Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 2
Allar hugmyndir eru vel þegnar og þó að maður sé svekktur þá er Eurovision ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag. Rúnar Freyr Gíslason Veður Hæg breytileg átt og skýjað með köflum eða bjartviðri. Frost 2 til 12 stig, en vaxandi sunnanátt með éljum við vesturströndina og syðst annað kvöld og dregur úr frosti.SJÁ SÍÐU 20 AFMÆLISTILBOÐ Í MARS kr .kg1790 FISKRÉTTUR DAGSINS Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarinaSogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 GARÐABÆR Myndstef hefur óskað eftir upplýsingum um afdrif lista- verksins Dómaraf lautunnar sem Bessastaðahreppur fjárfesti í árið 1996. Höfundur verksins er Stefán Geir Karlsson og ýjar Myndstef að því að brotið hafi verið á sæmdar- rétti höfundar. Nafni sveitarfélagsins var breytt í sveitarfélagið Álftanes árið 2004 og síðan sameinaðist sveitarfélagið Garðabæ árið 2012. Í bréfi frá Myndstefi sem tekið var fyrir í bæjarráði Garðabæjar í byrj- un vikunnar, kemur fram að verkið hafi verið lánað til skipuleggjenda heimsmeistaramótsins í hand- bolta árið 1995 og því komið fyrir á skyggni Laugardalshallarinnar sem eins konar táknmynd mótsins. Ári eftir mótið hafi Bessastaða- hreppur keypt verkið og var það vígt á íþróttasvæði sveitarfélagsins ári síðar. Fram kemur að viðhaldi verksins hafi ekki verið sinnt í framhaldinu og hafi  það síðan verið fjarlægt án tilkynningar til höfundar. Samkvæmt höfundarréttarlögum er það brot á sæmdarrétti höfundar að breyta verkinu eða misfara með það á einhvern hátt og telur Mynd- stef að ofangreind háttsemi feli í sér slíkt brot. Fékk Garðabær vikufrest til að svara erindinu og var bæjar- stjóra falið að sjá til þess. – bþ Vilja vita hvar Dómaraflautan er niðurkomin Óvenjulegt fjölskyldulíf Fjölskyldulífið er á f lestum heimilum afar óvenjulegt þessa dagana vegna samkomubanns og rasks á vinnustöðum og skólum. Hjónin Fjóla María Ágústsdóttir og Haukur Þór Hauksson og synir þeirra, Breki Hilmar, Hugi Steinn og Haukur Ágúst laga sig að aðstæðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Dómaraflautan var keypt árið 1996. COVID-19 „Við erum byrjuð að ræða hvort við gerum eitthvað og hvað við gerum,“ segir Rúnar Freyr Gísla- son, verkefnastjóri á RÚV og fjöl- miðlafulltrúi íslenska Eurovision hópsins. Í gær tilkynnti yfirstjórn Eurovision að keppninni sem fram átti að fara í Rotterdam í Hollandi í maí á þessu ári hefði verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins. Samkomubann hefur verið sett á í landinu. „Það virðist vera alveg á hreinu að það verði engin keppni í ár svo nú er stóra spurningin sú hvað verður um öll þau lög og þá flytjendur sem unnu forkeppnir í sínum heima- löndum, munu þau keppa að ári?“ segir Rúnar og bætir við að yfir- stjórn Eurovision vinni nú að því að svara þeirri spurningu í samvinnu við sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Spurður að því hvort eitthvað verði gert hér á landi á þeim tíma sem keppnin fer vanalega fram verði lífið aftur farið að ganga sinn vanagang, segir Rúnar að allt sé opið í þeim efnum. „Allar hugmyndir eru vel þegnar og þó að maður sé svekktur þá er Eurovision ekki stærsta vandamálið í heiminum í dag. Lagið hans Daða lifir sama hvað og það er hlustað á það um allan heim,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlist- armaður og fyrrverandi Eurovision keppandi, tekur undir orð Rúnars og segir að þjóðin muni finna leið til að gleðjast í vor líkt og síðast- liðin vor. „Þessi ákvörðun hefur ekki verið tekin í f lýti og hún er lík- lega tekin núna vegna þess að með réttu ætti forvinna við svona stóran viðburð að vera byrjuð,“ segir hann. „Það er hins vegar hægt að skipu- leggja dansiball eða minni viðburði með stuttum fyrirvara og þó við vitum ekki hvenær samkomubanni verður aflétt þá get ég lofað þér því að þegar það gerist eigum við öll eftir að hlaupa út eins og beljur að vori og taka beljudans saman,“ segir Páll Óskar, en undanfarin ár hefur hann haldið afar vel sótt Eurovision böll að kvöldi keppninnar. Hera Björk Þórhallsdóttir söng- kona tók þátt í keppninni í Ósló árið 2010 og segir hún afleiðingar þess að af lýsa Eurovision hafa áhrif á stóran hóp fólks. „Þetta er auðvitað rosalegt fyrir minn eurobransa,“ segir hún. „Svo vinnur auðvitað stór hópur fólks við hljóð, ljós og framleiðslu keppninnar ásamt því að hverjum keppanda fylgir 20 til 50 manna teymi. Svo eru margir fyrr- verandi keppendur enn að fá tekjur af giggum í kringum keppnina.“ Hera átti að fara til Ástralíu í lok mánaðarins og koma þar fram í tengslum við Eurovision og einn- ig var hún með bókaða viðburði í Rotterdam þegar keppnin átti að fara fram. „Við gömlu keppendurnir skiptum ekki miklu máli í stóra samhenginu. Daði og Gagnamagnið hafa fjárfest í þessu verkefni í marga mánuði og vonandi fá þau að fara á svið eftir ár. Áfram Daði og Gagna- magnið, ykkar tími mun koma,“ segir Hera. birnadrofn@frettabladid.is Þjóðin finni leið til að gleðjast án Eurovision Verkefnastjóri á RÚV er opinn fyrir hugmyndum um afþreyingu fyrir þjóðina eftir að Eurovision var aflýst í gær. Áhrif þess að aflýsa keppninni munu sjást víða og segir Páll Óskar að þjóðin muni þó finna leið til að gleðjast í vor. Ekki er enn ljóst hvort Daði og Gagnamagnið verða framlag Íslands í Eurovision þegar keppnin verður haldin árið 2021. MYND/MUMMI LÚ COVID -19 Á blaðamannafundi almannavarna í gær kom fram að staðfest smit COVID-19 væru orðin 250 talsins. Fimm manns liggja nú á Landspítalanum og tveir á gjör- gæsludeild. Þá eru í kringum 2.400 manns í sóttkví í sex landshlutum en 6.500 sýni hafa verið tekin á Landspítala og hjá Íslenskri erfða- greiningu. Alma Möller landlæknir sagðist búast við að f leiri færu að veikjast og að álagið á heilbrigðis- kerf ið myndi aukast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði mikið spurt um hvort hægt væri að smitast í tvígang. Samkvæmt erlendum rannsóknum er það mögulegt en afar sjaldgæft. – khg Búast við meiri veikindum og auknu álagi Fimm manns liggja nú á Landspítala og tveir á gjörgæsludeildinni. 1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.