Feykir


Feykir - 22.03.2017, Side 2

Feykir - 22.03.2017, Side 2
Þrjú ný hjúkrunarrúm á sjúkrahúsið Góðar gjafir til HSN á Sauðárkróki Á dögunum afhenti Minningar- sjóður frú Sigurlaugar Gunnars- dóttur, með formlegum hætti, Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, þrjú hjúkrunar- rúm ásamt fylgihlutum. Rúmin eru þegar komin í notkun og segir Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræð- ingur, þau koma stofnuninni afar vel þar sem þau leysa af hólmi eldri rúm sem komin voru á tíma. Það voru þau Örn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri lækninga, Engilráð M. Sigurðardóttir og Elín H. Sæmundardóttur sem afhentu gjafabréfið en þau skipa jafn- framt stjórn sjóðsins. Minningarsjóður frú Sigur- laugar Gunnarsdóttur frá Ási í Hegranesi var stofnaður 7. júlí 1969 í tilefni af því, að þá voru liðin 100 ár frá stofnun fyrsta kvenfélags í Skagafirði, en það var gert að Ási í Hegranesi og að frumkvæði Sigurlaugar Gunnarsdóttur húsfreyju þar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, sem áður hét Sjúkrahús Skag- firðinga, til kaupa á lækninga- tækjum eða öðru því sem stjórn sjóðsins telur mesta nauðsyn á, á hverjum tíma. Sjóðurinn er fjármagnaður með sölu minningarkorta, minningargjöfum og öðrum gjöfum. /PF Undir- heimar í þriðja sæti Stíll 2017 Þriggja manna lið frá Félagsmiðstöðinni Undir- heimum á Skagaströnd tók nýlega þátt í Stíl 2017 og stóð sig glæsilega, varð í þriðja sæti í keppninni og fékk auk þess verðlaun fyrir bestu förðunina. Fulltrúar Undirheima voru þær Dagný Dís Bessadóttir, Hallbjörg Jónsdóttir og Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir. Stíll 2017 er árleg hönn- unarkeppni milli félagsmið- stöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem að þessu sinni var gyðjur og goð. Öll vinna keppenda við módel fór fram á staðnum en allur sýnilegur klæðnaður var hannaður af hópnum fyrir- fram. Markmið Stíls eru m.a. að hvetja unglinga til listsköpunar og gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfi- leika auk þess að vekja jákvæða athygli á því sem unglingar eru að fást við á sviði sköpunar. /FE Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Fáar byggingalóðir eftir Uppgangur í húsbyggingum á Sauðarkróki Mikil ásókn hefur verið í byggingalóðir á Sauðárkróki undanfarið sem kallar á framkvæmdir sveitarfélagsins enda samþykkti byggðarráð fyrir skemmstu að fela veitu- og framkvæmdasviði að hefja undirbúning og hönnun á nýrri götu í Túnahverfi, Melatúni. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu eru fáar byggingalóðir eftir lausar við tilbúnar götur. Aðeins þrjár einbýlishúsalóðir og þrjár par- húsalóðir í Túnahverfi. Melatún liggur ofan við Kleifatún og verða þar sjö einbýlishúsalóðir. Verið er að hanna götuna og ekki er vitað á þessari stundu um fram- kvæmdatíma. Sveitarstjórn á eftir að samþykkja fram- kvæmdina og setja á fjár- hagsáætlun 2017. /PF Það sem gerir lífið bærilegt hjá fólki, að mínu mati, er gott samfélag. Samfélag sem tekur á öllum þáttum mannlegs þroska, sem og breyskleika, frá vöggu til grafar. Við, og núna alhæfi ég og fel mig bak við það að „við“ sé teygjanlegt hugtak, viljum hafa góða þjón- ustu í sambandi við meðgöngu og fæðingar, leikskóla, skóla, tómstundir, atvinnu, læknis- þjónustu og heilsugæslu og að sjálfsögðu fyrirtaks þjónustu þegar við erum komin á efri ár. Þessi upptalning er bara brot af því sem við viljum hafa en ég vildi koma málefnum aldraðra að. Ég sá nefnilega frétt á RÚV um daginn þar sem talað var við aðstandendur manns sem hafði verið vistmaður á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Eftir að ákveðið var að því heimili yrði lokað var hann fluttur hreppaflutningum á annað heimili í Vík í Mýrdal, 260 km í burtu. Eiginkona hans, sem býr enn heima, er því ekki lengur í seilingar- fjarlægð. Hvaða greiði var honum gerður með því? – spyr ég nú bara. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu að láta loka heimilinu í kjölfar svartrar skýrslu frá Landlæknisembættinu sem hafði ítrekað gert athugasemdir við forstöðumann heimilisins um aðbúnað á heimilinu og krafist úrbóta, m.a. vegna slælegs ástands húsnæðis, einkum eldri byggingar, og ófullnægjandi mönnunar. Ekki hefur verið brugðist við ábendingum landlæknis með viðunandi hætti þegar eftir því var gengið, eins og segir í tilkynningu embættisins. Ég get vel skilið að farið sé fram á úrbætur þegar eitthvað bjátar á en mér finnst það harkalegt að skella í lás og henda fólkinu nánast út um hvippinn og hvappinn. Mér skilst á fréttaflutningi að heimilisfólkið hafi verið sátt við dvölina og líkir aðgerðum við skepnuskap og mannréttindabrot. „Ástæða þess að þetta fór svona er að ríkið greiðir of lítið með heimilisfólkinu til þess að það sé hægt að reka heimilið sómasamlega. Þannig er þetta á fleiri dvalarheimilum en sumstaðar geta sveitarfélögin hlaupið undir bagga. Ég réði bara ekki við þetta lengur,” sagði Guðni Kristjánsson, forstöðumaður Kumbaravogs, við Fréttatímann. Velferðarráðuneytið birti nýlega úttekt þar sem sett er fram tillaga að úrbótum og stefnumótun til ársins 2035 og RÚV greindi frá. „Markmiðið er að 85% þeirra sem eru áttræðir geti búið heima og í því skyni á að leggja stóraukna áhersla á heilsugæslu, forvarnir og endurhæfingu og draga úr þörf fyrir ótímabæra stofnanavist með tilheyrandi kostnaði. Þetta á meðal annars að gera með því að fækka dvalarrýmum en efla heimahjúkrun, endurhæfingu og dagdvöl.“ Hefði ekki verið betra að klára það verkefni fyrst og leyfa þeim sem bjuggu á Kumbaravogi að halda því áfram. Fólkið alla vega kaus að búa þar. Páll Friðriksson (68 ára árið 2035) LEIÐARI Þegar ég verð gamall Á Skagaströnd bárust 26 tonn á land í síðustu viku og rúmlega 294 tonn á Sauðárkróki. Hvorki var landað á Hofsósi né Hvammstanga. Samtals var þá landað 320.204 kílóum af fiski á Norðurlandi vestra í vikunni. /FE Aflatölur 12.–18. mars 2017 á Norðurlandi vestra Rúm 320 tonn á land í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 14.838 Fannar SK 11 Landb. lína 2.047 Gammur SK 12 Rauðmaganet 147 Klakkur SK 5 Botnvarpa 87.230 Málmey SK 1 Botnvarpa 189.911 Alls á Sauðárkróki 294. 173 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 7.128 Dísa HU 91 Handfæri 338 Hafrún HU 12 Dragnót 9.597 Jenný HU 40 Handfæri 516 Ólafur Magnúss. HU 54 Þorskfiskinet 6.439 Sæfari HU 212 Landb. lína 2.013 Alls á Skagaströnd 26.031 Örn Ragnarsson, Elín H. Sæmundardóttir, Engilráð M. Sigurðardóttir og Herdís Klau- sen við afhendingu hjúkrunarrúmanna góðu. MYND: PF Feykir Smávaxinn að þessu sinni en í næstu viku kemur út stórt fermingarblað. 2 12/2017

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.