Feykir


Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 08.02.2017, Blaðsíða 6
einhverja sérsmíði? „Já, það var einn sem bað um að fá fjóra skafla í skeif- urnar. Hann var búinn að prófa að vera með skafla í haust- göngum í alveg alauðu en vildi bæta við og setja bæði í tána og hælinn. Og við gerðum það fyrir hann enda alveg sjálfsagt að gera það. Hann var eitthvað fatlaður og gat ekki gengið í smölun og þurfti að ríða niður allar brekkur. Hann var bara ánægður með þetta og þakkaði vel fyrir sig,“ segir Rúnar sem veit ekki annað en að allt hafi gengið vel hjá manninum í göngunum. Hann segir að þetta hafi verið eina sérsmíðin en Sesselja stingur því inn að skeifurnar séu líka pottaðar fyrir þá sem vilja en þá er soðin rönd á tá og jafnvel hæl með rafsuðuvír. „Það er mikið soðið á og sumir taka allt svoleiðis enda mun betri ending í þeim skeifum,“ segir Sesselja. Á sumarskeifurnar er soðið bæði á tá og hæl en á vetrarskeifum bara á tána. „Það er meira en helmingurinn hugsa ég sem eru pottaðar. Þetta eru líklega einu skeifurnar sem hægt er að fá soðnar eða pottaðar. Ég held að allar verslanir séu hættar að vera með innfluttar pottaðar skeifur,“ segir hún og bætir við að sumir vilji uppslátt líka en aðrir ekki. „Þessar skeifur hjá okkur eru ekki með uppslætti, þær eru það góðar að það þarf ekki,“ segir Rúnar og þau hlæja bæði. „Maður hefur heyrt um menn sem hafa fengið skeifur með uppslætti en skera hann af, finnst vont að járna með þannig skeifum. En það er sjálfsagt bara hvað menn komast upp á lag með. Sumir komast bara ekki upp á lag með að járna með uppslætti,“ segir Sesselja og Rúnar bætir við að þeir fari sjálfsagt að deyja út sem geta járnað með svona skeifum því ríkið kenni bara að járna með uppslætti. „Og það fólk getur ekki járnað með uppsláttar- lausar skeifur og kennararnir ekki heldur,“ grínast Rúnar með og hlær innilega. Að- spurður um hvort hann þurfi þá að setja uppslátt á skeifurnar svarar hann neitandi. „Ef upp- sláttarlausar skeifur detta út þá þarf ekki að framleiða þær og þessu verður sjálfhætt,“ segir hann. En einhver er markaðurinn fyrir Helluskeifur og segir Sesselja að hann sé mest á Suðurlandi þar sem fyrirtækið var í upphafi. „Þar er stærsti kúnnahópurinn. En svo eru það hestaferðafyrirtæki, eitt hér „Við sáum þetta auglýst haustið 2014 og fórum þá vestur í Stykkishólm og skoðuðum þetta. Vorum reyndar búin að sjá þetta auglýst á Hellu fyrir átta árum síðan, áður en þetta fór í Stykkishólm. Við sáum auglýsinguna en gerðum ekkert með hana,“ segir Rúnar aðspurður um áhugann og kaupin á Helluskeifum. Þegar fyrirtækið var auglýst í seinna skiptið fóru þau hjón í Stykkishólm og skoðuðu vélar og búnað, áhugasöm um að VIÐTAL & MYNDIR Páll Friðriksson eignast fyrirtækið. Segir Rúnar að í byrjun árs 2015 hafi verið orðið ljóst að fjármagn fengist til kaupanna. „Við fórum þá aftur í Stykkishólm í apríl en þá fannst bæði okkur og seljandanum of seint að taka þetta, upp á að þá væri sumar- traffíkin að byrja. Hættan væri að það gæti allt farið í vitleysu hjá manni að vera ekki kominn með neina þjálfun í smíðinni,“ segir Rúnar og Sesselja tekur undir og segir að það hefði líka átt eftir að standsetja vélar og koma öllu fyrir. Það varð úr að samkomu- lag varð á milli kaupenda og seljenda að láta þetta bíða til haustsins. „Við fórum svo um veturinn, eða 14. desember 2015, og náðum í þetta. Komum með vélarnar daginn eftir og komum þeim inn sextánda, rétt áður en skall á stórhríð. Við rétt náðum því að koma þessu inn í hús,“ segir Rúnar og hlær við tilhugsun- ina. Farið var í það að setja græjurnar í gang og athuga hvort þær virkuðu. „Og það var orðið klárt að byrja á Þorláksmessu en þá var síðasta vélin tilbúin, búið að tengja. Við fengum rafvirkja með okkur í að koma þessu af stað,“ Þau Rúnar Jóhannsson og Sesselja Guðmundsdóttir á Skagaströnd stunda skeifnasmíði yfir vetrarmánuðina en þau keyptu þekkt framleiðslufyrirtæki á því sviði og fluttu á staðinn fyrir rúmu ári. Segja þau að hvatinn að kaupunum hafi verið sá að Rúnar hafi vantað eitthvað að gera til að fylla upp í tómarúm sem skapast yfir vetrarmánuðina. Feykir kíkti í heimsókn og forvitnaðist um tilurð kaupanna og framleiðsluna. segir Rúnar. Það var svo annan í jólum sem fyrstu skeifurnar voru smíðaðar. „Það gekk nú svona upp og ofan. Fyrsta skeifan er nú þarna uppi á vegg og er eins og búmerang í laginu,“ segir Sesselja og þau skella bæði upp úr. „En svo kom þetta bara í rólegheitunum og það var gott að geta hringt í Stykkishólm og fengið frekari upplýsingar,“ segir Rúnar en það var alveg sjálfsagður hlutur og kemur fyrir enn að hann hringi eftir upplýsingum vestur. Pottað og ópottað Framleiðslan samanstendur af sumar- og vetrarskeifum, flest- ar 8 mm á þykkt enda staðal- stærð á venjulegum skeifum. Einnig eru framleiddar 6 og 10 mm fyrir þá sem þurfa að hjálpa til við gangsetningu. En ætli það sé boðið upp á Rúnar Jóhannsson og Sesselja Guðmundsdóttir á Skagaströnd reka skeifnasmiðjuna Helluskeifur. MYNDIR: PF Skeifnasmiðir á Skagaströnd Smíða Helluskeifur af miklum móð 6 06/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.