Feykir


Feykir - 14.06.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 14.06.2017, Blaðsíða 2
Á ferðum mínum eftir trampólíni Skagafjarðar ber ýmislegt fyrir augun. Kannski ná ekki allir að átta sig á hvað við er átt þegar talað eru um trampólín en þá á ég við þjóðveginn sem ég hossast og hendist eftir á hverjum morgni, nývöknuð og varla búin að ná mér niður eftir kapphlaupið við stóra vísinn á klukkunni. Hann er þeirri ónáttúru gæddur að hleypa alltaf á stökk um það bil sem ég hef lokið við að nudda stírurnar úr augunum og áður en blóðið er farið að renna á vökuhraðanum um æðarnar. Ég þarf að vísu að hristast aftur heim á Hofsós seinni partinn en þá er stóri vísirinn búinn að ná sér niður og lullar bara fetið. En þar sem ég hoppa þetta og skoppa næ ég nú samt sem áður að festa augu á ýmsu sem fyrir augun ber. Ég hef til dæmis mjög gaman af því að kíkja á fuglalífið sem er nokkuð fjölbreytilegt, sérstaklega við Héraðsvötnin. Þar hafa meðal annarra álftahjón búsetu og við bíðum spennt eftir ungum úr eggjunum sem þar er legið á. En það eru fleiri fuglar á ferð en þeir fleygu. Allmargir furðufuglar láta fyrir berast á hinum ólíklegustu stöðum kringum þjóðveginn. Það virðist vera nokkuð sama hvar er slóði, þeim finnst bara ekkert athugavert við að planta sér þar og taka sér gistingu. Honum Jóni ferjumanni ætti til dæmis alls ekki að leiðast, enda er hann með heilt plan í kringum sig, ég held bara að hann hafi selskap flestar nætur. Ég hef bara mestar áhyggjur af að hann eigi óhægt um vik með að þrífa hjá sér klósettin, blessaður. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Það sem fyrir augun ber Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra í síðustu viku var 323.040 kg sem skiptist þannig á hafnir: Á Skagaströnd var landað tæpum 63 tonnum úr 22 bátum, á Sauðárkróki bárust rúmlega 256 tonn á land af ellefu skipum og bátum og tveir bátar lönduðu fjórum tonnum á Hofsósi. Engu var landað á Hvammstanga. /FE Aflatölur 4. júní – 10. júní 2017 á Norðurlandi vestra 22 bátar lönduðu á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Víðir EA 423 Handfæri 339 Alls á Skagaströnd 62.801 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Grásleppunet 380 Gammur II SK 120 Grásleppunet 575 Hafey SK 10 Handfæri 261 Klakkur SK 5 Botnvarpa 118.288 Kristín SK 77 Handfæri 134 Maró SK 33 Handfæri 791 Már SK 90 Handfæri 715 Málmey SK 1 Botnvarpa 134.181 Steini G SK 14 Grásleppunet 244 Tara SK 25 Handfæri 154 Vinur SK 22 Handfæri 438 Alls á Sauðárkróki 256.161 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 1.260 Hóley SK 132 Grásleppunet 2.818 Alls á Hofsósi 4.078 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Handfæri 1.348 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 714 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.183 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.220 Dagrún HU 121 Grásleppunet 1.130 Dísa HU 91 Handfæri 1.061 Geiri HU 69 Handfæri 949 Guðbjörg GK 666 Lína 16.345 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 687 Hafdís HU 85 Handfæri 1.657 Húni HU 62 Handfæri 739 Jenný HU 40 Handfæri 1.656 Kambur HU 24 Handfæri 1.505 Katrín GK 266 Línutrekt 1.882 Lukka EA 777 Handfæri 633 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 1.472 Már HU 545 Handfæri 336 Ólafur Magnússon HU 54 Grásleppunet 3.285 Óli á Stað GK 99 Lína 21.027 Svalur HU 124 Handfæri 1.239 Sæunn HU 30 Handfæri 1.394 Vel heppnaður íbúafundur á Borðeyri Sótt um að Borðeyri verði skilgreint sem verndarsvæði í byggð Þann 1. júní sl. var haldinn íbúafundur á Borðeyri þar sem kynntur var undirbúningur Húnaþings vestra að umsókn um að gamli þorpskjarninn á Borðeyri yrði skilgreindur sem verndarsvæði í byggð. Í upphafi fluttu Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, og Vilhelm Vilhelmsson, doktor í sagn- fræði, kynningu á verkefninu. Að því loknu svaraði Vilhelm fyrirspurnum ásamt Sólveigu Huldu Benjamínsdóttur, for- stöðumanni safna í Húnaþingi vestra en hún á veg og vanda að umsókninni. Kom þar fram að yrði Borðeyri skilgreind sem verndarsvæði í byggð mætti líta á það sem opinbera Fjölnet Breyting á eignarhaldi Þann 1. apríl sl. keyptu félagarnir Pétur Ingi Björns- son og Sigurður Pálsson tölvufyrirtækið Fjölnet af Tengli, sem er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, tæki og viðskiptavild. Fyrirtækið er með starfsemi á Sauðárkróki og í Reykjavík þar sem Sigurður er búsettur. Að sögn þeirra félaga verð- ur starfsemin óbreytt, sem er hýsing og rekstur tölvukerfa ásamt internetþjónustu. Auk þess stendur viðskiptavinum til boða að kaupa GSM- og heimasímaáskriftir, sem er nýjung. Starfsmenn eru sex talsins, fjórir á Sauðárkróki og tveir í Reykjavík. „Fjölnetið er eitt elsta inter- net- og hýsingarfyrirtæki landsins, stofnað árið 1999. Pétur byrjaði hjá Fjölneti árið 2006, Sigurður kom inn þegar við opnuðum í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum síðan en hýsingarsalurinn er á Krókn- um,“ segja Pétur og Sigurður og benda á að Fjölnet gefi sig út fyrir að vera með persónulegri þjónustu við viðskiptavini um- fram allt. /PF viðurkenningu á merkilegri sögu staðarins og hefði þýð- ingu fyrir menningarsögu landsins í heild. Verkefnið á við gömlu húsin niðri á eyrinni en ekki húsin úti á grundinni og uppi á hæðinni. Þarna standa elstu húsin sem þegar eru friðuð, s.s. Riishús eða orðin eða að verða umsagnar- skyld hús, það er byggð 1925 eða eldri. Fornleifaskráning fyrir staðinn er nú þegar til en gera þarf húsaskráningu og fá eins áreiðanlegar heimildir og hægt er um hvert hús. Eftir það verður gert varðveislumat. Fari svo að umsóknin verði samþykkt er ekki leyfilegt að rýra varðveislugildi verndar- svæðisins sem leggur óneitan- lega kvaðir á húseigendur á svæðinu en á móti kemur að sá möguleiki opnast að sækja í opinbera sjóði um styrki til viðhalds og endurbóta á hús- unum. Verndarsvæði fá lógó sem notuð eru til að vísa á staðinn og kallar viðurkenn- ingin á aukna athygli ferða- manna. Á fundinn mættu um 20 manns. Fundargestir voru al- mennt áhugasamir um verk- efnið og var fjölmörgum spurningum beint til kynning- araðila. Annar íbúafundur er fyrirhugaður með haustinu þar sem Vilhelm mun kynna vinnu sína. /FE Voicestjarna, varðeldur og vegleg barnadagskrá Jónsmessuhátíð á Hofsósi Jónsmessuhátíðin á Hofsósi verður haldin nú um helgina og stendur mikið til. Dagskráin hefst með Jónsmessugöngu en að þessu sinni verður gengið frá Stafnshóli um Axlarveg niður á þjóðveginn við Miðhús. Á dagskrá eru margir fastir liðir. Má þar nefna hina sívinsælu kjötsúpu sem félagar í Félagi eldri borgara á Hofsósi framreiða af alkunnri snilld og kvöldvakan er á sínum stað á föstudagskvöldi þar sem Voicestjarnan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir er meðal gesta. Á eftir leika Þórunn og Halli fyrir dansi. Á laugardag verður mynda- sýning, knattspyrnumót, dráttarvélaakstur, grillveisla og tjaldmarkaður svo eitthvað sé nefnt ásamt metnaðarfullri dagskrá fyrir börnin. Einnig ætla nokkrir gestrisnir íbúar að bjóða heim í morgunkaffi og á laugardagskvöld verður nú varðeldur og brekkusöngur í Kvosinni þar sem Raggi og Rúnar Páll munda gítarana. Hljómsveit kvöldsins sér svo um að setja lokapunktinn á hátíðina á laugardagskvöldið með stórdansleik í Höfðaborg. Þetta er í 15. sinn sem Jónsmessuhátíðin er haldin á Hofsósi. Hefur hún jafnan ver- ið vel sótt og lukkast vel. /FE 2 23/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.