Feykir


Feykir - 22.03.2017, Síða 4

Feykir - 22.03.2017, Síða 4
leiklistinni að vera húsamálari. En einhvern veginn, eftir að meistarinn minn í bakaraiðninni hætti rekstri bakarís þá gleymd- ist bakarinn, ég bara kann það ekkert lengur, hef ekki komið inn í bakarí til að vinna þar síðan 1985-6. Seinni árin hefur það svo verið þannig að það er minni þörf fyrir eldri leikara á sviðið, þá eru leikhúsin kannski með eldri leikara á föstum samningi sem þeir þurfa að nota, þannig að eftir að ég var orðinn svona 45-50 ára hætti ég að fá tilboð um að koma sem lausráðinn inn í stóru leikhúsin. Ég hef ekkert leikið í tíu ár á stóru sviði.“ Tsjekhov í uppáhaldi Eru einhver sérstök verkefni sem þú hefur fengist við sem eru minnisstæðari en önnur? „Já, já, það eru alltaf einhver verk sem sitja fastar í minninu. Þar má nefna verkin eftir Anton Tsjekhov sem ég hef leikið í, Kirsuberjagarðurinn hjá leik- húsi Frú Emilíu 1994 og Þrjár systur hjá Leikfélagi Akureyrar 1982, þetta eru þau verk sem mér þykir vænst um og var skemmtilegast að leika vegna þess að Tsjekhov fer svo vítt og breitt í tilfinningalíf leikarans. Að lesa verkin hans í fyrsta sinn er ekkert skemmtilegt en svo þegar maður les þau aftur og fer að kynnast þeim þá er þetta eitt besta leikskáld sem verið hefur uppi þó það skyggi náttúrulega ekkert á Shakespeare. Tsjekhov var Rússi og dó 1904, þetta eru sem sagt mjög gömul verk en eru sígild og alltaf í leikhúsunum öðru hvoru. Þetta eru yfirleitt mjög skemmtileg hlutverk og sterkar sögur sem hann segir, kómík i bland við mikið drama oft á tíðum, þannig að það hefur verið mjög gaman að leika það.“ Þröstur segir að hvað leik- stjórnarhliðina snerti hafi það verið nokkuð misjafnt eftir leikhópum hvað þeir séu skemmtilegir og sterkir. „Ég verð nú að segja það að hér í Skagafirðinum er ég náttúrulega búinn að setja upp sjö sýningar hjá Leikfélagi Sauðárkróks síðan 2002 og svo er ég nú í þriðja skiptið hér á Hofsósi. Það má kannski segja að þegar maður er farinn að kunna svo vel við sig og kynnast hópunum að það er eins og að koma heim. Þá veit maður nákvæmlega hvað maður getur boðið leikhópnum og hver passar best á hvern stað og svona. Þær sýningar sem ég „Ég er fæddur og uppalinn í Bolungarvík árið 1952. Þar ólst ég upp til níu ára aldurs en flutti þá til Kópavogs í eitt ár og svo Reykjavíkur þar sem ég gekk í grunnsskóla. Fjölskyldan bjó í Húnavatnssýslum í tvö og hálft ár á árunum 1966-69, þar af á Reykjaskóla einn vetur. Þá var ég að vinna með föður mínum í málningarvinnu. Hann var málari og rak sitt fyrirtæki út um allt land, mest í Húnavatns- sýslunum á árunum 1960-70, þess vegna fluttu þau tíma- bundið þarna norður til þess að mamma gæti verið með barna- skarann nær karlinum. Ég fór svo bara að heiman 16 VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir ára og fór að vinna í bakaríi og líkaði alveg ljómandi vel. Það hét Njarðarbakarí og var á horni Nönnugötu og Njarðargötu. Þar var ég í fjögur ár, skrifaði undir samning og tók mitt sveinspróf, þá rétt ríflega tvítugur. Ég vildi nú gera eitthvað annað, leiklistin kallaði, og fór á námskeið. Það voru leikhúsin tvö, Leikfélag Reykjavíkur, sem Vigdís Finnbogadóttir var í forsvari fyrir, og Þjóðleikhúsið, sem Sveinn Einarsson stýrði, sem tóku sig til og settu á stofn námskeið til þess að þrýsta á ríkið að samþykkja frumvarp sem þá var búið að liggja fyrir þingi um stofnun Leiklistarskóla Íslands. Þetta stóð í þrjá mánuði og þar fékk ég leikhúsbakterí- una endanlega. Um haustið 1974 fer ég svo inn á fyrsta ár hjá Leiklistarskóla SÁL, Samtaka áhugafólks um leiklistarnám, þau höfðu einnig rekið skóla í tvo vetur þar sem þau fengu til sín góða kennara og var það einnig gert til að þrýsta á um stofnun Leiklistarskólans. Hann var svo stofnaður 1975 og ég komst inn í þann skóla, í annan bekk. Þar var ég í þrjá vetur og útskrifaðiðst 1978.“ Og hvert lá leiðin svo? „Nú svo var það bara þessi brösótta leið að fá eitthvað að gera í þessu fagi. Ég hef nú verið þrjóskari en andskotinn með það að ég hef haft þetta sem aðalstarf, má segja, í nær 40 ár en aldrei verið fastráðinn. Ég hef verið duglegur að fara út á land að vinna með áhugaleikfélögum, Leikfélagið á Hofsósi leggur nú lokahönd á æfingar á leikritinu Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Með leikhópnum starfar leikstjóri sem er vel kunnur í þessum landshluta, hann hefur sett upp ófá verk með leikfélögunum á Hvammstanga, Sauðárkróki og á Hofsósi auk þess að hafa málað marga veggina vítt og breitt um Húnavatnssýslurnar. Blaðamaður bankaði upp á hjá Þresti Guðbjartssyni þar sem hann hefur nú aðsetur við hringtorgið á Kárastígnum á Hofsósi. Að sjálfsögðu var Þröstur fyrst spurður hinnar sígildu spurningar, hver maðurinn væri. Þröstur Guðbjartsson leikstýrir á Hofsósi Hefur sett upp tæpar 80 sýningar bæði sem kennari og leikstjóri, alveg frá 1980, og er búinn að setja upp tæplega 80 sýningar með félögum hingað og þangað um allt land. Svo hef ég verið hjá báðum stóru leikhúsunum, í Borgarleikhúsinu og aðeins í Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhús- inu sáluga og svo fjöldanum öllum af frjálsum leikhópum sem leikarar taka sig saman um að stofna til að fá eitthvað að gera. Þá er sjálfboðaliðastarfið oft ansi sterkt, maður fær bara einhver málamyndalaun. Þess vegna má segja að ég hafi verið heppinn fyrstu árin að hafa sveinspróf í bakaraiðn svo ég fór og vann svolítið í bakaríi inn á milli en alltaf var ég með pensilinn á lofti, það var nú arflegðin frá föður mínum. Svo spurðist það inn í leikarastéttina að ég væri nú bara handlaginn málari og einhvern veginn þróaðist það nú þannig að ég var orðinn eins konar hirðmálari leikarastéttarinnar. Það er fjöld- inn allur af leikurum sem ég hef málað fyrir og þeir hafa svo bent á mig inn í kunningjahóp sinn og fjölskyldur svo ég hef haft alveg fulla vinnu við það með Þröstur undirbýr leikæfingu. MYND: FE 4 12/2017

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.