Feykir


Feykir - 22.03.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 22.03.2017, Blaðsíða 6
Krækjur tryggðu sér deildarmeistaratitil í blaki í 5. deild um helgina en mótið fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Allir leikir helgarinnar unnust hjá Krækjunum og enduðu þær með 41 stig í heildina af 42 mögulegum í vetur og leika því í 4. deild á næsta tíabili. Á laugardag léku Krækjur þrjá leiki. Fyrsti leikur var gegn Aftureldingu E og vannst hann 25-16 og 25-9. Annan leik gegn HK D unnu Krækjur 19-25 og 14-25 sem og gegn Haukum 13-25 og 19-25. Á sunnudeginum var leikið gegn Hamri B og vannst sá leikur 25-14 og 25-17. /PF Árið 2008 flutti ég frá náttúruperlunni Skagafirði til menningarbæjarins Árósa í Danmörku. Á þeim tíma þráði ég að kynnast bæjarlífinu, menningunni, læra reiprennandi dönsku og leggja stund á læknisfræði við Háskólann í Árósum. Óskir mínar voru ekki lengi að uppfyllast og háskólaárin voru alveg frábær tími. Hugurinn leitaði aftur á móti oft í Skagafjörðinn og gerir það enn. Enda eru aðal áhugamálin enn þau sömu og árið 2008; fjallganga og skíðasport. Og já, já, auðvitað þurfti ég að velja Danmörku, þar sem hæsta fjallið er fjórfalt minna en Molduxi. Skíðasvæði Tindastóls er það skíðasvæði sem hefur verið oftast opið í vetur á öllu landinu. Skíðaiðkun skipaði stóran sess á uppvaxtarárum mínum í Skagafirði. Man ég vel eftir gamla skíðasvæðinu. Diskalyftan þar sem vírinn var annaðhvort vel grafinn undir snjó eða lengst upp í lofti. Maður var því ýmist kengboginn eða hékk eins og þvottur til þerris á vírunum. Þar lærði ég að skíða, tók lyftuna upp á topp og brunaði niður. Í byrjun treysti ég á að pabbi myndi grípa mig þegar ég kæmi niður, enda ekki búin að læra að stoppa. Eftir góðan skíðadag var ekkert betra en heitt kakó og skúffukaka með rjóma í skálanum. Í minningunni stóð gamla skíðasvæðið alltaf fyrir sínu. Vegna snjóleysis fór opnunardögum fækkandi, þá var oft lagt í ferðir lengra upp í fjall með troðara eða snjósleðum. Meðal annars á svæðið þar sem skíðasvæðið er núna. Þessar ferðir voru ævintýralegar og þegar nýja skíðasvæðið var opnað var draumurinn loksins orðinn að veruleika. Glæný lyfta, löng brekka með miklum bratta efst og aflíðandi breiðum flata í lokin. Á svæðinu eru endalausir möguleikar og er það upplagt bæði fyrir byrjendur og lengra komna, hvort sem fólk er á svigskíðum, Telemark, snjóbretti eða gönguskíðum. Uppbyggingin heldur hægt og rólega áfram á skíðasvæðinu. Á síðustu árum er búið að byggja skemmuna, koma barnatöfrateppinu upp og nýlega er búið að leggja slitlag á veginn uppeftir. Það verður gaman að fylgjast með skíðasvæðinu í framtíðinni og er tilhlökkunin alltaf jafn mikil, ár hvert, að komast í fjallið. - - - - - - Sara Björk skorar á Ingu Birnu Friðjónsdóttur að skrifa næsta pistil Sara Björk Sigurgísladóttir brottfluttur Skagfirðingur Minningar frá skíðasvæðinu ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN palli@feykir.is ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Stefán Vele- mir hreppti titilinn Íþróttamaður USAH Hundraðasta ársþing USAH var haldið fyrir skömmu á Húnavöllum. Var það vel sótt en auk þingfulltrúa voru mættir gestir frá UMFÍ og ÍSÍ auk annarra gesta. Gekk þingið vel fyrir sig að vanda. Á þinginu var tilkynnt um val sambandsins á Íþróttamanni ársins 2016 og varð Stefán Velemir, Umf. Fram á Skagaströnd, fyrir valinu. Stefán er kúluvarpari sem m.a. þríbætti Íslands- met U23 í kúluvarpi innan- húss á árinu og komst í 5. sæti Íslendinga í kúluvarpi innanhúss. Þá er Stefán farinn að nálgast topp 100 á heimslista í karlaflokki í kúluvarpi innhúss. Þá voru einnig afhent Hvatningar- verðlaun USAH en þau hlaut knattspyrnudeild Hvatar. /FE Sigursælar Krækjur. MYND: VALA HRÖNN Ársþing UMSS Arnrún Halla nýr formaður Á ársþingi UMSS sem haldið var í Ljósheimum í Skagafirði á dögunum var Arn- rún Halla Arnórs- dóttir kjörin nýr formaður sambands- ins. Tekur hún við af Þórhildi Sylvíu Magnúsdóttur. Á þinginu veitti Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ, knattspyrnudeild Tindastóls viðurkenningu fyrir Fyrir- myndarfélag ÍSÍ en knatt- spyrnudeildin hlaut hana fyrst árið 2012. Núna var viðurkenn- ingin endurnýjuð og staðfest áfram. Haukur Valtýsson, formað- ur UMFÍ, sæmdi þrjá ein- staklinga starfsmerki UMFÍ en það voru þau Frið- björg Vilhjálmsdóttir, Ingimar Ingimarsson og Símon Gestsson, sem öll hafa starfað innan hestamannafél- aganna þriggja í Skagafirði og eru nú undir sameiginlegu merki Skagfirðings. Símon Gestsson gat því miður ekki tekið á móti viðurkenningu sinni. Aðrir í stjórn UMSS eru: Gunnar Þór Gestsson, Sígríður Fjóla Viktorsdóttir, Þorvaldur Gröndal og Þórunn Eyjólfs- dóttir meðstjórnandi. /PF Mynd af Facebook-síðu Stefáns. Blak Krækjur deildarmeistarar Úrslitakeppnin í körfunni :: Tindastóll–Keflavík Keflvíkingar komnir með góða stöðu Úrslitakeppni Dominos- deildarinnar hófst í síðustu viku og þegar þetta er skrifað hefur lið Tindastóls spilað tvo leiki í rimmu sinni við Keflvíkinga og tapað báðum. Tindastóll - Keflavík 102-110 Fyrst mættust liðin í Síkinu og var um hörkuleik að ræða. Keflvíkingar höfðu frum- kvæðið framan af leik og voru yfir, 36-42, í leikhléi. Stólarnir sýndu góðan leik og geggjaða baráttu í þriðja leikhluta og voru yfir, 59-56, þegar fjórði leikhluti hófst. Þá náðu gestirnir tíu stiga forystu en enn og aftur komust Stólarnir inn í leikinn og Pétur jafnaði af vítalínunni þegar 17 sekúndur voru eftir. Stólarnir unnu síðan boltann og Pétur var hársbreidd frá því að tryggja Stólunum sigurinn. Því var framlengt og jafnt var enn að lokinni fyrstu fram- lengingu en Stólarnir urðu fyrir blóðtöku í byrjun ann- arar framlengingar þegar Hester fékk sína fimmtu villu og Keflvíkingar kláruðu dæmið. Keflavík - Tindastóll 86-80 Liðin mættust öðru sinni í Keflavík sl. sunnudag. Kefl- víkingar náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta, komust 15 stigum yfir en Stólarnir minnkuð bilið fyrir hlé, staðan 45-38. Keflvíkingar létu forystuna ekki af hendi í síðari hálfleik en Stólarnir náðu að minnka í eitt stig í þriðja leikhluta og svo í tvö stig þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. Það dugði ekki. Þriðji leikur liðanna er í kvöld, í Síkinu, og verða Stól- arnir að sigra. Ef það hefst ekki þá eru Tindastólsmenn komnir í sumarfrí. /ÓAB Grettismenn vel stemmdir í Síkinu. MYND: ÓAB 6 12/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.