sem skrifaði textann í bókinni. Einnig starfs- fólki Nýprents á Sauðárkróki. Án allra þeirra sem aðstoðuðu mig á einn eða annan hátt hefði þessi bók aldrei orðið aðveruleika. 39

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.