Feykir


Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 5
Sterkur liðssigur Tindastólsmanna Dominos-deildin :: Tindastóll – Keflavík 86–77 Tindastóll og Keflavík mættust í hörkuleik í Síkinu sl. fimmtu- dagskvöld. Það var skarð fyrir skildi að í lið Stólanna vantaði Chris Caird, sem á í hnémeiðsl- um, og óttuðust sumir stuðn- ingsmanna liðsins hið versta, enda spilamennskan ekki verið upp á það besta í janúar. Lið Tindastóls spilaði hins vegar hörku vörn allan leikinn og uppskar á endanum sanngjarn- an sigur. Lokatölur 86-77. Þetta var sigur liðsheildarinn- ar. Allir skiluðu sínu, varnar- leikurinn var frábær frá fyrstu mínútu og sóknarleikurinn rúllaði lengstum vel. Viðar (14 stig), Björgvin (17 stig) og Helgi Viggós (11 stig, 9 fráköst og þar af fimm í sókninni) voru Hester og Stevens eigast við undir körfu Keflvíkinga. MYND: HJALTI ÁRNA ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Bergmann nýr formaður Knattspyrnudeild Tindastóls Á aðalfundi knattspyrnu- deildar Tindastóls sem haldinn var sl. mánudag var Bergmann Guðmundsson kjörinn nýr formaður deildarinnar. Tók hann við af Ómari Braga Stefánssyni sem gegnt hefur stöðunni sl. 25 ár. Bergmann er bjartsýnn á framtíðina og segir starfið leggjast vel í sig. „Knattspyrnan á Króknum er á góðum stað, mikil uppbygging framundan og mikið af góðu fólki sem starfar við knattspyrnudeildina. Það er mikil gróska í fótboltanum og ég hlakka til að gera gott starf betra,“ segir Bergmann. Fyrstu verk nýs formanns verða að koma á laggirnar ráðum í kringum starfsemina eins og barna- og unglingaráði, meistaraflokksráði o.fl. og halda áfram að reyna að auka iðk- endafjöldann og fagmennsk- una í kringum félagið ásamt því að vinna í að bæta aðstöðu og þjálfun fyrir íþróttafólkið. Aðspurður um hvort eitt- hvað hafi verið gert á fundinum sem þykir fréttnæmt, segir Bergmann það ekki vera. „Fundurinn var í sjálfu sér hefðbundinn aðalfundur og ekki fréttnæmur sem slíkur nema fyrir þá staðreynd að Ómar Bragi gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður knattspyrnudeildar. Ég vil nota tækifærið og þakka honum enn og aftur fyrir alla þá áratugi sem hann hefur gefið fótboltanum á Króknum.“ Í stjórn knattspyrnudeildar sitja áfram þau Sunna Atla- dóttir, Ingvi Hrannar Ómars- son, Guðni Þór Einarsson, Guðrún Jenný Ágústsdóttir og Guðjón Örn Jóhannsson sem kemur nýr inn. „Þetta er flottur hópur af kraftmiklu fólki sem gaman verður að vinna með,“ segir Bergmann. /KSE Ómar Bragi tekur á móti blómvendi frá nýjum formanni, Bergmanni Guðmundssyni, fyrir einstaka eljusemi og dugnað. MYND: FB-SÍÐA STUÐNINGSMANNA TINDASTÓLS ATVINNA HJÁ HEILBRIGÐISSTOFNUN NORÐURLANDS SUMARAFLEYSINGAR 2017 Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar á starfsstöðvum stofnunarinnar á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Dalvík, Akureyri, Húsavík og Norðurþingi. Um er að ræða hjúkrunarfræðinga/nema, ljósmæður, geislafræðinga, lífeindafræðinga, sjúkraliða/ nema, aðstoðarfólk í umönnun, móttökuritara, læknaritara og önnur störf s.s. í eldhúsi, ræstingu og þvottahúsi. Störfin eru á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviðum HSN. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á vef stofnunarinnar www.hsn.is. Lögð er áhersla á faglegan metnað, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin. Ekki er unnt að ráða fólk yngra en 18 ára. Laun eru greidd skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og stofnanasamningum HSN. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2017. Umsóknum skal skilað rafrænt til HSN með því að fylla út umsóknarform á vefsíðu stofnun- arinnar; www.hsn.is, undir flipanum Laus störf hjá HSN eða á www.starfatorg.is Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSN. Nánari upplýsingar veita: Lára Bettý Harðardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Dalvík, lara.betty.hardardottir@hsn.is s. 466 1500 Anna Gilsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Fjallabyggð, anna.gilsdottir@hsn.is s. 460 2172 Sigríður Jónsdóttir, yfirhj.fr. Húsavík, Norðurþingi og Reykjahlíð, sigridur.jonsdottir@hsn.is s. 464 0500 Ásdís H. Arinbjarnardóttir, yfirhj.fr. Blönduósi og Skagaströnd, asdis.arinbjarnardottir@hsn.is s. 455 4100 Herdís Klausen, yfirhj.fr. Sauðárkróki, herdis.klausen@hsn.is s. 455 4011 Þórdís Rósa Sigurðardóttir, yfirhj.fr. Akureyri og Grenivík, thordis.rosa.sigurdardottir@hsn.is s. 460 4652 Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, gudny.fridriksdottir@hsn.is s. 464 0500 Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri, thorhallur.hardarson@hsn.is s. 460 4672 HSN starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Stofnunin þjónar rúmlega 35.000 íbúum frá Blönduósi í vestri til Þórshafnar í austri. Starfseiningar HSN eru 18 talsins. HSN vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu. Þóranna Ósk sigraði í há- stökki og setti héraðsmet WOW Reykjavik International Games 2017 Frjálsíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games 2017 fór fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 4. febrúar. Um var að ræða boðsmót þar sem fremsta frjálsíþróttafólki Íslands var boðið til keppni, auk valinna erlendra keppenda. Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason voru meðal keppanda. Á heimasíðu Tindastóls segir að Þóranna Ósk Sigur- jónsdóttir hafi staðið sig frábærlega á mótinu en hún sigraði í hástökki kvenna. Stökk hún 1,72 m og bætti sinn fyrri árangur um 5 sm og setti nýtt skagfirskt héraðsmet. Ísak Óli Traustason var einnig valinn til keppninnar og stóð sig vel, hann hljóp 60 m á 7,18 sek (pm-jöfnun) og stökk 6,71 m (pm-ih) í lang- stökki. /PF Þóranna Ósk. MYND: PF gríðarlega öflugir í leiknum og stigu sannarlega upp þegar Caird naut ekki við. Helgi Margeirs hefur oft hitt betur en í gær en hann spilaði engu að síður frábærlega og skilaði 13 stigum. Hester átti flottan síðari hálfleik og endaði með 20 stig og 10 fráköst. Pétur hefur verið að spara góðu skotin sín upp á síðkastið og það varð lítil breyting á því í gær. Engu að síður spilaði hann eins og hershöfðingi og skilaði sjö stigum og níu stoðsendingum. /ÓAB 06/2017 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.