Fréttablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 19
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR Tískuáhuginn kviknaði þegar ég var lítil telpa. Þá vaknaði móðir mín eldsnemma á hverjum morgni til að mála sig, laga hárið og líta sem best út fyrir daginn. Hún var alltaf í háum hælum og pilsi, jafnvel yfir háveturinn í Síberíu, þar sem fimmtán stiga frost telst frekar hlýtt. Ég vaknaði á sama tíma til að fylgjast með mömmu og læra af henni handtökin, og þegar tæki­ færi gafst stalst ég í málningar­ dótið hennar, hælaskóna og ekki síst hárkollur og hárlengingar. Það fannst mér rosalega spennandi og í mínum huga leit ég út alveg eins og Barbí,“ segir Anna Mist, sem fæddist í borginni Omsk í Síberíu í Rússlandi árið 1995. Hún flutti með móður sinni til Íslands þegar hún var tíu ára. „Að mínu mati er heilbrigt útlit og flottur fatastíll mikilvægt, því útlit manns og ásýnd hefur áhrif á viðmót fólks við fyrstu kynni. Því getur útlit og stíll haft jákvæð áhrif á velgengni og framfærni í lífinu,“ segir Anna Mist. Hún talar reiprennandi fimm tungumál, hefur mikinn áhuga á tísku, líkamsrækt, dansi og heil­ brigðum lífsstíl og er í sambúð með Halldóri Heiðari Hallssyni lögmanni, sem Anna Mist segir að sé sín helsta stoð og stytta, hafa stutt við bakið á sér í lífsins ólgusjó og hvatt sig áfram í hvívetna. Mikilvægt að vera kvenleg Anna Mist fer helst ekki úr húsi án þess að hafa sig til. Þannig líður henni einfaldlega betur og er sjálfsöruggari. „Dags daglega er stíllinn minn látlaus og stílhreinn. Ég reyni að vera ekki alltaf í svörtu og helst ekki að blanda saman fleiri en þremur litum. Á veturna er ég oftast í buxum, skyrtu og peysu eða ponsjó, ef það er kalt. Ég verð þó að viðurkenna að ég fórna oft hlýleika fyrir útlit,“ segir Anna Mist og hlær. Hún er einkar hrifin af hælastíg­ vélum og kápum. „Ég legg mig fram um að vera fín og snyrtileg hvert sem ég fer og mér er mikilvægt að vera kvenleg til fara. Því vel ég að klæðast annaðhvort skyrtu eða kápu og hælum. Skyrtur passa við flest tilefni; í háskólann, vinnu, á fundi, út að borða, í myndatökur, veislur, búðir eða út að skemmta sér. Þegar ég fer eitthvað fínt vel ég elegant og heillandi klæðnað sem undirstrik­ ar kvenleika minn, eins og kjól og háa hæla. Eða eins og mamma segir alltaf: „Ef ekki í kjól við fínt tilefni, þá hvenær?“,“ segir Anna Mist sem klæðist rauðu þegar hún vill stela senunni. „Rauður kjóll dregur að sér mikla athygli, sem og fallegir hælaskór. Flíkur sem sýna kven­ legar útlínur líkamans vekja líka athygli, en svo fer það eftir tilefni og skapi hvernig ég klæði mig. Ég vil að stíllinn minn endurspegli heillandi útlit, sjálfstraust, sjálf­ stæða konu, vald, sterka sjálfs­ mynd og auðvitað kvenlegan yndisþokka. Stíll segir oft mikið til um persónuleikann, hann getur haft áhrif á viðhorf fólks og hvernig það tekur á móti þér.“ Mamma gaf tískuvitið Móðir Önnu Mistar, Svetlana Ponkratova, er og verður hennar helsta tískufyrirmynd. „Þegar ég var barn klæddi mamma mig alltaf í kjól og háa sokka, gerði á mig hárgreiðslur á hverjum einasta degi og alltaf með slaufu. Í dag erum við eins og vinkonur, hún segir mér frá öllum nýjum fötum sem hún kaupir og gefur mér enn í dag ráð sem tengjast tísku og útliti. Ég spyr því mömmu alltaf álits þegar kemur að fötum,“ segir Anna Mist og lætur hugann reika að fyrstu tísku­ minningunni. „Þegar ég var lítil var mamma Glæsileg í kvenlegum, gráköflóttum kjól úr kasmírull og með svart Gucci-leðurbelti í mittið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í svörtum gallabuxum, ullarpeysunni Byl frá 66°N, með svarta tösku frá Ralph Lauren og í brúnni kápu frá ítalska hönnuðinum Roberto Cavalli. Anna Mist í svörtum gallabuxum og hlébarðaskyrtu úr Gallery 17. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Í dálæti hjá Önnu Mist Kjóll, pils eða buxur? Kjóll Blúnda eða leður? Leður. Gull eða silfur? Gull, alltaf gull. Doppur eða köflótt? Köflótt í Burberry-stíl. Háir hælar eða flatbotna skór? Háir hælar, auðvitað. Þröngt eða vítt snið? Þröngt til að sýna línurnar. Náttkjóll eða náttföt? Náttföt sem samanstanda af hlýrabol og stuttbuxum. Hlébarða- eða sebrahesta- mynstur? Hlébarði. Gloss eða maskari? Ég vel maskara umfram gloss því mér þykir náttúrulegur litur vara minna flottur. Framhald af forsíðu ➛ áskrifandi að tískublaði sem kom til okkar í pósti. Ég var alltaf fyrst til að opna pakkann og skoða. Ég var forvitin um tískuna og fannst blaðið mjög spennandi.“ Hennar eigið besta tískuráð til kvenna er að vera ófeimnar við að klæðast kjólum oftar en þó fyrst og fremst að vera þær sjálfar. Sjálf fylgir hún tískudrósunum Mínu Fanney, Valeriu, Evu, Man­ úelu og Sunnevu á samfélags­ miðlum. „En ef það ætti að banna eina flík í tískuheiminum væru það smekkbuxur,“ segir Anna Mist og skellihlær. Síðast keypti hún sér fallegan, melónubleikan kjól á netinu. „Hann nær upp að hálsi og niður á hné en er samt þröngur og sýnir vel vöxtinn. Svo eru eyrnalokkar ómissandi skart við hvers kyns fatnað því þeir liggja upp við and­ litið og geta breytt útlitinu mikið.“ Það dýrasta í fataskáp Önnu Mistar eru pelskápur og 66°N­ úlpa. „Alla pelsa og leður kaupi ég í útlöndum. Ég lærði það líka af mömmu og hennar reynslu úr vetrarkuldum Síberíu að kaupa alltaf ekta og frekar aðeins dýrari pelsa því þeir eru hlýrri en gervi­ pelsar sem halda engum hita.“ Vill sjá tískuna árið 2050 Anna Mist er með nokkur lítil húðflúr og eitt ívið stærra. „Öll eru þau á ósýnilegum stöðum og því get ég auðveldlega valið lítinn kjól sem hylur öll húð­ flúrin ef með þarf. Ég sé ekki eftir neinu þeirra enda fékk ég þau öll eftir tvítugt.“ Í snyrtibuddunni er jafnan allt sem Anna Mist þarf á að halda; kinnalitur, sólarpúður, „high­ lighter“, varalitur og „setting spray“. „Af ilmvötnum nota ég aðal­ lega Chanel Gabrielle og Burberry London. Ég elska sterka ilmi sem endast lengi; angan sem er fersk og pínu sæt,“ upplýsir Anna Mist. Mætti hún bjóða einni frægri skvísu með sér í búðaráp yrði það Kim Kardashian eða Rebecca Marie Gomez. „Mér finnst Kim, Rebecca Marie, sem er stundum köllum Becky G, og Robyn Rihanna vera með best klæddu stjörnum heims en af körlunum er það Anthony Santos, kallaður Romeo Santos.“ Hún segist óska þess að Insta­ gram og Facebook hefðu orðið til aðeins fyrr. „Þaðan fæst svo mikill fróðleikur um tísku og útlit í dag. Þegar ég var unglingur vissi ég ekki helminginn af því sem unglingar vita um tísku og útlit í dag. Ég er forvitin um hvernig tískan þróast í framtíðinni og myndi eflaust stilla tímavél á áratuginn 2040 til 2050 til að geta skyggnst inn í tískuheim framtíðarinnar.“ Keppnis- og ævintýrakona Fram undan eru spennandi tímar hjá Önnu Mist. „Á undanförnum misserum hef ég keppt í fitness­keppnum hér heima og ytra en þar sem langt er í næstu fitness­keppni ákvað ég að prófa nýja áskorun sem er Miss Universe Iceland keppnin sem fer fram í Hljómahöllinni 29. maí. Það á örugglega vel við mig. Ég hef alltaf verið upptekin af tísku og útliti, lauk námi í naglaskóla, Fashion Academy­skólanum, nám­ skeiðum hjá Make Up School og hef mikinn áhuga á myndatökum,“ segir Anna Mist, sem stundar einnig nám í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og mætir í ræktina hvern dag til að undirbúa sig fyrir næsta fitness­stórmót sem haldið verður í Bandaríkjunum í haust. „Ég er orkumikil og ævintýra­ gjörn og finnst gaman að vera félagslega virk og taka þátt í sem flestu.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.