Fréttablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 15
Ljóst er að mikið álag er á
kerfinu okkar en gleymum
ekki að ræða álagið á fjöl-
skyldurnar.
Café
Komdu í kaff i
AUSTURSTRÆTI
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
LAUGAVEGI
AKUREYRI
VESTMANNAEYJUM
Þegar rykið sest verður hægt
að fara af fullum krafti í það
að efla atvinnulífið.
Það er staðreynd að við erum að ganga inn í kólnandi hagkerfi eftir uppsveiflu undanfarinna
ára. Þar koma til nokkrar ástæður
eins og fækkun ferðamanna og
loðnubrestur svo eitthvað sé nefnt.
Við þetta bætast svo efnahagsáhrif
af völdum COVID-19. Í kólnandi
hagkerfi þurfa fyrirtæki gjarnan
að hagræða og grípa til uppsagna
sem leiðir til aukins atvinnu-
leysis og minnkandi hagvaxtar.
Efnahagsstaða þjóða getur verið
sveif lukennd og það þekkjum við
í Íslandssögunni. Viðbrögð stjórn-
valda hverju sinni hafa áhrif á stöðu
og framgang efnahagsmála til fram-
tíðar. Staða ríkissjóðs er sterk og
það er sá grunnur sem við getum
byggt á þegar við bregðumst við
fyrirliggjandi krísu.
Áform stjórnvalda
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa
verið fumlaus og ákveðin. Nú hefur
þegar verið brugðist við og kynntar
aðgerðir sem munu spyrna á móti
niðursveiflu í hagkerfinu í þessum
fordæmalausu aðstæðum sem
skapast hafa vegna COVID-19.
Markmiðið með þeim aðgerðum er
að styðja við bankakerfið til þess að
hægt verði að f leyta fyrirtækjum
yfir erfiða hjalla næstu mánuði.
Farið verður í ákveðnar skattkerf-
isbreytingar til þess að lækka álögur
og síðast en ekki síst verða settir á
bilinu 20-25 milljarðar á ári næstu
þrjú árin í innviðaframkvæmdir
sem ætlað er að vera innspýting
fyrir hagkerfið. Þar eru aðgerðir
sem eru mannaflsfrekar og ákveðn-
ar framkvæmdir eru til þess fallnar
að ef la atvinnutækifæri. Má þar
nefna brúagerð, vegaframkvæmdir
og hafnarframkvæmdir. Mikilvægt
er á tímum sem þessum að stjórn-
völd bregðist við með markvissum
hætti til að vega upp á móti niður-
sveiflu í hagkerfinu sem koma bæði
atvinnulífinu og þá heimilunum til
góða.
Þegar rykið sest
Gera má ráð fyrir að COVID-19
muni ganga hér yfir á einhverjum
mánuðum og eru stjórnvöld að
taka málið föstum tökum. Fyrir
liggur að einhverjar raskanir muni
verða á hefðbundnu lífi borgaranna
en stjórnvöld stefna á að lágmarka
þær. Samheldni þjóðarinnar skiptir
miklu máli og hefur hún sýnt það í
verki með því að fara eftir leiðbein-
ingunum almannavarna og land-
læknis sem er gríðarlega mikilvægt.
Þannig komumst við standandi
niður úr þessu falli.
Þegar rykið sest verður hægt að
fara af fullum krafti í það að ef la
atvinnulífið. Verður það meðal
annars gert með þeim aðgerðum
sem farið hefur verið hér yfir sem
og öf lugu markaðsátaki í ferða-
þjónustu og með því réttum við við
stærsta atvinnuveg landsins. Það er
líka þekkt að upp úr krísum mynd-
ast ný tækifæri eins og kom í ljós
eftir síðustu krísu. Þjóðarskútan
mun rétta sig við og það þekkjum
við öll sem búum á landi elds og ísa
og stöndum saman nú sem fyrr. Það
mun skila sér til komandi kynslóða
eins og við öll þekkjum.
Tími Framsóknar í efnahagsmálum
Halla Signý
Kristjánsdóttir
þingmaður
Framsóknar-
flokksins
Forsvarsmönnum almennra frjálsra félagasamtaka brá nokkuð í brún þegar farið var
á heimasíðu Skattsins til að ganga
frá framtölum ársins. Upp poppaði
gluggi þar sem þess var krafist að
hlutaðeigandi upplýsti um „raun-
verulega“ eigendur félags eða félaga.
Til frekari áréttingar kröfunni
fylgdi hótun um dagsektir ef ekki
yrði án tafar brugðist við.
Í 74. gr. Stjórnarskrárinnar er
kveðið á um það að menn eigi rétt
á að stofna félög í sérhverjum lög-
legum tilgangi án þess að sækja um
leyfi til þess.
Á heimasíðu Skattsins er að finna
eftirfarandi:
„Almenn félög – samtök
Sk ipulagsbundin félög sem
starfa í þágu ófjárhagslegs til-
gangs hafa verið nefnd almenn
félög. Almenn félög eru skipulags-
bundin, varanleg samtök tveggja
eða f leiri aðila, sem stofnað er til
af fúsum og frjálsum vilja með
einkaréttarlegum löggerningi í því
skyni að vinna að ófjárhagslegum
tilgangi. Þar sem ekki er kveðið á
um skipan almennra félaga í lögum
skipta ákvæði samþykkta miklu
við túlkun á réttarstöðu þeirra auk
þess sem meginreglur félagaréttar
koma þá til skoðunar. Almenn félög
verða lögaðilar þegar þau hafa verið
stofnuð og er skráning ekki skilyrði
fyrir rétthæfi þeirra. Unnt er að fá
þau skráð í fyrirtækjaskrá ríkis-
skattstjóra skv. lögum nr. 17/2003
um fyrirtækjaskrá en þau eru ekki
skráningarskyld.
Sem dæmi um almenn félög má
nefna stjórnmálaf lokka, íþrótta-
félög, skákfélög, fagfélög, stéttar-
félög, samtök vinnuveitenda, mann-
úðarfélög og menningarfélög.“
Félög sem starfa í þágu ófjár-
hagslegs tilgangs þurfa að hafa
bankareikning m.a. til að varðveita
félagsgjöld. Forsenda þess að geta
stofnað bankareikning er að félag-
ið hafi kennitölu. Hafi félagið aflað
sér kennitölu virðist það lenda sjálf-
krafa á fyrirtækjaskrá. Það er þetta
atriði sem Ríkisskattstjóri hengir
hatt sinn á, vegna þess að í 2. gr.
laga nr. 82/2020 sem er forsenda
aðgerðanna gegn almennum frjáls-
um félögum segir: „Lög þessi gilda
um lögaðila sem stunda atvinnu-
rekstur hér á landi eða eru skráðir
í fyrirtækjaskrá.“
Skatturinn fer offari í lagatúlkun
sinni og hún er íþyngjandi fyrir
margvíslegt sjálf boðastarf í land-
inu. Eftirlitsaðilum er í lófa lagið að
fylgjast með og bregðast við óeðli-
legum umsvifum eða tilfærslu fjár-
muna á bankareikningum, frekar
en að tortryggja alla fyrir fram.
Heilsíðuauglýsingar frá Skatt-
inum, sem birtust í Fréttablaðinu
og Morgunblaðinu fimmtudaginn,
12. mars 2020, benda til þess að
mörgum hafi vafist tunga um tönn
þegar tilgreina á „raunverulega“
eigendur almennra frjálsra félaga-
samtaka því fram til þessa hefur
verið talið að þau væru í óskiptri
sameign félagsmanna. Hverjir eru
„raunverulegir“ eigendur þess sem
Ríkisskattstjóri skilgreinir sem
„almenn félög“? Eru formenn eða
prókúruhafar samtakanna „raun-
verulegir“ eigendur þeirra? Verður
ætlast til þess að öll frjáls almenn
félög í landinu uppfæri árlega „eig-
endaupplýsingar“ ? Ekki kærir fólk
sig um að vera skráð eigendur félags
þar sem aðrir hafa tekið við stjórn-
artaumunum. Er næsta skrefið að
þeir skuli telja félögin fram sem
eign sína og borga af þeim viðeig-
andi skatta og gjöld ef um slíkt er að
ræða? Eru alþingismenn samþykkir
túlkun Ríkisskattstjóra á ákvæði í
2. gr. laga nr. 82/2020? Hvernig
skyldi í framhaldinu verða að fá
fólk til að gegna trúnaðarstörfum
í almennum frjálsum félögum ef
framangreind túlkun Ríkisskatt-
stjóra stendur óhögguð? Hvað segir
fólk um þessa sókn skattstjóra gegn
félagafrelsinu?
Á blaðsíðu 16 í Fréttablaðinu
fimmtudaginn, 12. mars 2020, er
birt skopmynd teiknuð af snill-
ingnum Halldóri Baldurssyni, sem
tengist því sem hér er til umfjöll-
unar. Þar hittir hann naglann á höf-
uðið. Myndin segir meira en mörg
orð. Ríkisskattstjóri ætti að ramma
þessa mynd inn og hengja hana upp
á vegg andspænis skrifborðinu sínu
sér til áminningar um að gæta þess
að ganga ekki of langt í að skerða
félagafrelsi fólks í þessu ágæta
landi. Það eru ekki allar þjóðir sem
búa við slík réttindi. Réttindi sem
er skylt og nauðsynlegt að standa
vörð um.
Leiftursókn gegn
félagafrelsi?
Nú þegar ráðamenn tala um fordæmalausa tíma er mikilvægt að huga að
minnstu einingu samfélagsins,
f jölskyldunni. Framvarðarsveit
landsins hefur komið ágætlega til
skila hvernig álag getur birst okkur
m.a. í klaufalegum samskiptum og
ónærgætni og þá er mikilvægt að
geta bakkað, viðurkenna mistök,
biðjast fyrirgefningar og fá leyfi
til að byrja aftur. Þá talaði land-
læknir um mikilvægi húmors sem
er mikilvægt verkfæri til að takast
á við erfiðleika.
Ljóst er að mikið álag er á kerfinu
okkar en gleymum ekki að ræða
álagið á fjölskyldurnar. Mikilvægt
er að einstaklingar innan fjölskyldu
geti rætt og fái samþykki fyrir líðan
sinni og áhyggjum. Þá þurfa foreldr-
ar og aðrir sem koma að börnum, að
búa til umhverfi fyrir þau þar sem
þau geta tjáð sig og á þau er hlustað.
Þá er gagnlegt fyrir foreldra að
setjast niður með börnum sínum
og má nefna form fjölskyldufunda,
en þar gefst fjölskyldumeðlimum
kostur á að spyrja spurninga sem og
má nýta til að skipuleggja praktíska
hluti frá viku til viku, s.s. matar-
plan, heimilisverk og gæðastundir.
Þá er mikilvægt að við reynum að
láta þessar aðstæður hafa eins lítil
áhrif eins og kostur er. Það getur
reynst þrautin þyngri, en eftir
fremsta megni að huga að grunn-
þörfum okkar, s.s. svefni, næringu
og hreyfingu. Þá ekki síður að sinna
ástinni, gleðinni, örygginu. Vernda
hvert annað þegar við erum hrædd,
samþykkja skoðanir og líðan hvers
annars, síðast en ekki síst að gleðj-
ast saman.
Fjöldinn allur er af hugmyndum
um það sem fjölskyldan getur gert
sér til dægrastyttingar og skemmt-
unar, s.s. leikir, dansar, gátur,
galdrar, tilraunir, bakstur, leikrita-
smíð, tölvuleikir. Einnig er tilvalið
að fara af stað með verkefni sem
við gefum okkur venjulega ekki
tíma til að sinna. Svo eitthvað sé
talið má nefna heimaleikfimi, jóga,
að gróðursetja fyrir sumarið, para
staka sokka, henda myndum í fram-
köllun.
Mikilvægasta eining samfélags-
ins, fjölskyldan, þarf sérstaka sinnu
á þessum skrýtnu tímum og mikil-
vægt að huga að sér og sínum.
Fjölskyldur hugi að sér og sínum
Gylfi
Kristinsson
stjórnmála-
fræðingur og
fyrrverandi
skrifstofustjóri
í félagsmála-
ráðuneytinu
Ólína
Freysteinsdóttir
ráðgjafi
Skatturinn fer offari í
lagatúlkun sinni og hún er
íþyngjandi fyrir margvíslegt
sjálfboðastarf í landinu.
1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð