Feykir


Feykir - 14.06.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 14.06.2017, Blaðsíða 6
arfélagsins en Björk var konan hans. Þá upphófust kynni við fólk sem hefur markað leið mína síðan, m.a. Sigrúnu og Sverri sem ég var hjá alla tíð. Ég kallaði þau fósturforeldrana á Suðurgötu 18b.“ Þórhallur segir að þar hafi oft verið glatt á hjalla og skemmtilegir hlutir gerðir með góðu fólki. Það voru oft skemmtilegar stundir og mikið hlegið og haft gaman. Líf eftir þetta líf Aðspurður um hvort miðils- fundir séu alltaf jafn vinsælir segir hann að það sé eins og einhverjar umbreytingar séu í þessum málum núna og minni eftirspurn. Stöðunum hefur fækkað á landsbyggðinni þar sem áður var fundað. En hann segist alltaf vera kominn heim þegar hann er kominn í Skaga- fjörðinn. „Skagfirðingar hafa alltaf verið forvitnir einstakl- ingar og margar skemmtilegar persónur til, eins og Dúddi á Skörðugili. Fólk heldur áfram þó það sé farið og hafi kvatt. Þeir halda áfram að skammast í sveitungum sínum og ættingj- um þó að þeir séu farnir. Það er ekkert látið af því,“ segir Þór- hallur og brosir breitt. „Talandi um Dúdda þá sér maður að hann er að vinna sín verk og skipta sér af og hjálpa. Það virðist vera þörf fyrir þessa menn að halda áfram, eins og t.d. Einar á Einarsstöðum og sr. Sigurð Hauk Guðjónsson. Það er alltaf verið að láta vita af sér.“ Þórhallur segir að hlutverk miðils sé að sanna að það sé líf eftir þetta líf. Sýna fram á að einhver sé í kringum mann og koma með skilaboð um eitt og annað. Hann minnist skemmti- legra funda sem sem voru haldnir í Safnahúsinu á Sauðár- króki á árum áður en þá fjöl- mennti fólk alls staðar að úr héraðinu. „Ég var einmitt að hugsa um það á leiðinni hingað og horfði að Safnahúsinu hvað það var gaman. Alltaf komu Hofsósbúar seinastir á fundina og við biðum alltaf í fimm til tíu mínútur til að hægt væri að byrja,“ segir Þórhallur og hlær dátt og bætir við að það hafi nú bara verið gaman. Þessi örfíni þráður Eins og það sé ekki nóg að hafa lifandi fólk í kring um sig ímyndar maður sér að það geti verið truflandi að framliðnir séu líka að þvælast í kringum mann. Þórhallur segir að það Þórhallur er Reykvíkingur í húð og hár, uppalinn í Laugar- nes- og Vogahverfinu. Hann hefur búið mestan hluta ævinn- ar í borginni en í nokkur ár bjó hann á Akureyri. Fyrir fjórum árum snéri hann aftur á æsku- stöðvarnar þar sem hann býr nú. Eins og kom fram í inngangi kemur Þórhallur reglulega í Skagafjörðinn, tvisvar til þrisv- ar á ári, og segist hann hafa kynnst Skagfirðingum mjög vel á allan hátt. Móðurættina rek- ur hann í Svarfaðardalinn en föðurættin er úr Þingeyjarsýslu og eitthvað suður með sjó, eins og hann orðar það. Hann segir VIÐTAL Páll Friðriksson meiri tengingar vera við móður- ættina og Svarfaðardalinn. Það er nokkur vandi að spyrja um hluti sem maður skilur ekki og kannski sérstak- lega um þann hæfileika að ná sambandi við látið fólk. Að- spurður um hvenær hann hafi fyrst orðið var við að hafa fengið þessa hæfileika segir Þórhallur það hafa verið með- fætt. „Móðuramma mín, Snjó- laug Jóhannesdóttir frá Skálda- læk, vissi að drengurinn væri eitthvað öðruvísi og maður var vissulega öðruvísi en aðrir krakkar. Ég var skapmikill, kraftmikill og ég heyrði mikið. Heyrði raddir og ég hélt á tímabili að ég væri nú bara ruglaður. En það var eins og ég ætti bara að vera rólegur og standa mína plikt. En þegar ég fór að sitja í bænahring, þá byrjaði þetta örlítið að jafnast út. Fyrsti hringurinn sem ég sat í var hjá Steindóri Marteins- syni, en hann bjó hér á Sauðár- króki, var gullsmiður. Þetta var fyrir sunnan og þar sátum við nokkur saman. Svo fór ég niður í Sálarrannsóknarfélag Íslands, í Garðastræti, og þá mótuðust ákveðnir hlutir og maður sá hvert förinni var heitið. Það kom sænskur miðill, Thorsten Holmqvist, sem hvatti mig eindregið til að sitja og vera í þessu og hann hjálpaði mér mikið. Svo fór ég til Bretlands, til Stansted í breska sálarrann- sóknarfélagið, og var þar með Þórhallur Guðmundsson er löngu orðinn landskunnur fyrir miðilsstörf sín enda iðinn við að halda fundi víða um land sem og að hafa verið með þætti bæði í útvarpi og sjónvarpi fyrr á árum. Hann hefur haldið fundi reglulega á Sauðárkróki og myndað sterk tengsl við Skagfjörð og íbúa hans. Stutt er síðan Þórhallur hélt fundi á Sauðárkróki og freistaðist undirritaður til þess að taka hann tali og forvitnast um miðilshæfileikana, líf eftir dauðann og jafnvel tilgang lífsins. Viðtal við Þórhall Guðmundsson Handanheimar og tilgangur lífsins aðsetur. Þar eru haldnir viku kúrsar þar sem miðlar leiðbeina og kenna og þar kynntist ég forseta breska sálarrannsóknar- félagsins, Gordon Higgins. Hann var stórt og mikið nafn, og naut mikillar virðingar. Hann var yndislegur miðill og hafði þann hæfileika að geta haldið manni grátandi í annarri hendi og hlæjandi í hinni á sama tíma,“ segir Þórhallur alvarlegur. Þar sá hann fyrst og kynntist útfrymi, eða líkamn- ingum en hann segir að lítið fari fyrir þess konar atburðum fyrir framan almenning. Meira sé um það í einkahringum eða í heimahúsum. Hjá breska sálarrannsóknar- félaginu segist Þórhallur hafa séð margt merkilegt og þar lærði hann hvernig á haga sér og halda þessum hæfileikum í höndunum á sér. „Svo þróaðist það að ég settist í bænahring hér heima og þetta gerðist allt saman hægt og rólega. Svo byrjaði maður að fara út á land og m.a. til Sauðárkróks. Þá var Kalli formaður Sálarrannsókn- Þórhallur Guðmundsson hefur alla tíð verið næmur fyrir nærveru fólks sem hvatt hefur þetta jarðlíf. Hann segir frá reynslu sinni við miðilsstörf og kynnum af góðu fólki. MYNDIR: PF 6 23/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.