Feykir


Feykir - 22.03.2017, Side 1

Feykir - 22.03.2017, Side 1
12 TBL 22. mars 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 4–5 BLS. 6 Ólöf Ösp og Snorri Geir eru matgæðingar vikunnar Þrír gómsætir eftirréttir BLS. 7 Spjallað við Þröst Guðbjartsson leikstjóra Hefur sett upp tæpar 80 sýningar Sara Björk Sigurgísladóttir heldur um áskorenda- pennann að þessu sinni Minningar frá skíðasvæðinu í Tindastóli Íslandsmóti iðn- og verkgreina, sem fram fór í Laugardalshöllinni dagana 16.-18. mars sl. lauk með verðlaunaafhendingu sl. laugardag. Þar gerðu Skagfirðingar vel og hömpuðu gullverðlaunum í mismunandi greinum og einn komst í undanúrslit í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í september í Hörpu. Þröstur Kárason gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í trésmíði en hann stundar nám í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þröstur er sonur Margrétar Helgadóttur og Kára Árna- sonar á Sauðárkróki. Annan Íslandsmeistara eignuðust Skagfirðingar þegar Gísli Kristinn Jónsson vann sína keppinauta í mat- reiðslu en hann er nemi á Michelin- stjörnustaðnum Dill Restaurant. Krist- inn er sonur Öldu Kristinsdóttur og Jóns Daníels Jónssonar á Sauðárkróki. Alexander Svanur Guðmundsson hampaði gullverðlaunum í bifvélavirkjun en hann stundar nám í Borgarholtsskóla. Íslandsmeistaramót iðn- og verkgreina Þrír skagfirskir Íslandsmeistarar Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Þú færð MÚMÍN bollana hjá okkur! Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Alexander rekur ættir sínar á Reykja- ströndina, sonur Guðmundar Hall- dórssonar frá Steini og Indu Bjarkar Alexandersdóttur. Þá komst Sandra Sif Eiðsdóttir í undanúrslit í framreiðslu í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í september í Hörpu. Hún er nemi hjá Radisson SAS Blu. Sandra er dóttir Þóreyjar Gunnarsdóttur og Eiðs Baldurssonar á Sauðárkróki. /PF Leikskólamál á Hofsósi hafa verið til skoðunar í nokkurn tíma eftir að upp komst um mygluvandamál í núverandi húsnæði Barnaborgar á Hofsósi. Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur gefið út að starfsleyfi leikskólans falli úr gildi þann 1. maí. nk. svo tíminn er orðinn naumur. Eftir nokkra þrautagöngu sveitarfél- agsins við að finna tímabundið húsnæði fyrir starfsemina hefur ein formleg ákvörðun verið tekin í byggðarráði um að koma leikskól- anum tímabundið fyrir í Félags- heimilinu Höfðaborg. Sú lausn hefur mætt talsverðri andstöðu á staðnum og samkvæmt heimildum Feykis er nú unnið að því að skoða aðrar leiðir, m.a. að flytja leikskólann tímabundið í einbýlishús á Hofsósi. Það ferli tekur tíma og þarf að kanna hvort húsnæðið hentar, um- sagnaraðilar heimili starfsemi leik- skóla í íbúðarhúsi og hefja grenndar- kynningu sem tekur fjórar vikur eftir að samþykki hefur verið gefið fyrir starfseminni. Ef þessi nýju áform ganga upp þá mun sveitarstjórn breyta ákvörðun sinni. Búið er að gera hönnunarteikningu á viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi þar sem leikskólanum verður komið fyrir. Verið er að rýna hana og annar undirbúningur að hefjast. Ekki þótti fært að breyta núverandi húsnæði grunnskólans til að leysa húsnæðisþörf leikskólans tímabundið vegna kostnaðar og þar sem ekkert af þeim breytingum gætu nýst við endurnýjun grunnskólans sem fram- undan er. /PF Leikskólamál á Hofsósi Styttist í lokun leikskólans Kristinn Gísli Jónsson. MYND: INGA SÖR Alexander Svanur Guðmundsson . MYND: FB

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.