Feykir


Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 11

Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Góa, Hrefna, Eva og Katla. Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Vísnagátur Sigurðar Varðar Næst á eftir þorraþræl. Þreklegt sjávarspendýr. Í aldingarði alveg sæl. Eldi og brennisteini spýr. Feykir spyr... Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Ég man það ekki, það er því miður allt of langt síðan... jú bíddu hægur, Tarzan með eldri syninum í Króksbíó.“ Benedikt S. Lafleur Finna skal kvenmannsnafn úr hverri línu. Svör neðst á síðunni. Ótrúlegt en kannski satt... Dómínó er geysivinsælt spil sem leikið er með kubbum sem merktir eru með punktum á báðum endum. Tilgangur leiksins er að setja saman kubba sem hafa samstæða punktafjölda á endum hvers og eins. Sá sem notar alla kubbana sína fyrst vinnur. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er bannað að spila dómínó á sunnudögum í Alabama. Vegan núðlusúpa MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN kristin@feykir.is Matur sem flokkast undir að vera vegan er mjög í tísku um þessar mundir. Reyndar er umsjónarmaður þessa þáttar meira fyrir súrmat en súrkál, ekki síst á þessum árstíma, og hefur ekki ennþá rekist í vegan þorramat. Hins vegar hefur heyrst að smákökur undir vörumerkinu Veganesti séu orðnar ákaflega vinsælar hjá erlendum ferðamönnum, sem misskilja vörumerkið eilítið! Að þessu sinni leitum við enn á ný í smiðju Eldhússystranna Rannveigar og Þorbjargar Snorradætra. Gefum þeim orðið: „Ég elska súpur og ég elska núðlur. Við hjúin erum reglulegir viðskiptavinir hjá Noodle Station og þessi súpa minnir á súpuna þar. Þegar ég datt niðrá þessa súpu varð ég bókstaflega ástfangin af henni. Ég hafði aldrei notað stjörnuanis eða kóríander fræ áður! Þegar ég borða kóríander þá finn ég sápubragð þannig að ég var ekkert súper spennt að setja fræin í súpuna. Ég er samt vön að fylgja uppskriftum þegar ég er að elda eitthvað í fyrsta skipti og ég sá ekkert eftir því, ekki vottur af sápubragði. Við erum búin að elda hana margoft og hún er alltaf jafn góð. Við eldum alltaf tvöfalda uppskrift.“ Leitað í smiðju Eldhússystra Tilvitnun vikunnar Það er fátt betra en hól frá þeim sem eru færir og vitrir. - Selma Lagerlöf FYRIR 2 Víetnömsk núðlusúpa 1 stór laukur, tekið utan af honum og helmingaður 5 sm bútur ferskt engifer (flysjað) 1 kanilstöng 1 stjörnuanis 2 heilir negulnaglar 1 tsk kóríander fræ 1 líter grænmetissoð 2 tsk sojasósa 4 gulrætur, flysjaðar og skornar gróft niður u.þ.b. 250 gr hrísgrjónanúðlur sveppir muldar salthnetur sriracha sósa hakkaður steiktur hvítlaukur sykur Aðferð: Byrjið á því að grilla laukinn og engiferið, setjið á ofnplötu og inn í ofn á 200°c og á grillstillingu. Grillið þar til lauk- urinn og engiferið er byrjað að brenna aðeins. Á meðan laukurinn grillast eru kanilstöngin, anisinn, negulnagl- arnir og kóríanderfræin sett í pottinn sem súpan verður gerð í og kryddið þurrsteikt á miðlungs hita þar til það fer að ilma. Passið að hræra til að kryddið brenni ekki við. Þegar kryddið er byrjað að ilma er soðið, sojasósan, gulrótar- bitarnir, laukurinn og engiferið sett í pottinn með kryddinu. Náið upp suðu og látið malla í 30 mínútur. Á meðan súpan mallar þá eru núðlurnar eldaðar. Setjið nógu mikið af vatni í pott svo það hylji núðlurnar vel rúmlega þegar þær fara útí og náið upp suðu. Slökkvið undir pottinum og setjið núðlurnar út í. Bíðið þar til núðl- urnar eru næstum tilbúnar. Þetta tekur 5–7 mínútur og gott er að smakka núðlurnar reglulega. Þær ættu að vera eins og aldente pasta. Þegar núðlurnar eru tilbúnar eru þær skolaðar með köldu vatni til að þær verði ekki að steypu- klessu. Þegar súpan er tilbúin er hún sigtuð og soðið sett í pottinn aftur. Gulrótarbitarnir eru týndir úr því sem var sigtað frá og settir í súpuna. Ef nota á sveppi eru þeir skornir niður og settir út í súpuna núna. Leyfið súpunni að sjóða til að sveppirnir eldist aðeins. Deilið núðlunum í tvær skálar og ausið súpu yfir. Verði ykkur að góðu! „Líklega var það The Nice Guys með Ryan Gosling og Russel Crowe.“ Anna Rún Austmar „Ránsfengur (Ransacked) – skylda að sjá hana – og hún hefur verið tilnefnd besta heimildamyndin.“ Vigdís Hauksdóttir Ef þið viljið þá er hægt að setja smá steiktan hvítlauk, muldar salthnetur, 1/8 tsk sykur og ef þið viljið hafa súpuna sterka þá setjið þið aðeins af sriracha sósu útá. MYND ÚR EINKASAFNI „Síðast sá ég Trolls með börnunum mínum.“ Kristinn Kristjánsson 06/2017 11

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.