Feykir


Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 4

Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 4
Sjómannaverkfallið dregst á langinn Nú hefur verkfall sjómanna staðið yfir hátt á annan mánuð og ekkert virðist þokast í samkomulagsátt. Feyki lék forvitni á að vita hvernig staðan væri hjá landverkafólki sem starfar hjá FISK Seafood og hafði samband við Laufeyju Skúladóttur markaðs- og sölustjóra fyrirtækisins. Laufey sagði að síðan um miðjan desember þegar síðast var landað úr skipum fyrir- tækisins hafi engin fiskvinnsla verið í gangi. Aðspurð um hvort fólki hafi verið sagt upp hjá fiskvinnslunni eins og víða hefur verið gert segir Laufey að sú ákvörðun hafi verið tekin í aðdraganda verkfallsins að segja engum upp í landvinnslu fyrirtækisins. Gott starfsfólk til sjós og lands sé ein af grunnstoðunum í rekstri FISK Seafood og því hafi verið ákveðið að fara þessa leið sem þótti vera mildari en aðrar leiðir sem í boði voru. Með þeirri leið að halda starfsfólki á launaskrá í stað uppsagna heldur fólkið öllum réttindum sínum, t.d. þegar kemur að orlofi og áfram- haldandi ráðningarsambandi við fyrirtækið. Starfsfólkið fær hins vegar ekki greiddan bónus, sem kemur til viðbótar dag- vinnukaupi, þar sem hann er afkasta- og árangurstengdur. Í Fiskvinnslunni á Eyrarvegi vinna um 85 starfsmenn og eru um 30 þeirra með erlent ríkisfang. Tíminn í verkfallinu hefur verið nýttur til tiltekta og þrifa auk þess sem starfsfólk sat Grunnnámskeið fyrir fisk- vinnslufólk í byrjun janúar sem haldið var í samvinnu við Farskólann. Er það byggt upp samkvæmt Námsskrá Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins og er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla; í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skel- vinnslu. Markmið námskeiðis- ins er að auka þekkingu náms- manna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni. Tíminn í verkfallinu hefur einnig verið nýttur til að verka og þurrka hausa sem voru til í frystigeymslum félagsins. Ljóst er að áhrifa verkfallsins gætir víðar í samfélaginu en hjá fiskvinnslunni; útsvarsgreiðslur til Sveitarfélagsins lækka, tekjur Hafnarsjóðs minnka og tekjur flutningafyrirtækja og annarra fyrirtækja sem þjónusta sjávar- útveginn minnka einnig mikið. Verkfall sjómanna hefur því víðtækar afleiðingar og mikil tekjuskerðandi áhrif inn í lítið samfélag eins og hérna á Sauðárkróki. „Við bíðum og vonum að samninganefndir sjómanna og SFS fari að ná saman svo að takist að leysa verkfallið,“ segir Laufey að lokum. Tíminn nýttur til tiltekta og lærdóms Frá útskrift úr grunnnámskeiði fyrir starfsfólk í fiskvinnslu. MYND: FARSKÓLINN TEXTI Fríða Eyjólfsdóttir Gjaldskrá kemur vel út Skólar í Skagafirði Öll stærstu sveitarfélög landsins, nema Mosfells- bær, hafa hækkað leikskólagjaldskrár sínar frá því í upphafi árs 2017 að því er fram kemur í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Mesta hækkunin er í Reykjavík, sem rekja má til ríflega fjórðungs hækkunar á fæðisgjaldi. Gjald fyrir átta tíma leikskólavistun með fæði er lægst á Seltjarnarnesi og í Reykjavík en hæst í Vestmannaeyjum og Garðabæ. Á heimasíðu ASÍ segir að mikill verðmunur sé á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitar- félagana fyrir átta tíma vistun ásamt fæði. Hæsta gjaldið fyrir þessa þjónustu er 39.578 kr. í Vestmannaeyjum en lægst 25.760 kr. á Sel- tjarnarnesi og er munurinn 13.818 kr. eða tæp 54%. Í Skagafirði er gjaldið kr. 36.215 samkvæmt gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar frá 1. janúar 2017. Hjá flestum sveitarfélögum er níundi tíminn með hærra tímagjald en hinir átta. Hæsta gjaldið fyrir 9. tímann er greitt í Kópavogi 13.698 kr., Reykja- vík 11.750 kr. og Vestmanna- eyjum 10.130 kr. Lægsta gjaldið er hjá Sveitarfélaginu Skagafirði 2.977 kr. og á Ísafirði 3.039 kr. Akureyri er eina sveitarfélagið í saman- burðinum sem býður ekki upp á vistun í níu klukku- stundir. Skólamatur og gæsla ódýrust í Skagafirði Þá gerði verðlagseftirlit ASÍ samanburð á kostnaði for- eldra við hádegisverð og síðdegisvistun grunnskóla- barna meðal stærstu sveitar- félaga landsins. Skólamatur og gæsla er 51% dýrari í Garðabæ en í Skagafirði þar sem gjaldið reyndist lægst. Gjald fyrir hádegisverð, þriggja tíma síðdegisvistun og hressingu fyrir barn í neðri bekkjum grunnskólans er hæst í Garðabæ kr. 36.484 á mánuði en lægst í Sveitarfélaginu Skagafirði kr. 24.234. Heildar- kostnaður foreldra vegna þessarar þjónustu hefur hækkað í öllum 15 sveitar- félögunum sem til skoðunar eru undanfarið ár. Sjá nánar á heimasíðu ASÍ. /PF Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. MYND:PF Hrímnir KS deildin - liðskynning Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni 2017 eru sigurvegarar síðustu tveggja ára, lið Hrímnis. Liðstjóri er sem fyrr Þórarinn Eymundsson. Þórarinn hefur staðið sig frábærlega í deildinni og hefur hann til að mynda unnið einstaklingskeppnina þrisvar sinnum. Ný inn í þetta lið kemur Jóhanna Margrét Snorradóttir en hún hefur ekki keppt í deildinni áður. Þrátt fyrir ungan aldur á Jóhanna flottan keppnisferil að baki og kemur hún til með að styrkja Hrímnisliðið. Eftir árshlé í deildinni kemur Hörður Óli Sæmundar- son aftur inn liðið en heyrst hefur að hann sé mjög vel hestaður þetta árið. Helga Una Björnsdóttir og Líney María Hjálmarsdóttir halda sínum sætum í liðinu en þeirra gengi hefur verið gott í deildinni. /PF Eins og sjá má eru þarna á ferðinni úrvalsknapar sem munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna liðakeppnina þriðja árið í röð. MYND:KS DEILDIN. Nýr námsvísir Farskóli Norðurlands vestra Út er kominn námsvísir Farskól- ans fyrir vorönn 2017. Að vanda er mikið úrval námskeiða í námsvísinum, af ýmsum toga. Að sögn Halldórs Gunnlaugs- sonar verkefnastjóra hjá Farskól- anum hefur verið mikið um að vera það sem af er þessu ári. Fiskvinnslufólk hefur til að mynda nýtt tímann til að sækja námskeið á meðan verkfall sjó- manna stendur yfir og fjöldi námskeiða er í gangi. Námsvísirinn ætti að berast í öll hús á Norðurlandi vestra í vikunni en hann er þegar kominn á vefinn. /KSE 4 06/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.