Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 43

Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 43
Höfundur: Kristín Margrét Bjarnadóttir, formaðurskólanefndar Heimilisiðnaðarfélagið hefur staðið fyrir námskeiðum í íslensku handverki allt frá árinu 1914. Heimilisiðnaðar- skólinn var stofnaður árið 1979 til að halda utan um kennsluna og hefur rekstur hans verið samofinn starfi Heimilisiðnaðarfélagsins frá upphafi. Markmið skólans er að efla og vernda þjóðlegan íslenskan heimilisiðnað, kynna hann fyrir almenningi, auka hann og efla og stuðla að vönduðum vinnubrögðum. Einnig er markmiðið að vekja áhuga landsmanna á þjóð- legum menningararfi og jafnframt kynna hvernig má nýta þekkinguna til að framleiða fallega og nytsama hluti sem hæfa kröfum hverstíma. Það erstefna Heimilisiðnaðarskólans að hafa fjölbreytt og gott úrval af nám- skeiðum (og reyna ávallt að bæta við nýjum námskeiðum á dagskrá). Við erum trú okkar markmiði og bjóðum upp á námskeið í þjóðbúningasaumi auk þess sem boðið er upp á ýmis námskeið tengd þjóðbúningum, s.s. útsaum í peysufataslifsi, spjaldofin styttubönd, ofnar svuntur, undir- pilsasaum o.fl. Undanfarin ár hafa kennarar frá Heimilisiðnaðarskól- anum verið reglulega með námskeið í þjóðbúningasaumi á Akureyri. Þessi námskeið fóru hægt af stað en þátt- taka hefur aukist og er mikil ánægja á meðal þátttakenda. Auk námskeiða sem tilheyra þjóðbún- ingasaumi er boðið upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum í ýmiss konar handverki. Má þar nefna nokkur nám- skeið í prjóni þar sem kennd er ýmis prjónatækni ásamt hefðbundnu prjóni, fjölbreytt námskeið í hekli og útsaumi ásamt tálgun fyrir börn og fullorðna. Vefnaðamámskeiðin eru með vin- sælustu námskeiðunum og hefur verið fullbókað á þau þetta skólaár. Ánægjulegt er að sjá hve margir hafa áhuga á að læra tóvinnu en það nám- skeið er fullsetið þessa önnina og því greinilegt að þetta gamla handverk stendur enn fyrir sínu. Við bjóðum líka upp á námskeið í jurtalitun sem hefur alltaf vakið mikla lukku. Það námskeið verður í byrjunjúní þarsem meðalannarserfarið útí náttúrunatil að tína jurtirtil að lita með. Ýmis ný námskeið hafa komið inn, svo sem fléttaðir kaffipokar, þar sem kennt er að flétta körfu úr gömlum kaffipokum. Námskeið í að gimba sjal ferafstað nú ívor, útsaumsnámskeið í þrívíddarsaumi, svart- og hvítsaumur og bróderaðir upphafsstafir eru líka á námsskránni. Eitt vinsælasta námskeið skólans undanfarið skólaár hefur án efa verið heklnámskeiðið Fyrst á réttunni svo á röngunni þar sem kennt er fallegt heklmunstur. Þetta námskeið er eitt af örnámskeiðum skólans og var eftirspurn það mikil að ákveðið var að setja upp nokkur námskeið síð- astliðið sumar sem gengu mjög vel. Nemendur af námskeiðinu settu inn myndir á Fésbókina sem varð til þess að margir sáu afraksturinn og nám- skeiðið varð eftirsótt. Þetta er aðeins upptalning á nokkrum námskeiðum sem boðið er upp á en tæmandi listi er á heimasíðu Heimilis- iðnaðarfélagsins, www.heimilisidnadur. is. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér dagskrá skólans og jafnframt til að vera í sambandi við nefndina með hugmyndir að nýjum námskeiðum. Ábendingar um góða kennara sem vilja bætast í þann frábæra kennara- hóp sem við erum með hér í skól- anum eru einnig vel þegnar. Einnig eru möguleikar hjá vinahópum, saumaklúbbum og öðrum hópum að setja sig í samband við okkur og koma með tillögur að nýjum námskeiðum, eða fá sérstök námskeið fyrir hópinn. Það er einstakt andrúmsloft sem tekur á móti manni í húsnæði skólans í Nethylnum þegar nokkur námskeið eru í gangi samtímis. Flestir eru nið- ursokknirvið að læra nýtt handverk, einhverjir að skoða hjá öðrum og dást að fallegum hlutum, og aðrir komnir í huganum á næstu námskeið og gleði og ánægja við völd. Þessu viljum við viðhalda og vonumst því til að sjá sem flesta á námskeiðum hjá okkur á næstu misserum. ©ullkistan Sérverslun með kvensilfur Bjóðimi eldri numsturgerðir Onnumst allar viðgerðir, hreinsun og gyllingar. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. 05uUkÍstan Frakkastíg 10 - Sími: 551 3160

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.