Feykir


Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 2
Í æsku minni í uppsveitum Borgarfjarðar voru blöðin (lesist Tíminn) mikið lesin og hlustað á útvarpsfréttir þó boð- leiðirnar væru heldur fábreyttari en nú. Ef til vill hef ég verði forvitið barn og þótt gaman að fylgjast með fréttum, þó forfeður mínir vildu lítt kannast við orðatiltækið Lundar- reykjadalskjaftæði. Í öllu falli hefur mér alltaf verið afar hlýtt til héraðsfréttablaða og er Feykir þar engin undantekning. Það er því með söknuði sem ég kveð Feyki eftir tæplega fjögurra ára starf við blaðið. Eins og ég vissi þegar ég tók starfið að mér, í níu mánuði til að byrja með, hefur það í senn verið fjölbreytt, gefandi og krefjandi. Mér er það til efs að nokkurt starf henti betur en þetta til að kynnast nýjum heimkynn- um og nýju fólki. Viðtöl sem að jafnaði taka eina til tvær klukku- stundir gefa manni ótrúlega góða innsýn í líf og störf fólks og í sumum tilfellum opnar fólk sig um mjög persónuleg mál eins og sjúkdóma eða erfiða lífsreynslu. Ég lít á það traust sem viðmælendur hafa sýnt mér sem mikinn heiður og er auðmjúk yfir öllum viðbrögðum sem ég hef fengið við verkefnum mínum fyrir Feyki. Það er líka með ólíkindum hversu margir hafa lagt mér lið í þessu starfi. Hvort sem er með því að veita viðtöl, skrifa aðsendar greinar, senda mér myndir, svara misgáfulegum fyrirspurnum um stóra og smáa hluti eða bara með örlitlu klappi á bakið. Oft hefði maður viljað vera á um það bil fjórum stöðum í einu en það er augljóslega ekki hægt og því gott að eiga hauka í horni. Ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta og yfirhöfuð öll þau lærdómsríku samskipti sem ég hef átt við íbúa á Norðurlandi vestra. Vonandi halda þau áfram þó að starfsvettvangurinn verði annar. En þó starf blaðamannsins fari fram í öllu samfélaginu, fer stór hluti þess fram inni á vinnustaðnum. Sem er reyndar samfélag út af fyrir sig. Það verður skrítið að fara ekki í vinnuna í næstu viku og hitta Siggu brosandi við afgreiðsluborðið, hina þolinmóðu Sjónhornskonu Báru eða Austfirðinginn okkar nýja, hann Sigfús sem öllu reddar. Að ég tali nú ekki um umbrots- manninn Óla sem ásamt hinum geðþekka Guðna í prentsmiðj- unni leggur lokahönd á að gera Feyki að flottasta blaði landsins. Þá er ótalin ofurkonan Þuríður sem heldur öllu batteríinu gang- andi. Nánast er þó samstarfið við ritstjórann og eins gott að samkomulagið sé gott þegar menn deila skrifstofu níu tíma á dag og bilið milli skrifborða er varla meira en hálfur metri. Engan skugga hefur borið á það samstarf, enda Palli seinþreyttur til vandræða og ávallt með gamanyrði á vörum. Það sama gildir um Berglindi sem ég starfaði með stóran hluta starfstímans hjá Feyki. Öllu þessu frábæra fólki vil ég þakka gjöfult og gott samstarf. Því er líklega eins farið með blaðamenn og kennara, að starfið er lífsstíll. Það er því aldrei að vita nema ég setjist einhvern tímann hinu megin við borðið og skrifi eins og eina aðsenda grein. En þangað til bið ég starfsfólk og lesendur Feykis vel að lifa. Kristín Sigurrós Einarsdóttir uppgjafarkennari og uppgjafarblaðamaður, verðandi „frílans.“ LEIÐARI Að leiðaralokum Dagur Þór kominn til starfa Skagafjarðarhafnir Nýr yfirhafnarvörður hóf störf hjá Skagafjarðarhöfnum þann 1. febrúar sl., Dagur Þór Baldvinsson. Dagur Þór er menntaður sjávarútvegs- fræðingur frá Háskólanum á Akureyri og mun í vor ljúka fjárnámi í APME verkefna- stjórnun við Háskólann í Reykjavík með IPMA alþjóðlegri vottun. Yfirhafnarvörður starfar hjá Hafnarsjóði Skagafjarðar sem á og rekur tvær hafnir í Skaga- firði, á Sauðárkróki og á Hofs- ósi og sinnir margvíslegum verkefnum. Í samtali við Feyki segir Dagur að starfið leggist ágætlega í hann við fyrstu sýn en fyrstu verkefni hans voru að gera reikninga fyrir janúar og kynnast starfseminni almennt. „Gunnar Steingrímsson fyrr- verandi yfirhafnarvörður var með mér fyrstu þrjá dagana til að koma mér inn í starfið. Nokkrir smábátar lönduðu í vikunni 13.611 kg og var fiskurinn fullur af loðnu, létum við Hafrannsóknarstofnun Íslands vita af því. Á Hofsósi lönduðu smábátarnir samtals 9553 kg,“ segir Dagur sem vonast eftir góðu samstarfi við útgerðaraðila og smábátaeig- endur í Skagafirði. /PF Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdótti, kristin@feykir.is & 867 3164 Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Á Skagaströnd var landað tæpum 47 tonnum, tæpum 14 tonnum á Hvammstanga, tæpum 13 tonnum á Hofsósi og tæpum 14 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta tæp 87 tonn á Norðurlandi vestra. Meðfylgjandi mynd tók Páll Friðriksson í vikunni af Skaga- strandarhöfn. /FE Aflatölur 29. janúar–4. febrúar 2017 á Norðurlandi vestra 87 tonnum landað í vikunni SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Íslandsbersi HU 113 Línutrekt 1.518 Jenný HU 40 Handfæri 1.667 Kambur HU 24 Landb.lína 1.032 Stella GK 23 Landb.lína 10.531 Alls á Skagaströnd 46.695 SAUÐÁRKRÓKUR Hafborg SK 54 Net 3.800 Óskar SK 13 Landb.lína 6.437 Sæfari HU 212 Landb.lína 1.965 Hafey SK 10 Handfæri 576 Kristín SK 77 Handfæri 139 Már SK 90 Handfæri 247 Vinur SK 22 Handfæri 290 Þytur SK 18 Handfæri 157 Alls á Sauðárkróki 13.611 HVAMMSTANGI Bergur Vigfús GK 43 Lína 13.882 Alls á Hvammstanga 13.882 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Lína 4.110 Skáley SK 32 Lína 8.843 Alls á Hofsósi 12.953 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 10.949 Auður HU 94 Landb. lína 5.180 Bergur sterki HU 17 Landb.lína 3.920 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 4.012 Dísa HU 91 Landb. lína/handf. 4.704 Fengsæll HU 56 Landb.lína 3.182 Áhyggjur af sjómannaverkfalli Samtök sjávarútvegssveitarfélaga Á stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 3. febrúar sl., var staðan rædd sem komin er upp í sveitarfélögum allt í kringum landið í tengslum við verkfall sjómanna. Það hefur áhrif á fleiri en samningsaðila og var samþykkt að senda bókun á sjávarútvegs- ráðherra, samningsaðila og alla þingmenn í gær sem hljóðar svo: Stjórn Samtaka sjávar- útvegssveitarfélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp í sveitarfélögum allt í kringum landið í tengslum við verkfall sjómanna. Verkfallið hefur nú staðið í u.þ.b. tvo mánuði og er farið að hafa mikil áhrif sem ekki einungis ná til samnings- aðila, heldur einnig stöðu landverkafólks og þeirra sem vinna óbein störf í sjávarútvegi og eru ekki aðilar að kjara- samningi sjómanna og út- gerðarmanna. Í jafn mikilvægri atvinnugrein og sjávarútvegi er ábyrgð aðila mikil. Ljóst er að staðan er þegar orðin alvarleg í mörgum sjávarútvegssveitar- félögum og stefnir í óefni að óbreyttu. Stjórn Samtaka sjávar- útvegssveitarfélaga hvetur samningsaðila og ríkisstjórn Íslands til að leita allra leiða til að liðka fyrir lausn málsins, þannig að koma megi í veg fyrir frekara tekjutap þjóðarbúsins í heild sinni. /PF Dagur Þór Baldvinssoni. MYND: SKAGAFJORDUR.IS. 2 06/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.