Feykir


Feykir - 01.02.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 01.02.2017, Blaðsíða 5
Della í Ljónagryfjunni Dominos-deidin :: Njarðvík – Tindastóll 92–86 Tindastólsmenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Njarð- víkingum í Ljónagryfjunni suður með sjó sl. fimmtudagskvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik Stól- anna komust heimamenn inn í leikinn strax í byrjun síðari hálf- leiks, með aðstoð dómaranna, og þeir reyndust síðan sterkari á lokamínútum leiksins og unnu dýsætan sigur, 92–86. Lið Tindastóls spilaði glimrandi körfubolta í fyrri hálfleik með þá félaga Pálma Geir og Chris Caird í hörkustuði. Antonio Hester fékk sína þriðju villu skömmu fyrir hlé, fyrir leikaraskap og var sá dómur hæpinn. Staðan í hálfleik var 36-55 fyrir Tindastól. Hester fékk síðan dæmda á sig algjöra delluvillu fyrir ruðning strax í upphafi síðari hálfleiks og varð Martin að setja hann á bekkinn fyrir lokaátökin. Njarðvíkingar gengu á lagið og gerðu 12 stig í röð áður en Stólarnir náðu að fóta sig. Caird var ótrúlega öflugur og raðaði niður körfum. Síðasta mínútan í þriðja leikhluta var ótrúleg. Fyrst minnkaði Jón Arnór muninn í 66-69 en Caird svaraði með þristi. Þá klikkaði Logi á 3ja stiga skoti þegar skammt var eftir, Björgvin náði boltanum og kastaði frá eigin vítateigslínu yfir allan völlinn og í spjaldið og niður um leið og flautan gall! Staðan 66-75 og staða Stólanna góð fyrir lokaátökin. Tindastólsmenn héldu for- ystunni þangað til þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá tóku heimamenn leikinn yfir og sigruðu sem fyrr segir 92-86. Sárgrætilegur ósigur staðreynd. Caird var lang stigahæstur Stólanna í kvöld með 39 stig! Pálmi og Hester voru síðan með 13 stig hvor. Pétur var með 10 stig og sjö fráköst. Svavar og Helgi Margeirs voru fjarri góðu gamni en reynsla þeirra hefði eflaust hjálpað Stólunum í þessum átökum. Næsti leikur er í Síkinu 2. febrúar en þá mæta Keflvíkingar liði Tindastóls. /ÓAB Chris Caird var með 39 stig. MYND: HJALTI ÁRNA ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Andrea Maya með gull Keppni í kúluvarpi á MÍ í frjálsum Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Keppendur voru alls um 300, þar af fjórir Skagfirðingar og tveir Húnvetningar. Andrea Maya Chirikadzi UMSS gerði sér lítið fyrir og sigraði í kúlu- varpi í flokki 14 ára stúlkna. Andrea Maya varpaði kúl- unni 9,64 m tæpum 30 sm lengra en næsti keppandi. Aðrir keppendur UMSS voru Stefanía Hermannsdóttir, Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson. Fyrir USAH keppti Brynjar Daði Finnbogason og Arna Rut Arnarsdóttir fyrir Kormák. Keppendalista, tíma- seðla og úrslit er hægt að sjá á fri.is. /KSE FYRIRTÆKI Á NORÐURLANDI VESTRA Í FREMSTU RÖÐ! Við erum stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Norðurlandi vestra samkvæmt útnefningu Creditinfo. 1988–2013 SORPHIRÐA Í 25 ÁR STEINULL HF. Friðrik Jónsson ehf Byggingaverktaki Ste ypust öð Skagafjarðar SKAGAFIRÐI Sérfræðikomur í febrúar 2017 13.OG 14. FEBRÚAR Sigurður Albertsson skurðlæknir 21. OG 32. FEBRÚAR Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir lausir tímar 22. febrúar 23. OG 24. FEBRÚAR Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir Tímapantanir í síma 455 4022. www.hsn.is Æfðu á grasi í síðustu viku Góð fótboltatíð Umræðan um grasvellina á Sauðárkróki hefur oft verið á neikvæðu nótunum, þar sem mörg undanfarin sumur hafi þeir komið illa undan vetri og seinir til, þegar vorar. Og ekki man blaðamaður eftir því að hafa heyrt að völlunum sé hrósað á miðjum vetri, en æft var á einum grasvellinum í síðustu viku. Á heimasíðu Tindastóls segir að þann 24. janúar í liðinni viku hafi 3. flokkur kvenna æft á grasvellinum í frábæru veðri. Smá frost hafi verið í vellinum sem var annars nokkuð góður enda hefur veðurfar verið með eindæmum gott undanfarið og segir á síðunni að vellirnir séu ennþá í fínu standi eftir sumarið. „Stefnt er að því að skipta út grasinu á þessum velli fyrir gervigras og er skipu- lagsvinna við það hafin. Það er von knattspyrnudeildar að hægt verði að æfa allan næsta vetur á gervigrasvellinum sem verður mikil búbót fyrir deildina,“ segir á Tindastóll. is. /PF Andrea Maya með fangið fullt af bikur- um á uppskeruhátíð UMSS. MYND: UMSS Vinnuvélar Símonar ehf. s: 893 7413 2016 05/2017 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.