Feykir


Feykir - 22.03.2017, Side 8

Feykir - 22.03.2017, Side 8
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 12 TBL 22. mars 2017 37. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 200 manns mættu í veisluna Þann 12. júní árið 1966 kom nokkur hópur fólks saman í félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Tilefnið var stofnun nýs félags, Krabbameinsfélags Skaga- fjarðar. Stofnfélagar voru 47 talsins, flestir þeirra bú- settir í Akrahreppi. Það átti eftir að breytast því í dag eru félagar Krabbameinsfélags Skagafjarðar um 470 talsins, búsettir alls staðar í héraðinu og víðar. Ástæðan fyrir stofnun félagsins var aukin áhersla heilbrigðisyfirvalda á forvarnir og fræðslu um sjúkdóminn krabbamein. Þá var á þessum árum verið að gera stórátak í að leita skipulega að fyrstu merkjum um krabbamein með t.d. leit að brjósta- og legkrabbameini í konum. Það voru enda konur og kvenfélög sem voru miklir hvatamenn að stofnun félagsins hér ásamt héraðslækni, Friðrik Friðrikssyni, og skal á engan hallað þó sú mæta kona, Helga Kristjánsdóttir á Silfrastöðum, sé nefnd sérstaklega í þessu samhengi. Sunnudaginn 19. mars var haldið upp á þessi tímamót í sögu félagsins með hátíðarsamkomu í menningarhúsinu Miðgarði. Um 200 manns sátu fagnaðinn, hlýddu á skemmtidagskrá og þáðu veitingar. Af 47 stofnfélögum eru 10 lifandi og sáu nokkrir þeirra sér fært að mæta í afmælið. Sr. Dalla Þórðardóttir, formaður félagsins, stýrði samkomunni og flutti nokkur orð um sögu félagsins. Frábærir listamenn úr héraði komu fram og minntu okkur enn og aftur á það hvílíkur mannauður og menning þrífst hér meðal okkar. Þær Guðrún Helga Jónsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir sungu við undirleik Stefáns R. Gíslasonar og Stefán spilaði einnig undir hjá Gunnari Rögn- valdssyni sem hafði með sér leynigestinn Jón Hall Ingólfsson auk Írisar Olgu. Þá flutti Sigríður Garðars- dóttir í Miðhúsum bráðskemmtilega tölu um nokkra sveitunga sína sem voru í hópi þeirra sem stofnuðu félagið. Má þar nefna Helgu og Jóhann Lárus á Silfrastöðum, Unni og Gísla á Víðivöllum, Helgu og Gunnar í Flatatungu, Önnu á Stekkjarflötum, Soffíu á Borgarhóli, Guðrúnu og Gísla í Miðhúsum, Maríu og Sigurð á Stóru Ökrum, Sólveigu og Árna á Uppsölum ásamt fleiri ógleymanlegum persónum. Um ljúffengar veitingar í afmælisfagnaðinum sáu Kvenfélag Seylu- hrepps og Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps. Við þessi tímamót voru félaginu einnig færðar stórgjafir. Ólafur Jónsson frá Kiwanisklúbbnum Drangey, sem hefur einnig látið til sín taka í baráttunni við krabbamein, færði félaginu 100 þúsund krónur. Kvenfélag Akrahrepps færði félaginu einnig 100 þúsund krónur og það var formaður félagsins, Drífa Árnadóttir sem afhenti. Bjarni Maronsson, formaður stjórnar Kaupfélags Skagfirðinga, færði félaginu eina milljón króna úr Menningarsjóði KS. Stjórn félagsins vill koma á framfæri innilegum þökkum fyrir þessar stórgjafir og þykir vænt um þann hlýhug sem þær birta. Þá vill stjórn félagsins einnig þakka félögum Krabbameinsfélags Skagafjarðar fyrir þátttöku þeirra því án félaga væri ekkert félag. Félagið nýtur velvildar í samfélaginu sem sést á stórum og smáum gjöfum til félagsins og sölu minningarkorta. Allt þetta stuðlar að virkri starfsemi félagsins og gerir því kleift að styðja við þá sem eru í krabbameinsmeðferð auk þess að fræða og auka forvarnir við sjúkdómnum. Stjórn Krabbameins- félags Skagafjarðar vill þakka þennan hlýhug og velvild og þakkar einnig þeim sem komu og glöddust með okkur við þessi tímamót. /AÐSENT 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Skagafjarðar Guðný doktor í fornleifafræði Byggðasafn Skagfirðinga Guðný Zoëga, fornleifa- og mannabeinafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga, varði doktorsritgerð sína í fornleifafræði við Óslóarháskóla 28. febrúar síðastliðinn. Fjallar ritgerðin um íslensk miðaldaheimili, og byggir á fornleifa- og mannabeinarannsóknum. Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir að kjarni ritgerðar Guðnýjar sé uppgröftur 11. aldar kirkjugarðs sem kom óvænt í ljós við framkvæmdir í Keldudal í Hegranesi árið 2002 en einnig er notast við samanburðarefni úr öðrum skagfirskum kirkjugörðum. /PF Nýr framkvæmdastjóri Héraðsþing USVH 2017 Héraðsþing USVH var haldið í Félagsheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 15. mars og sá ungmennafélagið Víðir um utanumhald þingsins að þessu sinni. Þingið var vel sótt. Góðir gestir frá UMFÍ komu í heimsókn, þau Sabína Steinunn Halldórsdóttir landsfulltrúi og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri, og frá ÍSÍ þau Þórey Edda Elísdóttir, fyrsti varamaður í stjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. Tilkynntar voru breytingar á framkvæmdastjóra USVH en Sveinbjörg Pétursdóttir hefur óskað eftir ársleyfi frá störfum og mun Eygló Hrund Guðmunds- dóttir leysa hana af í millitíðinni. Kosið var um varaformann, gjaldkera, ritara, og þrjá varamenn. Varaformaður var kjörinn Halldór Sigfús- son, Ómar Eyjólfsson sem gjaldkeri og Sara Ólafsdóttir ritari. /FE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.