Feykir


Feykir - 08.02.2017, Side 7

Feykir - 08.02.2017, Side 7
og svo um helgar. Þá tökum við kannski fjóra ofna til að vinna okkur upp,“ segir Rúnar en þau eru að flestar helgar yfir veturinn. „Í fyrra var nokkuð stíf törn í páskavikunni. Þá tók frúin frí í leikskólanum og þá var mikið smíðað. Við þurfum að vera tvö til að smíða úr hitanum. Það er bara ekki gerandi að vera einn því þá nýtir maður gasið svo illa og það er dýrt. Og þá kólnar járnið líka. Þá væru bara fjögur járn sett í gegn og ofninn kyntur á meðan og það væri óhagkvæmt. Þegar ofninn er orðinn heitur verður helst að smíða úr honum alveg á fullu,“ segir Rúnar. Sesselja segir að páskatörnin hafi komið til vegna þess að það kom upp bilun í einni vélinni. „Það eru alltaf einhverjar bil-anir. Það var nú allt á hliðinni þegar við ætluðum að taka vélarnar úr bílnum í upphafi. Við héldum að þetta væri allt ónýtt en þær voru svo þungar vélarnar að brettin sem þær stóðu á gáfu sig. Maður fékk nett taugaáfall þegar við sáum þær allar skakkar á bílnum. En maður var feginn þegar vélarnar fóru svo í gang. Ég hafði nú mestar áhyggjur af klippunni því að hún er tölvustýrð. En hún var bundin rækilega svo hún datt ekki,“ segir Sesselja og minnist þess að alls konar bilanir og uppákomur hafi verið í upphafi. Hún rifjar upp þegar búmer- angsskeifan varð til þá hitnaði járnið ekki nóg og festist í beygjuvélinni og það þurfti járnkarl til að ná henni úr og tók langan tíma. „Við áttum náttúrulega ekki að byrja á 10 mm skeifu,“ segir Rúnar og bætir við að núna gangi smíðin alveg snurðulaust fyrir sig. Úr leikskólanum í smiðjuna Það hlýtur að vekja forvitni einhverra hvernig standi á því að leikskólakennarinn fari í vinnugallann og stundi skeifna- smíði eftir að hafa gætt barna yfir daginn. „Ætli ég hafi ekki bara verið áhugasamari en hann að sumu leyti,“ segir hún og hlær. „Mér finnst þetta gaman. Það er kannski vegna þess að ég hef verið meira fyrir grófari störf. Í sveitinni í gamla daga vildi ég frekar fara út að moka skít en vaska upp. Mér leiðist þetta ekkert. Maður sér járnstöngunum fækka og skeifunum fjölga. Maður sér árangur af vinnunni,“ segir hún og Rúnar tekur undir og segir að kapp hlaupi í hann þegar smíðað sé úr ofninum og hann er í gangi. „Hann tekur úr ofn- inum og lætur hjá mér og þá verð ég að drífa mig því hann er svo fljótur að beygja,“ segir Sesselja og Rúnar bætir við að það geti breyst fljótt ef eitthvað hnökrar í vélunum hjá honum en þá er fljótt að hlaðast upp hjá honum. „Ég hafði ekki minni áhuga á þessu en hann en við urðum líka að skapa eitthvað til að gera yfir veturinn,“ segir Sesselja. Rúnar hefur nóg að gera á sumrin en hann framleiðir túnþökur og sinnir ýmsum verkefnum fyrir bændur. Einnig er hann með steinsögun og kjarnabor. Rúnar segir lítið að gera í því á veturna. „Svo fór maður í þessa ullarkeyrslu hjá ullarþvottastöðinni Ístex á Blönduósi en það var enginn sjáanlegur vöxtur í því, 16 – 18 dagar á vetri. Maður varð að leita að einhverju til að fylla í skarðið. Þetta kroppar þó aðeins,“ segja skeifnasmiðirnir í lokin. Eftir að hafa átt viðtal við eldhúsborðið heima hjá þeim hjónum var farið í skemmuna, ofninn fylltur af járni og fírað upp og ein porsjónin enn sett í gegnum vélarnar með fumlausri vinnu og æfðu handbragði. þegar hún fer loks ofan í kassann til kaupandans. Rúnar viðurkennir að hægt væri að fækka handtökunum með vél- búnaði en það kosti peninga og ekki víst að það borgi sig. Þegar blaðamaður segist ekki hafa séð Helluskeifur í verslunum í langan tíma segja þau að tvær verslanir selji þær. Annars vegar eru það Baldvin og Þorvaldur á Selfossi og svo Landstólpi. Annars segjast þau selja mest af skeifunum beint til viðskiptavina. „Þetta hefur bara verið selt beint, dreift með póstinum til viðskiptavina. Ein verslun sem ég talaði við í fyrra sagði að það þyrfti að vera að minnsta kosti 30% afsláttur á skeifunum til þess að þær yrðu teknar í búðina. Það má bara gleyma því!,“ segir Rúnar ákveðinn því þá er lítið orðið eftir af arðinum og ekki síst vegna þess að frír flutningur er á skeifunum ef keyptir eru tíu gangar eða fleiri. Sesselja segir að 10-15% af verði skeifnanna fari í það að flytja þær til viðkomandi. „Við sendum frítt ef það eru tíu gangar eða meira, þ.e. að lág- marki einn kassi. Það má vera blandað í kassanum ef fólk vill. Þetta er dýr vara í flutningi bæði að sér og frá. Fólk getur pantað í gegnum síma, engin lágmarkspöntun. Það er bara ef fólk tekur minna en tíu ganga að það borgar undir sending- una sjálft,“ segir Sesselja en gangurinn kostar 1800 af sumarskeifum og vetrarskeifur eru á 2100 ópottaðar. 300 krónur bætist svo ofan á ef skeifurnar eru pottaðar. Einnig eru þau með skafla og fjaðrir til sölu. Aðspurð um hve mikið járn fari í ársframleiðslu segir Sesselja það hafa verið um sjö tonn af járni sem þau tóku í haust og búið sé að bæta við það um 180 metrum af 10 mm járni. „Það fara sjálfsagt 6-7 tonn en við reynum líka að koma okkur upp lager. Maður þarf helst að hafa lager sem hægt er að ganga í meðan við erum í annarri vinnu. Við gerðum það í fyrra, komum okkur upp lager og þurftum eiginlega ekkert að smíða fyrr en aftur um haustið.“ Þar sem smíðin krefst þess að tveir séu að þegar smíðað er úr heitu járninu fer hún aðallega fram á kvöldin og um helgar enda er Sesselja í fullri vinnu á leikskólanum Barna- bóli. For- og eftirvinnu sér svo Rúnar um að framkvæma yfir daginn. „Það er á kvöldin sem maður smíðar einn ofn eða svo Rauðar skeifurnar nýkomnar úr vélunum sem mótar þær og planar. Rúnar sækir glóandi járnin í ofninn. vesturfrá, vestur í sýslu, eitt á Norðurlandi, í Eyjafirði. Hann var ekki óánægðari en það að hann hringdi um daginn og bað mig um að koma með skeifur handa sér, nokkra kassa, þegar ég færi í næstu ullarferð, bara fyrir sumarið. Svo er einn sem tekur allt saman ópottað. Hann sagði mér í sumar að hann væri búinn að ferðast um 700 km á skeifunum; norður Heljardalsheiði, yfir í Svarf- aðardal og inn á hálendi og í Skagafjörð. Eftir þessa 700 km væru jú einhverjar að verða búnar hjá þeim sem færu verst með. En hjá hreingengu brokk- urunum væri allt í lagi að járna með sömu skeifum aftur. Það er ábyggilega slitþolnara stál í þessum skeifum en þeim sem hitaðar eru fyrir uppsláttinn. Það þarf að hita þær miklu meira til að ná uppslættinum,“ segir Rúnar. Sjö tonn af járni Þau eru nokkur handtökin sem hver skeifa útheimtir en vélarnar eru alls tíu sem notaðar eru frá því að járnið fer í fyrstu vél og til þeirrar síðustu. Ferlið byrjar þegar járnsteng- urnar eru klipptar í réttar stærðir, þaðan fer járnið í ofn og er hitað í yfir 1000 gráður. Með 8 mm járnin eru um 300 stykki í ofninum í einu og eftir hálftíma hafa þau náð þeim hita sem æskilegt er við smíðina. Rúnar segir að þau séu um klukkutíma að smíða úr því. „Þá er eftir alveg fjögurra tíma vinna fyrir einn að stinga niður úr þeim öllum. Pikka niður úr götunum. Það verður himna eftir sem þarf að stinga í gegn. Það er svona ótrúlega drjúg vinna í kringum þetta,“ segir Rúnar og Sesselja tekur undir og segir að búið sé að handfjatla skeifuna ansi oft Sesselja við vélina sem pressar fjaðragötin. Verðlaunaafhending í Hörpunni. MYND: ÚR EINKASAFNI 06/2017 7

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.