Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 46

Hugur og hönd - 01.06.2016, Blaðsíða 46
LISTAVERK UR ÞÆFÐRI ULL Höfundur: Margrét Valdimarsdóttir • Ljósmyndir: Margrét Valdimarsdóttir og SolveigTheodórsdóttir Karoliina Arvilommi er finnsk tex- tíllistakona sem vinnur þæfð mynd- verk sem vakið hafa athygli víða um lönd. Hún og eiginmaður hennar Roderick Welch, sem er samverka- maður hennar í ullinni, komu hingað til lands síðastliðið haust og kenndu tvö námskeið í blautþæfingu við Heimilisiðnaðarskólann. Það er mik- ill fengur í að fá erlenda gestakenn- ara því þannig berast hingað ferskir straumar og nýjar aðferðir. Auk nám- skeiðsins stóð Heimilisiðnaðarfélagið fyrir sýningu á verkum Karoliinu í Hannesarholti við Grundarstig. Margir muna eftir þeim feiknarmiklu vinsældum sem þæfing af öllu tagi naut fyrir rúmum áratug. Þó vin- sældir þæfingar hafi rénað er ullin enn nærtækurefniviðurí nytjahluti og listmuni. Það var því ánægjulegt að kynnast þeim aðferðum sem Karoli- ina hefur þróað til að skapa myndverk úr þæfðri ull. Á námskeiðinu gerðu nemendur fyrst lítið prufustykki áður en þeir síðan lögðu í stærra verk. Nemendur höfðu flestir eitthvað kynnst þæfingu áður og þekktu því til að mynda notkun tágagardínu og flugnanets við verkið. Annað var nýtt, svo sem notkun á ákveðinni tegund af sápu (Bonne Mere sem inniheldur 72% ólífuolíu) og kökukefli til þess að pressa vatnið úr. Afrakstur námskeiðs- ins var mikill og nemendur ánægðir. Karoliina kennir handtökin Áhugasamir nemendur vinna að þæfingarverkum 46

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.